Alþýðublaðið - 04.09.1926, Side 4

Alþýðublaðið - 04.09.1926, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fangelsisvist á íslandi (Valinkunn sæmdarmanneskja, Valtýr ritstjóri Stefánsson, yrkir í „Morgunblaðið" s. 1. sunnudag um veru i fangelsi í Rússlandi. Manni, sem dvalið hefir í fangelsi á sjálfu íslandi, en pað er, sem kunnugt er, nær ritstjórnarskrifstofu vel- nefndrar sæmdarmanneskju en Rússland, segist svo frá.) 23. nóvember vorum við hand- teknir fyrir pólitiskt afbrot, 26 eða 27 menn í Reykjavík, og fiest- ir fluttir í handjárnum í fangelsi. Handtökurnar stóðu yfir frá kl. lli f. h. til kl. 3 e. h. Mönnum var misþyrmt. Ólafi ritstj. Friðriksyni var hrint, eftir að hann var settur í handjárn, af einum hermanna hans kgl. há- tignar Chr. X., og annar maður var sleginn með járnbút í hnakka, eftir að tveir lögregluþjónar höfðu tekið hann; var höggið svo mikið, að hnakkinn er dofinn síðan. Fangakiefar á íslandi eru ekki stórir, munu víst varla bjóðandi einum manni. Samt voru 4—5 manns í. hverjum klefa. Þó skal þess getið, að tveim mönnum var sýnd sú nærgætni, að þeir voru settir hvor í sinn klefa. Fram eftir nóttu voru svo mikil ærsl og læti á göngunum, að fangarnir höfðu ekki svefnfrið. Voru það hermenn, sem sungu og hlupu um göngin. Ætla ég, að það hafi verið til þess gert, að vistin þar efra yrði þeim, sem þar voru ófrjálsir menn, sem allra erfiðust. Það þótti mér mikið siðléysi og léttúð um líí og limu manna, að hermennirnir léku sér að því að skjóta úr byssum sínum (en í „magasínunum" voru skothylki) og töluðu um, að ekki ættu þess- ir stórglæpamenn (voru þó flestir fangarnir alsaklausir) að sleppa lifandi eða ómeiddir burtu. Ekki var hirt mjög um ákvæði stjórnarskrár íslenzka ríkisins, þar sem sumir (a. m. k. tveir) fang- anna voru fyrst ieiddir fyrir dóm- ara 4 sólarhringum eftir hand- tökuna, en ber samkv. stjórnar- skránni að gera það innan 24 tíma. Hreinlœtistilfinning var slik, áð ætlast var til, að fangarnir gerðu þarfindi sín inni i klefunum. Voru [ til þess kistur undir rúmunum. Voruvíst fæstir slíku vanir ogmót- mæltu harðlega. Kom þá fram velsœmistilfinning hinna lög- hlýðnu borgara. Mér var af tveim hermönnum fylgt út í fangelsis- garðinn. Voru þeir við alvæpni. Vildu þeir fyrst hafa opnar sal- ernisdyrnar, en ég krafðist þess að fá að loka þeim. Eftir nokkurt þóf fékst það. Ábreiður og rekkjuvoðir voru óhreinar. Höfðu þær verið not- pðar í spænsku véikinni í barna- skólanum, en sumar í rúmfletum þeim, sem alls kyns slarkaralýð, er oft þiggur þar næturgreiða, var hent í. Mátti fljótt finna það. Skreid ég -kvikur af lús, er ég kom út, og þá verandi landlækni, Guðmundi Hannessyni, til fróð- leiks skal ég geta þess, að sumir fengu pcir kláda og hina lúsina, sem afladi honum mestrar frægd- ar. Fangi nr. 25. Bárujárnskaupin til íþróttavallargirðingarinnar. Á næstsíðasta bæjarstjórnar- íundi, 19. f. m., beindi Hallbjörn Halldórsson svo feldum fyrir- spurnum til borgarstjórans út af bárujárnskaupum bæjarins til girðingarinnar um íþróttavöllinn, þar eð umtal hafði vaknað um það í bænum, að þau hefðu ekki verið skýnsamlega gerð: 1) Hvar var járnið keypt og hve nær? 2) Hvert var verðið (á kg.)? 3) Hver var stærð á plötu og nr. ? — Borgarstjórinn (K. Z.) svaraði fyr- irspurnunum á bæjarstjórnarfundi síðast skriflega þannig: „Bæjar- verkfræðingurinn leitaði tilboða um verð á járninu. Það var keyp’t hjá Hallgrími Benediktssyni & Co. fyrir kr. 58,75 hver 100 kg., og er reikningurinn dagsettur 17. á- gúst 1925. Keyptar voru 500 plöt- ur, nr. 26, 7 feta Iangar.“ Sönglistardóraar. Frekar ætti það að gleðja en gremja Jón Leifs, aö Alþýöublað- ið hefir svo vakandi áhuga fyrir sönglist, að það ílytur tvenna dóma um suma hljómleika. Ann- ars hafa þeir R. J. og br. komist að líkri niðurstoðu um umgetna kirkjuhljómleika. Báðir hafa rétti- lega dáðst að rödd Hönnu Gran- felt og báðir einnig með réttu fundið að samæfingunni. Munur- inn er sá, að annar tekur vægt tili orða, en hinn er dyggilega stór- orður. Áheyrandi. Alfred J. Benwell, ofurstalautinant. Mynd sú, er hér birtist með grein þessari að tilmælum Hjálp- ræðishersins, er af nafntoguðum manni erlendum, yfirritara hers- ins í Danmörku, ofurstalautinant Alfred J. Benwell, sem um þessar mundir er á ferðalagi hér á landi og von bráðar væntanlegur hing- að til bæjarins. Ofurstinn er Englendingur að ætterni, en hefir dvalizt síðast liðin tvö ár í Danmörku. Árið 1888 var hann hafinn til fyrir- Iiðastöðu, og tveim árum síðar sendur sem brautryðjandi starf- semi Hjálpræðishersins í iýðríkj- úm Suður-Amerlku. Hófst starf- semi sú í Buenos Aires, höfuð- stað Argentínu. Þar var ofurstinn trúboði og síðar ritstjóri „Her- ópsins“, sem var ritað á spán- versku og á því máii heitir „E1 Cruzado". Ofurstinn á sænska konu. Eft- ir 15 ára dvöl í Suður-Ameríku fengu þau hjón skipun að hverfa heim. Síðast var hann fulltrúi við utanríkisdeildínp í Lundúnum með sérstakri ábyrgð á trúboðs- starfseminni í Suður-, Vestur- og Áustur-Afríku, L Egyptalandi og

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.