Alþýðublaðið - 04.09.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.09.1926, Blaðsíða 5
iAlSKÝÐUSliÆÐIÐ :'5 Gyðingalandi, lýðríkjum Suður- og Mið-Ameríku ásamt Vestur- Indíum. Ofurstinn er prautreyndur staxfsmaður. Einhverju sinni var hann dæmdur til tíu daga fang- elsisvistar vegna boðunar fagn- aðarerindisins um Jesúm Krist. Fátækt og margvíslegar þreng- ingar, eldgos og önnur stórkost- leg náttúruundur og afleiðingar þeirra hefir hann þolað. Orð fer af því, að ofurstinn sé. vel máli farinn, og sem söngvari og hljómlistarmaður er hann og kunnur. Hann talar vonum framar dönsku, spánversku og ensku mæta-vel. Hérálandi hefir ofurst- inn túlk. Dvöl hans hér verður mjög tak- mörkuð. Innlend tíðindi. Seyðisfirði, FB., 3. sept. Tjón aí oíviðri. Afspyrnurok hér austanlands á: þriðjudagsnótt. Ljósleiðslu- og síma-þræðir skemdust. Tveir vél- bátar skemdust á höfn'inni á Norð- f irði. Annars urðu furðulitlar skemdir. Símstó'ðvarstjóraskiftin á Seyð- isfirði. Þorsteinn Gíslason tók við stjórn símstöðvarinnar hér 1. sept., og blöktu. þá í fyrsta skifti íslenzk flögg á báðum ílaggstöng- um stöðvarinnar. Síldveiðt eystra. Allir Austfirðir eru enn þá sagðir fullir af síld, en smærri síJd hefir gengið inn upp á sí'ð- kastið. Nokkur síldveiði er á Reyðarfírði, Eskifirði og Fá- skrúðsfirði, en hér og á öðrum f jörðum minni nema í lagnet. Gömul veiðitæki eru stöðugt end- urbætt með nýjum, og er viðbótin talsverð. H. Uiii daginis og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3 A, símar 686 og 506, og aðra nótt Magnús Pétursson, Grund- arstíg 10, sími 1185 (í stað Guð- mundar Guðfinnssonar, sem ér í utanför og verður erléndis þenna mánuð). Regnfrakkar. Repfrabkar. Allir regnfrakkar, ca. 40 stykki af mörgum litum og gæðum, seljast nú með 250/0—30°/o afsl. Alt alullarfrakkar, regnþéttir. Af öllum öðrum vörum 10—15%. — Notið nú tækifærið. Giiðm. B. ¥Ikar, Laugavegi 21. klæðskeri. Sími 658. Sunnudagslæknir er á morgun Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. Berjaförin, Farið var í morgun frá Alþýðu- húsinu laúst eftir kl. 10, Um 100 börn voru í förinni. Ferðinni var. heitið í námunda við Miðdal. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson,.kl. 5 séra Frið-: rik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl.j 2 séra Árni Sigurðsson. 1 Landa- kotskirkiu kl. 9 f. m. hámessa. — 1 Sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðs- þjónusta. Allir velkomnir. 38 ár eru í dag frá dánardegi Jóns Árnasonar 'bókavarðar, safnanda; þjóðsagnanna. Listasafn Einars Jónssonar verður framvegis opið á sunmi- dögum og miðvikudögum kl. 1—3. Danzskemtun á Þingvölluin. Á morgun verður danzskemtun á Pingvöllum. Vörubíiastöð Islands hefir lofað að útvega fólki mjög ódýra gistingu. Nokkrar . bifreiðar fara í kvöld. Fargjald fram og aft- ur, gisting í nótt, matur og kaffi, kostar alls að eins 11 — ellefu — krónur. — Notið tækifærið. Al. Skemtunin í Kópavogi -á morgun, sem kvenfélagið „Hringurinn" heldur til ágóða fyrir hressingarhælið, verður fjölbreytt, svo sem menn sjá af auglýsingu hér í blaðinu í dag. Pess skal get- ið, að aflvélin, sem á að framleiða rafmagn, getur ekki' verið komin í notkun á morgun. Hermann Diener frá Heidelberg hefir látið Alþýðu- blaðinu í té 100 aðgöngumiða að fiðluhljómleikum sínum í kvöld, og seljast þeir meðlimum verkalýðs- félaganna fyrir hálfvirði, á 1 krónu. Er þetta þakkarvert, enda óvíst, hvenær verkamönnum gefst tæki- færi til að heyra slíkan meistara, sem Diener er. Veðrið. Hiti 10—9 stig. Átt austlæg og norðlæg, hæg. Víðast þurt veður. Djúp loftvægislægð fyrir siinnan land, hreyfist til austurs. Otlit: Víða regn. Sennilega þurt á Vest- urlandi í nótt. — Hér í Reykja- vík er þurt og gott veður. Alþýðublaðið er sex síður í dag. Skipafréttir. „Nonni", aukaskip Eimskipafél. Is- lands, kom hingað í nótt. Draugur, sem kveða verður niður. „Skutull" segir, að drykkjuskapur hafi, siðan bannið var lögleitt, aldrei verið meiri á Isafirði en í sumar. Hafi þó skipakomur þangað verið með minna móti og ekki fari orð af, að smyglun hafi aukist; sagt sé, að áfengisútsalan þar haíi selt með langminsta móti í, sumar, en al- mannarómur sé, „að með áðstoð læknanna Eifíks K]erúlfs og Hall- dórs Stefánssonar fáist nú áfengi úr lyfjabúðinni greiðara en'nokkru sinni fyrr". Hefir nú iyfsalinn þar og læknar þessir verið kærðir, eins og éður hefir verið skýrt frá. Sam- kvænvt frásögn landlæknisins hefir lyfsali þessi fengið minna vín en áður frá áfengisverzluninni eftir því, sem skýrslurnar segja til. Verða uþptök vínflóðs þessa Vvonandi rann- sökuð til hlítar og reynt að sporna við því, að þessi vinausturssaga endurtaki sig. Vínflóðið . er sá draugur, sem lcveða þarf niður af atorku. Áheit á Strandarkirkju, afhent Alþýðublaðinu: Frá Oddi Sigurgeirssyni: Peningar, kr. 1,50, og tvö vaxkerti. Frá Ó. Ó. kr. 5,00. NæturvÖrður er næstu viku í lyfjabúð Reyk]a- víkur. Ekki oott til samviiiiiu. Ekki er gott, að metm, sem eiga að vinna saman, séu í ill- deilum. Pað er líkt og ef hægri fótur einhvers manns tæki upp á þeirri vitleysu að sparka við hvert fótmál í þann vinstri. Þetta spakmæli stóð nýlega í minsta blaðinu, sem prentað hef- ir verið hér í bæ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.