Alþýðublaðið - 06.09.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.09.1926, Blaðsíða 1
AlÞýðublaðSð Sefið úf af Mpýðuflokksium 1926. Mánudaginn 6. september. 206. tölublað. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 4. sept. Frá Þjóðabandalaginu. Þátttaka Spánverja og Þjóð- verja. Frá Genf er símað, að fulítrúi Spánar hafi verið kallaður heirn. Þykir sennilegt; að Spánverjar taki ekki þátt í starfsemi Þjóða- bandalagsins framvegis, a. m. k. ekki fyrst um sitín, þótt þeir verði í þvi áfram, en pað er enn vafa- samt. Líklegt þykir, að formleg úrsögn komi ekki frá þeim. Pól- verjar láta sér nægja þingkjörið sæti í ráðinu. Nefnd sú, er kjör- in var til þess að koma fratn með tillögur viðvíkjandi ráðssætamál- inu, mælir einum rómi með því, að Þjóðverjar fái fast sæti í ráð- inu. Er nú talið áreiðanlegt, að Þýzkaland verði meðlimur Þjóða- bandalagsins. Khöfn, FB., 5. sept. Frá Genf er síniáð, að ráð Þjóðabandalagsins hafi samþykt í einu hljóði, að Þýzkaland fái inn- göngu í bandalagið samkvæmt til- lögum ráðssætanefndarinnar. — Ótal tilraunir eru gerðar til þess að koma í veg fyrir, að Spánn segi sig úr bandalaginu. Menn eru algerlega óvissir um, hver áform Rivera eru í því máli. Spánakonungur styður and- stæðinga Rivera. Frá París er símað, að Alfons Spánarkonungur styðji andstæð- inga Rivera í því að krefj- ast þess, að um miðbik þessa mánaóar verði þjóðaratkvæði lát- ið skera úr, hvort framhald skuli veröa á einræðisstjórn Rivera. Sáttatilraun í koladeilumálinu. Frá Lundúnum er sjmað, að Churchill hafi gert sáttatilraun í kolamálinu. Gerði hann tilraunina að beiðni Cooks. Hllómlelkar. * Hermann Diener. Því oftar sem ég hlýði á þenna ágæta listamann, fæ ég á honum meiri niætur, — og víst mun svo vera um marga áheyrendur hans aðra. i hvert sinn koma fram nýir og nýir kostir, og alt af virð- íst enn af gnægð að taka. Og lélegar myndu verða heimtur og illa launað erfiði þess, sem farav vildi . í smámunaleit að veilum eða göllum á meðferð viðfangs- efna eða verklegri kunnáttu Die- ners. — Það var óblandin nautn að heyra til hans í fríkirkjunni. Þó naut hann sín enn betur í kvikmyndahúsinu. Tónninn fagri varð enn fegurri og bjartari og fjóminn yfir leikni haijs enn að- dáanlegri. Beethovens-„konsertinn“, sem var aðalviðfangsefnið og er eitt hinna tilkomumestu stórverka meistarans rnikla, lék Diener syo snildarlega, að ég get varla hugs- að mér þá tónsmíð betur túlkaða. Það var auðfundið, hve' djúpa lotningu Diener ber sjálfur fyrir hinni sígildu list, og hve eigin- legt honum er að bera hann svo fram; að til hins ítrasta njóti sín göfgi hennar og hinn hátignar- legi stíll. — Fjögur lög önnur smærri voru á efnisskránni, en svo voru mikil fagnaðarlæti á- heyrendanna, að Diener varð að leika tvö aukalög, og enn hefðu menn víst viljað heyra miklu meira. Síðasta lagið, sem hann lék, var Preludium eftir Reger, — ofurlíti11 glitrandi gimsteinn, sem snöggvast var brugðið upp, en marga mun fýsa að fá að — sjá aftur. Frú Valborg Einarsson fórst undirspilið prýðilega úr hendi, — mun þó hafa liaft mjög takmark- aðan tínta til undirbúnings, en samleikurinn var víða frábærlega góður. Útsala 50,000 nálar seldar á 75 aura askjan (200 stykki). 300 plðtur fiðlu, orkester, harmoniku og nokkuð af íslenzkum plötum áhr.3,25»o 3,75 hver Nokkrir grammófónar seldir íyrir nálega hálfvlrðl. Komið, meðan úrvalið er. Hijóðfærataúsið. Diener fer héðan með .„Lýru" á fimtudaginn. Hann lætur vel af dvölinni hér og hafa þó viðtök- urnar verið í daufara lagi, — treg aðsókn að hljómleikunum, ■svo að förin hefir sízt verið til ífjár, og leiðinleg veðrátta, nema núna síðustu dagana. En héðan fylgja honum hugheilar árnaðar- óskir aðdáenda hans um frægð og frama. Og margir myndu víst fagna því að fá að heyra til hans enn einu sinni, áður en hann fer. Rvík, 5. sept. 1926. ’ T. Á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.