Alþýðublaðið - 06.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ •alþýðublaðiðI < kemur út á hverjum virkum degi. ► < ...- ' 'r •— —^ ► i Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við { < Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. ► J til kl. 7 síðd. ► j Skrifstofa á sama stað opin kl. ► J 9V2-IOV2 árd. og kl. 8-9 síðd. [ < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). ► Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► Í mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 , < hver mm. eindálka. ► < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í J (í sama húsi, sömu símar). [ 4 ► Atvinnuleysið og afleiðlngar pess. . Furðuhljótt er um þetta stór- mál í biöðum bæjarins. Alpýðu- blaðið eitt hefir hreyft því að nokkru og mætti þó betur gera. „Morgunblaðið" varast eins og heitan eld að leggja orð í belg um það, alveg eins og hér væri þm eitthvert nauða-ómerkilegt mál að ræða. Umhyggja þess fyr- ir velferð alþýðu þessa bæjar er ekki upp á rnarga fiska, sem ekki er heldur við að búast: „Vísir“ er ekki hóti betri, enda hefir hann það sér til málsbóta, að hann læt- ur sig tíðast litlu skifta til ills eða góðs þau málefni, sem af- drifaríkust eru fyrir alþýðu þessa bæjar. Ekkert mál kallar nú meiraeftir, að um það sé rætt en einmitt at- vinnuleysið, sem verið hefir og nú er yfirvofandi í miklu víð- tækari mæli. Hvernig úr þessu megi svo bæta, að sem flestum korni að notum, ætti að vera áhuga- og kapps-mál öllum hugsandi mönn- um, og að benda á ráð, sem þegar megi grípa til, og að fá ráðandi menn til fylgis við málið. En það er öðru nær en svo sé. Öllum virðist standa á sama, hvernig veltist, nema þeim örfáu alþýðu- flokksmönnum, sem málinu hafa hreyft. Það virðist svo, sem all- margir geri sér ekki ljósar af_ leiðingarnar, ef á þessu ástandi verður ekki ráðin böt. Alþýða þessa bæjar, sem mest megnis Iifir af fiskiveiðum, hefir orðið að horfa upp á framleiðslu- tækin ónotuð um langan tíma, og enn fremur að sætta sig við minni feng þann tíma, sem starfað var, en oft áður. Afleiðingin verður sú, að bjargarþrot eru fyrirsjáan- leg á hundruðum heimila, og nú þegar eru tugir heimila, sem leita til hins miskunnsama náunga eða þá beint til hins opinbera, fá- tækrasjóðs. Áður en þessar leiðir eru alment farnar, þrengja menn sér um kaup jafnvel á hinu allra- nauðsynlegasta eins og og bitan- um 4 munninn, mjólkinni handa börnum og gamalmennum 0. s. frv. Þetta er nú þegar farið að gerast. Talið við smákaupmennina í bænum. Verlunin fer minkandi með hverri vikunni, sem líður. Talið við brauðgerðarhúsin. Hvaða sögu hafa þáu að segja? Brauða- kaupin eru þegar farin að minka. Nokkur dæmi eru til, að bakarar eru komnir á atvinnuleysislistann. Þannig er það í fleiri iðnaðar- greinum. Trésmiðir, steinsmiðir og málarar hafa enn þá ef til vill nægilegt að starfa, en allflestar annara iðnaðargreina minka við sig vinnuafl. Atvinnuleysingja- hópurinn eykst með hverjum degi. Fólkið hópast heim frá síldveiðun- um allslaust. Verkamenn ganga erindisleysu niður að höfn. Mat vantar á heimilin. Vofan ægilega gín fyrir hugskotssjónum manna, ef ekki er fljótlega úr bætt. All- ar atvinnustéttir verða að hjálpast að og afstýra því böli, sem lang- varandi atvinnuleysi skapar. Kaupmaðurinn fær meiri verzlun, ef verkamannastéttirnar hafa vinnu. Iðnaðarmennirnir, skósmið- ir, klæðskerar, bakarar, prentar- ar, fá viðskifti fólksins, ef eitt- hvað er í buddu þess. í fám orð- um sagt: Allir, sem viðskifti hafa, verða að byggja líf sitt á kaup- getu • verkalýðsins til lands og sjávar. Þess vegna eiga þessar stéttir að vera með því, að stofn- að sé. til atvinnubóta, þegar hin aðallega framleiðslustarfsemi legg- ur árar í bát, hættir að starfa eða dregur saman seglin. En hvernig á að stofna til at- vinnu, þegar , peningana vantar ? segja menn. Peningar eru til. í bönkum og sparisjóðum liggja jafnvel milljónir af sparifé. Þetta fé á að nota til að vinna eitt og annað, sem nú lifandi kynslóð og komandi kynslóðum má að gagni verða. Ef bæja- og ríkis-sjóðir hafa ekki fé, þá eiga þeir að fá eitthvað af þessu fé að láni, svo að öllum megi verða gagn að. Hvað gera ekki þjóðir á ófriðar- tímum? Er ekki tekið hvert mill- jónalánið á fætur öðru hjá þjóð- iirni sjálfri, á meðan til er, og til þess eins að eyðileggja fé og fjör manna? Því þá ekki að taka lán til að auka ménningu og framfarir og um leið að halda lífinu í landsins eigin börnum? Vilja nú ekki athugulir og hugs- andi menn benda á, hvað skyn- samlegast er að láta vinna? Ég mun síðar leggja orð í belg um það. X. Vígsla sjúkrahússins nýja í Hafnarfirði. Ki. 4 siðdegis í gær fór fram vígsla hins nýja sjúkrahúss, er <St. Jósefs systur hafa reist í Hafn- arfirði. Er það stórt hús og veg- legt úr steini og búið öllum nauð- synjum og þægindum, er nútíma- sjúkrahús þurfa að hafa, og rúm- ar 40—50 sjúklinga. Meulenb^rg prefekt framdi vígsluna. Hófst hún með skrúðgöngu klerka frá kirkju kaþólska trúboðsins að dyrum sjúkrahússins. Flutti pre- fektinn þar snjalla ræðu um stofnun þessa og tilgang hennar, lýsti hjúkrunarstarfsemi St. Jó- sefs systra, og þakkaði stuðning við bygginguna. Bistrup sjóliðs- foringi afhenti sjúkrahúsinu að gjöf frá flotadeikl varnarmála- ráðuneytis jafnaðarmannastjórnar- innar dönsku íslenzkan fána og fánastöng í. þakklætisskyni fyrir hjúkrun St. Jósefs systra við sjúka sjóliða danska. Þakkaði prefektinn á dönsku og íslenzku gjöfina, er hann kvað mjög hugulsamlega; kvað hann íslenzka fánann merk- asta fána heimsins fyrir það, að hann væri ekki ataður blóði fall- ínna rnanna sem aörir þjóðfánar. Var fáninn þegar dreginn á stöng. Magnús Jónsson bæjarfógeti þakkaði spítalann af hálfu bæjar- félags Hafnarfjarðar og sýslufé- lagsins, og Guðmundur Björnson landlæknir bar fram þakkir af hálfu heilbrigðisstjórnar ríkisins. Mintist hann um leið sjúkrahúss- 'jns í Landakoti og skýrði frá því, að þar hefðu frá stofnun þess ár- ið 1902 notið hjúkrunar 14983 sjúklingar. Síðan hófst hin eigin-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.