Alþýðublaðið - 07.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ'IÐ \ALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út á hverjum virkum degi. 1 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : < Hveriisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. ; I4 til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9V2—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 [ (skrifstofan). | Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : hver mm. eindálka. ; Í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : J (í sama húsi, sömu simar). ; < Feigfð á Ihaldið. Landskjörið síðasta sýndi það svo ótvírætt, að ekki verður móti mælt, að stefna íhaldsins og stjórn þess hefir að eins fylgi minni hluta þjóðarinnar. Af 13947 atkvæðum, sem gild voru, hlaut listi íhaldsflokksins að eins 5501 atkvæði, en samanlagt fengu list- ar andstæðinga Ihaldsins 7957 at- kvæði („Framsóknar“-Iistinn 3481 atkvæði, alþýðulistinn 3164 og Eggerz-Iistinn 1312 atkvæði). 2456 mönnum fleira hefir þannig greitt atkvæði móti Ihaldinu en meÖ því. Þessi varð niðurstaðan þrátt fyrir það, að við þessa kosningu greiddu atkvæði þeir einir, sem 35 ára voru og eldri, og það eru þeir, sem hafa fengið þennan sér- staka kosningarrétt vegna þess eins, að þeir eru íhaldssamari hluti þjóðafinnar. Niðurstaðan varð ekki betri en þetta, þótt í kjöri væri sjálfur áhrifamesti ráð- herrann í stjórn Ihaldsins og sá íhaldsmanna, sem einna rnest far gerir sér um að reyna að láta líta svo út, sem hann sé alls ekki íhaldssamur. Má þá nærri geta, hverja útreið fhaldslistinn hefði fengið, ef á honum hefði verið einhver hinna harðsnúnustu I- haldsmanna, sem hóglátir íhalds- menn eiga jafnvel mjög bágt með að þola. En úr því nú að það er ótví- rætt sýnt, að rneiri hluti kjósenda við landskjör er andstæður Ihald- inu, þá er það iíka ábyrgðarhluti fyrir þann meiri hluta að verða þess valdandi beint eða óbeint, að íhaldið komi að manni úr sín- um flokki við landkjör á einum manni nú í haust í stað Jóns heit- ins Magnússonar. Andstæðingar íhaldsins eiga rétt á fulltrúa í það sæti, úr því að það er laust, og það er sjálfsögð skylda þeirra við sjálfa sig, þjóðina og þjóð- ræðishugsjónina að færa sér þann rétt í nyt. Þó að andstöðuflokka íhaldsins og stjórnar þess greini á í ýms- um efnurn og sumum allverulega, þá er þeirn þó eitt sameiginlegt, andstaðán gegn íhaldinu, en það er líka sú eina hlið aðstöðu þeirra sín á milli, sem til greina getur komið við þessa kosningu. Það er því einmitt fyrir þá, er and- stöðuflokkana fylla, að sameina sig við kosninguna um fhalds- stjórnarandstæðing, sem í boðí kann að verða, úr hvorum hinna stærri andstöðuflokka sem hann kann að verða. Að leggja meiri áherzlu á ágreininginn milli stjórnarandstæðinga ianbyrðis en andstöðuna við Ihaldið er sarna sem að styðja íhaldið til að ná fulltrúa í þingsæti, sem það á engan rétt á, festa það í valda- sessinum og leggja þar með lið til þess að viðhalda óstjórn þess eftir það, að ráðnir og rosknir kjósendur landsins hafa lýst yfir því, að meiri hluti þe;rra sé and- stæður íhaldinu. Hins vegar er Ihaldið orðið alveg máttlaust, ef stjórnarandstæðingur verður kos- inn. Það er því engum blöðum um það að fletta fyrir andstæðinga Ihaldsins — og það hljóta allir alþýðustéttarmenn að vera —, að sjálfsagt er að fylgja stjórnarand- stæðingi til sigurs við landskjör- ið. Það er sjálfsagt, að flokks- stjórn Álþýðuflokksins tryggi sér það, ef væntanlegur frambjóðandi verður úr - öðrum stjórnarand- stöðuflokki, að hann sé frjáls- lyndur maður gagnvart kröfurn verkalýðsins í landinU, og alþýða eigi málefni sín á engan hátt í hættu fyrir sinn hluta stuðnings- ins, en þá er líka í lófa lagið að vinna bug á Ihaldinu. Það má telja víst, að bændur leggi kapp á að sýna betri kjörsókn en í sumar og standi líka betur að vígi til þess í haust, því að há- bjargræðistíminn er þeim eins og öðrum vinnustéttarmönnum óhent- ugur til kjörsóknar, og verkafólk á langt um auðveldara að sinna kosningum í haust en í sumar. Kosningin í haust er því sigur- vænleg fyrir stjórnarandstæðinga. Ekkert er líklegra en að landkjör- ið í haust sýni enn ótvíræðara en hið síðasta, að hugsandi merin um þjóðmál vilja ekki lengur una Ihaldsstjórn í þessu landi. Hún hefir unnið sér til óhelgi og á að falla á verkum sínum. Að því falli er öllum andstæð- ingum hennar sjálfsagt að sam- einast um að vinna. Þeirra er nú að kjósa feigð á Ihaldið. Réttarfarið á sjónum. Undan farandi hafa togarar gert sig mjög heimakomna i Garðssjónum. Snemma í vor náð- ist númer og nafn af einum ensk- um, en ekki mun hann enn hafa fengið sekt, þótt hann hafi verið þar að fiska síðan. Nýlega hafa náðst nöfn og númer af þremur skipum, sem voru í landhelgi, tvö ensk og eitt íslenzkt. Varðskipið hefir ekki komið á vettvang til mælinga, og skipin eru farin til Englands. Myndi ekki mega koma því í fxamkvæmd að taka málin fyrir, svo að sökudólgarnir fái makleg málagjöld ? Hvað segir í- haldsstjórnin ? Nú er þó Magnús dómsmálaráðherra. F. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ölafsson,. Lækj- argötu 6 B, sími 614. Sambandsstjórnarfundur veröur í kvöld kl. 8V2. Af Húsavik er skrifað 23. f. m.: „Héðan er lítið að frétta. Það er aflalítið og argasta ótíð nú upp á síðkastið. Útlitið er afarvont hjá okkur sjó- mönnunum. Ég veit ekki, hvaða endi ,pað kann að taka í vetur.“ Samkomur Hjálpræðishersins, er Benwell of- ursti stjórnar, hefjast um hæstu helgi, svo sem auglýst er nánara hér í blaðinu. Hanna Granfelt heldur kveðjuhljómleik í Nýja Bíó annað kvöld með aðstoð Emils Thoroddsens. Myndir, sem teknar voru í Þingvallaför Jafnaðarmannafélags íslands, geta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.