Alþýðublaðið - 08.09.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1926, Blaðsíða 1
Tjpýðublaðið ©efid lif af Ælpýðesflokkimm —1 — 1926. Miðvikudaginn 8. september. 208. tölublað. Innilegap pakkir inínar og annai'a aðstandenda fypir auðsýnda hluttekning við jarðapför sonar míns Astmundar Guðnasonap. Einapshöfn 6. sept. 1926. Sigríðup Vilhjálmsdóttir. Fundur annað kvöld (fimtudaginn 9. sept.) kl. 8 e. m. í Good-Templarahúsinu. Dagskrá: Félagsmál. — Þetta er fyrsti fundur á haustinu og mjög áríðandi, að félagar mæti. Sýnið skírteini. Stjórnin. 7. Sambandsping Alpjfðusambands Islands verður sett í Reykjavík íöstudaginn 3. dezember 1926. Fundartími og fundarhús verður auglýst síðar. Sambandsfélög eru ámint um að láta fara fram kosn- ingar á fulltrúum og varafulltrúum í tæka tíð (samkv. 11. gr. sambandslaganna) og gefa þeim kjörbréf, sem ping sækja. Reykjavík, 3. september 1926. Jón Baldvlnsson. Pétur G. Guðmundsson. Evlend simskeyfl. Khöfn, FB., 7. sept. Buist við uppreist á Spáni. Frá París er sírnað, að öllum liðsforingjum í her Sþánverja, sem eru andvígir stjórninni, hafi verið vikið úr embættum. — Ri- verá neyddi konunginn til þess að samþykkja, að liðsforingjunum yrði vikið frá, ella ræki hann hann af stóli og stofnaði lýðveldi. Samkvæmt síðustu fregnum fer niótspyrnan gegn Rivera vaxandi. Mikill hluti hersins styður liðsfor- ingjana. — Menn búast við því, að uppreisn verði hafin um alt landiö. Kvikmyndáliús brennur með 50 mönnum. Ffá Lundúnum er símað, að kvikmyndahús hafi brunnið ú ir- landi. Fimmtíu menn brunnu inni. Báruj árnskaupin til ípróttavallargirðingarinnar. Um bárujárnsk^ipin tii Iþrótta- vailargirðingarinnar og út af svörum borgarstjórans við fyrir- spurnum H. H., sem birt voru hér í blaðinu á laugardaginn var, lief- ir BrynjóJfur H. Bjarnason kaup- maður skýrt Alpbl. frá því, að tilboða um verð á járninu hafi ekki verið leitað opinberlega né heldur hafi öilunr þeim kaup- mönnum, er verzla með bárujárn, verið gefinn kostur á að gera sölutilboð; a. m. k. hafi honum ekki verið veitt færi á því. Enn fremur segir hann, að járnið hafi ekki alt verið keypt hjá Hallgrimi Benediktssyni & Co., heldur hafi nokkur hluti þess verið keyptur hjá Helga Magnússyni & Co. Virð- ist þetta tvent koma í bága við '.skýrslu borgarstjórans. Samkvæmt skýrslu borgarstjór- ans kostaði járnið kr. 58,75 hver 100 kg. og var reikningurinn dag- settur 17. ágúst í fijrra. lýú var járnið ekki notað fyrr en í vor. Á þeim tíma féll það talsvert í verði. Segir Brynjólfur H. Bjarnason enn fremur, að ef hann hefði fengið að panta járnið í vor, áður en það var notað, þá hefði hann getað selt bænum sams kon- ar járnplötur (nr. 26, 7 feta lang- ar) fyrir 48 kr. hver 100 kg. — Nú mun láta nærri, að fetið í bárujárni nr. 26 (71 cm. breiðu, eins og umræddar járnplötur eru) sé 900—950 gr. Verður þá verð- munurinn á 500 plötum, — en það er sú tala, sem borgarstjör- inn kveður hafa verið keypta, — varla minni en 340 kr. Þess skal enn getið, að Brynj. H. Bjarnason kveðst hafa getað selt 25 °/n breiðara járn en notað var í girðinguna. Eftir því, sem hver plata er breiðari, þeim mun minna fer í samskeyti. Kveður hann muninn á þeirri breidd, er hver plata þekur, 6 þumlunga enska.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.