Alþýðublaðið - 08.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Næstndaga seljum við öll kápuefni, drengjafataefni, mikið af ullarkjólaefnum og gardínuefnum með 30o/° afslætti; einnig dálítið af kjóla- efnum fyrir hálfvirði. Marteinn Einarsson & Co. gær. Hann hefir dvalið hér syðra í sumar sér til heilsubótar. 11 alda afmæli kristniboðsins i Danmörku halda Danir hátíðlegt í dag í Rípum í Danmörku. Þangað fór Jón biskup Helgason til pess að vera við- staddur hátíðahöldin. Veðrið. Hiti 0—5 stig. Átt suðlæg og vest- læg, víðast hæg. Loftvægislægð við Norðvesturland á leið til austurs. Útlit: Skúraveður á Suðvestur- og Norðvestur-landi og allhvöss suð- vestanátt. Veslanátt og lítil úrkoma á Austfjörðum. I nótt sennilega vestan- og norðvestan-átt, allhvöss á Vestur- og Norður-Iandi. Skúrir á Suðvesturlandi. Sennilega krapaél á Norðvestur- og Norður-landi. Hræðsla. „Mgbl.“ er orðið dauðhrætt um, að frambjóðandi íhaldsins við lands- kjörið falli, og er það að vonum. Togarinn „Gylfi“ fór á veiðar í gær. Þenna dag árið 1783 fæddist skáldið og lýð- skólafrömuðurinn, danski presturinn Nikolai Frederik Séverin Grundtvig. Skipafréttir. För „Nonna" frestaðist þar til í gær og fóru pau „Nova“. pá bæði. Fór landlæknirinn norður með „Novu“, eins og áður er getið. „Lyra“ kom í nótt frá útlöndum og Vestmannaeyjum, en „Suðurland" i rnorgun frá Borgarnesi. Sjómerki. Á bakkanum fyrir ofan Sauðár- krók hefir verið reist grá varða, 1J/2 m. há, með rauðri toppplötu ferhyrndri. Þar er innsiglingarlínan, sem vörðuna ber saman við kirkju- turninn á Sauðárkróki í stefnu 270". Bændaskólinn á Hvanneyri. Skýrsla hans fyrir skólaárið 1924 íil 1925 er nýlega komin út. Nem- endur voru pá 49. Þar af luku 21 eldri deildar nemenda aðalprófi. 7 nemendur stunduðu verklegt nám á Hvanneyri pá um vorið, og prir peirra voru par alt sumarið og unnu að heyskap og öðrum störfum. Af verklegum framkvæmdum var gerð pakslétta, 1960 fermetrar, 120 teningsmetrar hlaðnir af flóðgörð- um, 302 teningsmetrar skurða grafn- ir og skólahúsin hvítmáluð. Um 4 púsund hestar af heyi fengust alls, 150 tn. af gulrófum og 20 tn. af kartöflum. Fæði og pjónusta kost- uðu kr. 1,67 á dag fyrir hvern nemanda í heimavistinni. Gert er ráð fyrir, að allur námskostn- aður hvers peirra um sig hafi orðið 400—-500 kr. að meðtöldum bókum, en auk ferðakostnaðar. Vínbindindis- félag var stofnað í skólanum um haustið, og einnig var tóbaksbind- indisfélag. par starfandi. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,24 100 kr. sænskar .... — 122,15 100 kr. norskar .... — 100,20 Dollar.................— 4,57 100 frankar franskir. . . — 13,76 100 gyllini hollenzk . . — 183,43 100 gullmörk pýzk. . . — 108,75 Fávizka eða blekking? „Mgbl.“ er oftast seinheppilegt á spaklegar skýringar. Nú heldur pað pví fram, að stofnun stálhringsinS í Mið-Evrópulöndunum sé gerð til fjárhagslegrar bjargar frönsku pjóð- inni. Næst kemur pað líklega með pá „skýringu“, að togaraflotanum íslenzka sé lagt til pess að bjarga smábátaútgerðinni. Einar ská'aglam: Húsið við Norðurá. „Hafið pér pá nokkurn tíma séð Owen ?“ spurði Johnson. En nú sneri Mrs. Maxwell við blaðinu. Hún steinhætti öllum gráti og varð áköf. „Ég séð Owen höfu'ðsmann ?“ sagði hún; „já; það megið þér reiða yður á. Alt af, þegar hann hafði. orlof, meðan á ófriðnum stóð, kom hann til mín og skilaði kveðju frá Maxwell. Hann hélt afarmikið upp á mann- inn minn og sagði, að hann væri bezti þjónn, sem hann hefði haft, og þér getið séð, að það er satt, á því, að hann gaf honum mynd af sér með áritun. Sko! Hérna er hún.“ Og hún opnaði kommóðuskúffu og dró upp mynd af ungum manni á höfuðsmanns- einkennisbúningi og rétti Johnson. Johnson leit á myndina stundarkorn. Það sýndist ekki geta verið neinn efi. Svo bar hann myndina saman við myndina af lík- inu. Nei; það var rétt. Það var sami mað- urinn. „Má ég fá að lána þessa mynd nokkra daga?“ spurði Johnson og lagði sterlings- pund á borðið. „Gerið þér svo vel,“ sagði Mrs. Maxwell og var ekki sein á sér að stinga á sig pundinu. Svo fór Johnson með myndina. En hann vissi hvorki hvað hann átti að gera vi'ð hana eða málið. Það hlaut áð vera rangt, að Owen höfuðs- maður hefði fallið 1917, eða það hlaut þá að vera annar maður, sem drukknað hafði í Norðurá um sumarið, — eitt af tvennu, og fram úr því varð hann að ráða. Goodmann Johnson varpaði sér í ,cab‘ og skipaði honum að aka í hermálaráðuneytið, ,War office*. Meðan hann sat í vagninum, rendi hann huganum yfir alla leynilögreglustarfsemi sína. .Það var ekki fátt, sem fyrir hann hafði borið þar, en þetta var áreiðanlega það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.