Alþýðublaðið - 09.09.1926, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 09.09.1926, Qupperneq 1
Erleasd siEsiskeyfi. Khöfn, FB., 8. sept. Uppreistartilraunir á Spáni bældar niður. Frá París er símað, að tilraunir til pess að hefja uppreist á Spáni virðist hafa verið bældar niður. Vafasamt mjög er þó talið, að þær hafi verið bældar niður aö fullu og öllu, og má eins gera ráð fyri.r frekari byltingatilraun- um, þegar minst varir. Tíu þús- undum Jiðsföringja hefir verið vikið frá embættum sínum. Kölnar-lestar-slysið. Tilræðismennirnir handteknir. Frá Berlín er símað, aö iliræðis- mennirnir, sefn voru valdif að Kölnar-lestar-slysinu, hafi verið handteknir. Peir hafa meðgengið. Khöfn, FB., 9. sept. Koladeilan enska. Sáttatilraun Churchills strand- ar á óbilgirni námaeigenda. Frá Lundúnum er símað, að menn hafi litlar vonir um, að sáttatilraun Cliurchills beri nokk- urn árangur. Námueígendur vilja að eins, að samið verði um vinnu- byrjun við einstök héruð, en námumenn vilja, að samningarnir gildi fyrir öll námuhéruð l land-1 inu. Styður Churchill kröfu þeirra. Fyrirspifirn. Með því að kvisast hefir, aö ýmsir (einhverjir) geri sér að at- vinnu að byggja íbúðarhús hér í bæ og selja þau síðan, þá er þau eru fullgerð, og að þeir geri sér far um að hafa hús þessi' svo miður vönduð, að heita megi að þau séu hreinasta hrófatildur og jafnvel hættulegir mannabústaðir, ef eitthvað kæmi fyrir, og með því að almenningur virðist hafa irétt á því að vita, hvort nokkuð geti verið satt i orðrómi þessum, og hlutaðeigendur hafi heimtingu á, að honum sé hnekt, ef hann er tilhæfulaus, þá vil ég leyfa mér að fara þess á leit við Al- þýðublaðið, ;að það beini eftir- farandi spurningum til réttra hlut- aðeigenda: 1. Hvaða skyldur eru lagðar á herðar þeim mönnum, sem „lög- giltir“ eru til að standa fyrir byggingum í bænum? 2. Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylía til að geta öðlast slíka löggildingu ? 3. Er tekinn „embættis“-eiður af slikum mönnum? 4. Geta jreir menn orðið lög- giltir til þessa starfa, er uppvísir hafa orðið að því að drýgja glæp eða þann verknað, sem svívirði- legur er að almenningsáliti ? 5. Hvaða eftirlit hafa stjórnar- völdin með húsabyggingum í þessum bæ? Æskilegt væri, að væntanleg svör birtust hér í blaðinu eða öðru víðlesnu blaði. J. Kr. Ljóðin í „Óðni“. Fimtudaginn 19. ágúst síðast liðinn flutti „Vísir“ alllangan rit- dóm um síðasta hefti „Óðins“. Er þar iokið lofsorði á flestar greinar, sem í heftinu eru, en sérstaklega á æfisögu séra Frið- riks Friðrikssonar, enda er æfi- sagan skemtilega rituð, eins og vænta má. — Pað er að eins ein tegund ritgerða af þeim, er „Öð- inn“ flytur, er ritdæmanda geðj- ast eigi að. Það eru ljóðin. Hann dæmir að vísu eigi um nein sér- stök atriði í þeim, heldur segir á þá leið, að það muni orka tví- mælis, hvort margt af þeirn kveð- skap, sem „Óðinn" hefir flutt, eigi rétt á sér. Og er ritstjóra „Óðins“ borið það á brýn, að hann sé övandvirkur í vali sínu á kvæðum til birtingar. — Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem í ritdómi um „Óðinn“ brydd- ir á lítilsvirðingu gegn kveðskap, er rit þetta hefir flutt eftir ýmsa höfunda, og er lítt viðeigandi, að gengiö sé alveg afskiftalaust fram hjá slíkum illkvittnislegum og ó- rökstuddum aðfinslum. Allflest kvæði í „Óðni“ eru ein- mitt mjög góð, — sum þrungin að efni. Ég minnist eigi að hafa séð þar eitt einasta kvæði, sem eigi á fullkominn rétt á sér sem góður og gildur skáldskapur-. Ritstjóri „ÓBins“ er sjálfur á- gætt skáld og hefir gott vit á að dæma um ljóðagerð. Hann myndi ekki taka upp í rit shv önnur kvæði en þau, sem þola vel að koma í dagsbirtuna. — Einstaka mönnum er þannig farið, að þeir telja sjálfum sér trú um, að enginn skáldskapur geti veriö nýtilegur, nema hann sé eftir eitthvert stórskáld eða höfund, er hlotið hefir viðurkenn- ingu. Þeir vilja meta og flokka: skáldskap eins og vörutegundir. Er þvi eigi að undra, þótt slíkum mönnum þyki vanta löghelguð vörumerki á sum kvæði, sem í „Óðni“ birtast. Það hefir sem sé verið ófrávíkjanleg regla hjá rit- stjóra „Óðins“ að hlynna að góðri ljóðagerð án tillits tii þess, hverj- ir höfundarnir eru. — 29. ágúst .1926. Pétur Pálsson. Óvissar erfðir. Svo er sagt, að anierísk kona nokkur hafi boðið skáldinu G. Bern- ard Shaw að taka saman við hann, og vænti hún þess, að afkomendur þeirra myndu erfa gáfur hans og fegurð hennar. Skáldið hafði svarað á þá leið, að hann gæti ekki tekið þessu góða boði, því að hann óttaðist, að af- komendurnir myndu erfa gáfur liennar, en fegurð lians. Alpýðnblaðið Gefid ííí af AlpýðnflokkmBiiM 1926. Fimtudaginn 9. september. 209. tölublað.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.