Alþýðublaðið - 09.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ | kemur út á hverjum virkum degi. t ' = ............... ► Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við í Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. ► til kl. 7 síðd. ► Skrifstofa á sama stað opin kl. ► Qi/2 — 10Va árd. og kl. 8—9 síðd. í Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). ► Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► hver mm. eindálka. J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► (i sama husi, sömu símar). f Nauðsyn ftjóðnýtlngar togaranna. Mánuð eftir mánuð hefir tog- araflotinn hérna legið bundinn, og svo er enn um mestan hluta hans. Það iítur út fyrir, að togaraeig- endurnir og framkvæmdastjórarn- ir hugsi líkt og karlinn, sem fyrir- bauð að mjólka kúna sína eftir burðinn. Hann hélt, að spenarnir slitnuðu svo mikið á því. Heima- fóik hans, sem reyndi að koma vitinu fyrir hann, komst ekki upp fyrir moðreyk, og sagt er, að end- irinn yrði sá, að kýrin lægi dauð á básnum. Til hvers er togarafioti, sem liggur bundinn mestan hluta árs- ins? Hann er þá til angurs, en ekki gagns, eins og kýr, sem oft- ast nær er steingeld. Ekkert sannar betur nauðsyn þjóðnýtingar á togurunum en þessi þrautalega þeirra, og ekk- ert getur jafnótvírætt sannfært al- þýðuna, hvar sem er á landinu, um, að eina ráðið til bjargar tog- araatvinnuveginunt er þjóðnýting togaranna. Svo sannarlega pru líka augu fjöldans að opnast til að sjá, að þjóðarnauðsyn er á þjóðareftirliti með rekstri þeirra og því, hvað við gróðgféð er gert, þjóðareftirliti með fjölgun þeirra, ptgerðartima og afurðasölu. fhaldið hrópar eins og karlinn: „Ekki að slíta spenunum á kúnni minni með því að mjólka hana!“ En þjóðin hlær að slíkri heimsku og neitar að þola hana. Söngskemtun Hönnu Granfelt í Nýja Bíó í gær var pökkuð með miklu og kröft- ugu Iófataki. E spera ntoþi la gið. Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. 6. Áhrif þingsins. Þess var áður getið, að eitt ætlunarverk Esperanto-þinganna væri að útbreiða málið. Fyrsta sporið til þess er að vekja at- hygli og sýna það í verkinu, að hér sé alvörumál, en enginn barnaleikur á ferðinni. Og þetta tókst prýðilega. Hvar sem komið var í Edinborg — og enda viðar — könnuðust menn við Esperan- to, — reyndar allur þorri manna aö eins að nafni, en það er betra en ekki. Það er t. d. hálf-leiðin- legt að heyra jafn-fróðleiksfúsa og málhneigða menn og Islend- inga spyrja, þegar þeir heyra Es- peranto nefnt: „Hvað er það?“ En víkjum nú til Edinborgar. Sporvagnastjórarnir margir voru búnir að læra ýmsar algengar setningar á Esperanto. Sama var að segja um krakkana, sem voru að leika sér í grend við þing- höllina. Spöruðum við og ekki að kenna þeim og hvetja þau, þegar tækifæri gafst. Beinastúlkurnar — þ. e. stúlkur, sem ganga um beina — í matsöluhúsum okkar lærðu líka eitt og annað, og ég er þess fullviss, að úr þessum hópum koma, áður en langt líður, ýmsir góðir esperantistar, - því að áhugi þeirra fyrir málinu er vaknaður. Líka er enginn efi á því, að all- margir Skotar og Englendingar hafa lært Esperanto af meira kappi en ella myndi til þess að geta tekið þátt í þinginu. Og þess sá ég merki, að margir þeirra munu verða hinir ágætustu liðs- menn. Þessara áhrifa þingsins gætti auðvitað lítið nerna í Edinborg og nágrenninu. En um alt Bretland — og reyndar miklu víðar — fluttu blöðin frægð þingsins. Voru frásagnir í þeim flestum og meira að segja myndir. Mæltu þau öll hlýjum orðum í garð Es- peranto-hreyfingarinnar. „Daily Herald" lagði þar einkum gott til málanna, svo sem vænta mátti. Esperanto-hreyfingin á fýlgi mik- ið meðal jafnaðarmanna; eins og eðlilegt er, því að hún miðar að því að auka skilning og samúð milli þjóðanna, og afleiðing þess verður aftur frelsi, bróðerni og jafnrétti, eins fyrir veika og' sterka. Þetta er sú heilaga hug- sjón, sem þegar hefir sýnt það,. að hún getur ekki dáið. Það hlýtur að vera ærið ný- stárlegt fyrir þá, sem vanir eru því einu að halda sínu tungumáli fram og telja það bera af öll- um öðrum, að sjá og heyra t. d. Englendinga og Þjóðverja, Rússa og Itali, íslendinga og Japana tala saman á tungu, sem þeim öllum þykir jafnvænt um, og þó ein- hver sé ekki leikinn í málinu, þá er ómögulegt að stimpla hann sem útlencling, heldur er miklu fremur litið á hann eins og barn, sem er að læra að tala, og hver skyldi líta á það með þjöðernis- rembingi? (Frh.) „Skeggi“ heitir blað í Vestmannaeyjum. Ritstjóri er V. Hersir, sem flest- ir brosa að, þegar þeir heyra hann nefndan. I 10. tbl. eru frétt- ir frá Rússlandi, sem ritstjórinn kallar svo, og af því að þær eru nokkuð skemtilegar, get ég ekki Játið hjá líða að lofa lesendum Alþbl. að sjá þær. „Fréttirnar"' hljóða svo: „Það skeður sem sé iðulega þar að þar (þ. e. í Rússlandi) er seldur sykur blandaður sandi, í brauðinu eru naglar, sígarettu- stubbar, seglgarn og munntóbak. I kálhöfuðum finna menn stórar rottur. Svona er ástandið í hinu fyrirheitna landi skýjaglópanna." Það fer ekki hjá því, að V. Hersir hefir verið töluvert „þétt- ur“, þegar hann reit þessa dæma- fáu „dellu“. En ef V. Hersir væri i Rússlandi, er áreiðanlegt, að al- ment væri álitið þar, að , í höfði hans væru — ekki rottur eins og í kálhöfðum, heldur — lausir skrúfnaglar. Annars er ekki vert að öfunda Sig. Eggerz og íhaldið af liðsmanninum. Það fór þó ekki svo, að þeir gætu ekki samein- ast um einn mann, þótt lítilfjör- legur væri. V. Fyrsta snjökoma hér í haust víajr í nótt og í morg- un. Varð grátt í görðum og á tún- blettum í bænum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.