Alþýðublaðið - 09.09.1926, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 09.09.1926, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Um daglnn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Réttir byrja í dag á Norðurlandi. Togararnir. „Ölaiur'* kom af veiðum í gær með 800 kassa. Hann fór þegar aftur á veiðar. „Draupnir'* kom af veið- um um hádegi í dag. „Dagsbrun“ byrjar nú aftur fundi sína eftir miðsumarshléið. Verður hinn fyrsti í kvöld kl. 8 i G.-T.-húsinu, og er þess vænst,, að félagar mæti vel og stundvíslega. Skipafréttir. „Guðrún“, aukaskip Eimskipafél. íslands, kom i nótt nOrðan og vest- an um land frá útlöndum. Fisk- tökuskip, „La France“, kom i nótt til Proppébræðra. „Lyra“ fer ut- an kl. 6 í kvöld. Séra Ragnar E. Kvaran og frú hans hverfa aftur áleiðis vestur um haf i dag með „Lyru“. — Séra Ragnar hefír í sumar þýtt á íslenzku fyrir Alþýðublaðið sögu Uptons Sinclairs: „Smiður er ég nefndur" („They call me Carpen- ter“), og mun alþýða verða honum þakklát fyrir að hafa snúið slíkri ágætisbók á tungu hennar. Afmæli. Gísli Sveinsson, Klapparstíg 28, verður 75 ára á morgun. Er hann alt af iafn-hiólviljugur og greiða- samur, þótt kominn sé á þennan aldur. Páll ísólfsson heldur þriðja orgelhljómleik sinn í ' fríkirkjunni annað kvöld kl. 9, og aðstoðar Axel Vold. Ættu allir, sem hljómlist unna, að sækja hljóm- Ieik þenna og votta með því Páli þakklæti sitt fyrir að halda hér uppi svo göfugri list sem organ- leikur er. Knattspyrnufélag Revkjavikur, „K. R.“, vann í fyrra kvöld í 2, flokks úíslitakappleik til fullrar eignar sigurbikar, sem Knattspyrnu- ráð Reykjavíkur gaf félögunum fyrir nokkrum árum til að keppa um. Sextugur er í dag Guðmundur Hannesson háskólakennari. Veðrið. Hiti 9—1 stig, mestur á Raufar- höfn, minstur í Reykjavík og á Ak- ureyri. Margs konar vindstaða, hæg. fmftvægislægð fyrir vestan land á leið til austurs. Útlit: Kyrt og bjart veður eystra í dag og líklega yfir- leitt þurt nyrðra í nótt. Skúrir og suðvestanátt á Suðvestur- og Norð- vestur-landi í dag og á Suðvestur- og Suðaustur-landi í nótt. — Veðr- ið að morgni er í veðurskeytun- um miðað við kl. 8. Kveðjuhljómleikur H. Dieners frá Heidelberg í gær í dómkirkjunni var allvel sóttur, og ekki var að tvíla meðferð hans á viðfangsefnunum. Alþýðufólk, sem hann veitti kost á að sækja hljóm- leik þenna fyrir hálfvirði, kveður hann með þakklæti.. Svoldarorrusta er talin hafa staðið þenna dag árið 1000, þegar Úlafur konungur Tryggvason féll. Þá eru og talin vera í dag 718 ár frá falli Kol- beins Tumasonar. Hann fékk steins- högg í ennið, þá er hann réðst á Guðmund góða Hólabiskup, og varð það hans bani. Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,24 100 kr. sænskar .... — 122,15 100 kr. norskar .... — 100,14 Dollar.................— 4,57 100 frankar franskir. . . — 13,76 100 gyllini hollenzk . . — 183,43 100 gullmörk þýzk. . . — 108,81 Einar ská'aglam: Húsið við Norðurá. flóknasta, og honum fanst eins og nú fyrst reyndi á, hvað hann gæti. En hann var vondaufur um getu sina. Honum fanst hann aldrei hafa verið jafn- vondaufur fyrr. Vagninn nam staðar fyrir framan ,War ofíice*. Það var glanna-stór og ljótur kumb- aldi og sötsvartur eins og öll Lundúnahús. Ameríkumenn eru fljótir á sér til alls og úrræða- og úrskurðar-góðir, og skrifstofur þeirra eru glöggvar og skjótar í afgreiðslu, og Johnson bjóst við hinu sama hér, en það fór á annan veg. Fyrst hitti hann seinmæltan dyravörð, sem vísaði honum til annars enn seinmæltari dyravarðar, en sá vísaði honum inn á skrif- stofu, en þar var honum eftir langa bið sagt, að hann ætti að fara í alt aðra skrif- stofu. Þar hitti hann skrifstofustjóra, sem hlustaði á málaleitun hans með mestu athygli og vísaði honum svo tíl annars skrifstofu- stjóra, sem aftur vísaði honum til þriðja skrifstofustjóra, en hann sagði honum loks, að hann væri kominn á alveg rangan stað. Það væri ekki ,War office', heldur ,head quarter', aðalherstöðin, sem hann ætti að fara í, og hann skrifaöi með mestu vin- girni og seinlæti upp götuna og númerið, þar sem það væri. Eftir tvo tíma rúma sat Goodmann John- son aftur í ,cab‘ á leið til ,head quarter' og var að hugleiða, hve mannsæfin væri illa notuð. Honum datt í hug .circumlocution office', vafningaskrifstofan, sem Dickens lýsir í einni af bókum sínum. Hann hafði hingað til haldið, að lýsingin væri ýkjur og glens, en sá nú, að hún var sorglega sönn, og hann fann það, að víðar var pottur brotinn en á íslandi. Loks kom hann í ,head quarter', og sá hann strax, að þar tók ekki betra við, og þá sauð upp úr hjá honum lundin vestur- heimska. Hann sá ofursta ganga gegn um skrifstofuna og rauk á hann. „Má ég fá að tala við yður, ,sir‘? sagði hann. „Hefi engan tíma,“ svaraði foringinn. „Það hefi ég ekki heldur," sagði Johnson. Foringinn leit á hann og brosti. „,Yankee‘, — Vestmaður?1' spurði hann. ,„Right you are‘, — stendur heima,“ anz- aði Johnson. Ofurstinn hló og bauð honum inn í her- bergi með sér, en Johnson sagði alt af létta og sýndi myndina af líki Maxwells þjóns. „Við getum auðvitað sagt yður, hvort Owen hafi fallið 1917, en ég býzt ekki við, að hér sé neinn, sem hafi séð hann, svo að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.