Alþýðublaðið - 10.09.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 10.09.1926, Page 1
Alpýðnblaðið Gefið út af Alþýðuflokknum 1926. Erleragl símskeyti* Khöfn, FB., 9. sept. Þýzkaland gengur i Þjóða- bandalagið. Frá Genf er símað, að Þýzka- lánd hafi verið tekið í Þjóða- bandalagið á þingfundi í gær. Þingið samþykti að fjölga ráðsæt- unum samkvæmt tillögum ráð- sætanefndarinnar. Frá Berlín er símað, að Strese- mann sé á leiðinni til Genf og taki á mórgun sæti í Þjóðabanda- laginu. íslendingur myrtur i Frakklandi. Frá Rouen er símað, að íslenzk- ur háseti, Pétur Sigþórsson, hafi verið myrtur þar. Fréttir frá Kína. Khöfn, FB., 10. sept. Frá Peking er símáð, að Kan- ton-herinn hafi unnið mikinn sigur og tekið borgirnar Hankou, Vut- sjang og Hansjang i Hupe-héraði. Liggja borgir þessar saman og hafa til samans um n/2 milljón íbúa. Þær eru við Jangtsekiang- fljótið og hafa mikla verzlunar- lega jrýðingu. Her Wu-Pei-Fu heldur undan á hinni mestu ring- ulreið. Innlend tíðindi. ísafirði, FB„ 9. sept. Frá ísafirði. Reknetaveiði er treg, en nokkr- ir bátar eru enn að veiðum. Afla Jjeir sennilegá lítið. Kuldatíð. Frost í nótt. — Taugaveikin breiðist ekki út. V. Tvivegis umhverfis jörðina hefir ungúr Englendingur farið, Godfrey að nafni, sem var hér á ferð með „Lyru“ siðast. Fyrir stuttu fór hann frá Kína um Síberíu og Rússland til Þýzkalands. Föstudaginn 10. september. Plltnr, siðprúður og áreiðanlegur.al- vanur afgreiðslu, inn- heinrtu og iager um- sjón, óskar eftir atvinnu. Tilboð með launaupphæð leggist strax á afgr. blaðsins merkt. „Áhugasamur.44 Frá Englandi til Rússlands. Lafði Astor sagði í ræðu í des- ember síðast liðnum, að brezkir jafnaðarmenn væru mjög fúsir að. þjóna Rússum með vörunum, en þeir niyndu ekki vilja búa við rússneskt stjórnarfar. Kvaðst hún skyldu greiða far ensks verka- manns og fjölskyldu hans til Rússlands, ef nokkur vildi fara þangað og dveljast þar í tvö ár. Eins og áður hefir frá veriö sagt hér í blaðinu, var hún „tekin á orðinu“. Lafði Astor félst á að. greiða far fýrir fjórar verkamannafjöl- skyldur. Mörg tilboð hafa komið, og 21. ágúst. s. 1. lagði fyrsta fjölskyldan af stað til Rússlands, verkamaður, sem er Skoti frá Li- verpool, James Morton að ijafni, 48 ára að aldri, járnsteypumaður að iðn, og fóru með hdnurn kona hans og tvö börn. i viðtaii við „Daiiy Herald“ sagði maður þessi m. a.: „Það má vel vera, að ástandið sé ekki gott þar (í Rússlandi). Ég veit það ekki. En það er varla voða- lega miklu verra en hér. Ég var í átta ár að læra og fæ þó ekki nema rúm 3 st.pd. í jjaup á viku. Síðan 1921 hefi ég ekki haft nema 210. tölublað. Pálltsólfsson. Þpiðji Orgel-konsert í fríkirkjunm föstudag 10. sept. kl. 9. Axel Vold aðstoðar. Aðgöngumiðar fást í Góð- templarahúsinu eftir kl. 7 og víð innganginn og kosta2 kr. hálfa vinnu. — Ég hefi það traust á stjórnarfari ráðstjórnarinnar, að ég tek með mér konu mína og tvö börn, átta og níu ára, og ef ég þyrfti að hverfa frá þeim, vil ég heldur láta þau eitir. i höndum rússneskra félaga en hjá fátækra- stjórninni í LiverpooJ.“ Verkbann í pappírsiðnaði í Noregi. Pappírsiðnaður i Noregi var seint í síðasta mánuði stöðvaður með verkbanni, og voru 12 000 verkamanna útilokaðar frá vinnu. Orsökin er sú, að atvinnuíékend- ur fóru fram á 270/0 kauplækkun á viku, en verkamenn gátu auð- vitað ekki faliist á siíka meðferð, en voru þá líka sviftir vinnu sinni fyrir bragðið. Hermann Diener hljómlistarsnillingur fór með „Lyru“ í gær. Prentsmiðja Odds Björnssonar á Akureyri varð 25 ára 1. þ. m.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.