Alþýðublaðið - 10.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ 1 ALPÝIMJBLAÐlfD < kemur út á hverjuni virkum degi. i i I Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. ð1/^—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Þingmaður tsfirðinga. Alpýðublabið hitti einn af bankastjórum Landsbankans og varð tilrætt um pingmensku Sig- urjóns Jónssonar, útibússtjóra bankans á ísafirði. Kvað banka- stjórinn ráðningarsamning bank- ans við útibússtjórann á pá leið, að hann mætti ekki bjóða sig fram aftur til þingsetu, en hefði leyfi til að gegna þingmensku- starfinu kjörtímabilið út. Þetta væri sú regla, sem tekin hefði verið upp við bankaútibússtjór- ana Jón A. Jónsson og Eirík Ein- arsson. Bankastjórinn gat þess ur.: leið, að mjög óheppilegt væri að útibússtjóri sæti á alþingi. Eftir þessum samningi getur bankastjórnin að vísu ekki skipað Sigurjóni Jónssyni að segjá af sér, en þess er að gæta, að samn- 'ingurinn var gerður áður en vit- að yrði til þess, að kosningarat- höfn færi fram í Isafjarðarkaup- stað eins og annars staðar sakir Jandkjörs á manni í stað Jóns heitins Magnússonar. En banka- stjórnin gæti samt skotið því til útibússtjórans, hvort ekki væri réttast fyrir hann að segja nú af sér, úr því að kosning á manni í stað hans þyrfti ekki að hafa neinn aukakostnað í för með sér. Það*er alveg rétt hjá bankastjór- anum, að óheppilegt er, að ýti- bússtjóri sitji á þingi, og á það ekki sízt við um útibússtjóra í fiskveiðabæ eins og ísafirði, þar sem vertíð hefst um líkt leyti árs og þingsetan. Á hinn bógmn horfir málið þannig við fyrir útibússtjórann, að honum ,er með þessu gefinn kostur á að sýna, að hann vilji láta sér ant um hið nýja starf sitt. Hatin ætti því_ jafnvel án þessarar bendingár að grípá tæki- fÉerið, og ekki 'ætti þáð að aftra honum, að hann veit, að hann situr á þingi í krafti rangfenginna atkvæða að einhverju Ieyti. Nú berst honum tækifæri til að gera enda á því ranglæti við nieiri hluta kjósenda á ísafirði og sýna jafnframt og með því alúð við starf sitt. En — treystist nú ekki stjórn Landsbankans til að ganga svo nærri samningi sínum við útibús- stjórann að gefa honum þessa bendingu, ’og hafi hann sjálfur ekki nógu næma sómatilfinningu til að segja af sér, þá er ekki annað sýnna en að réttast sé, að meiri hluti kjósenda á ísafirði neyði hann til að segja af sér með því að lýsa kröftuglega yfir því, að þingseta útibússtjórans sé í fullkomnu trássi við vilja kjós- énpanna. Esperantoþingið. Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. 7. Enn um áhrif þingsins. í Esperanto-grein þeirri, sem Al- þýðublaðið flutti fyrir fullu ári, skýrði ég í fáum orðum orsök þess, að dr. Zamenhof kom fram með tungumál sitt. Honum rann til rifja óvild sú og skilnings- leysi, sem átti sér stað milli þjóð- flokkanna, og hann sá það gerla, að sameiginlegt má! niyndi verða til að bæta úr þessu. Þá gætu mennirnir skilið hverir aðra. Og það er staðreynd, að þegar svo er komið, þá á samúðin hægara með aÖ festa bræðralag þeirra. En það var hin mikla hugsýn Zamenhofs, að allar þjóðir skyldu mynda „unn grandan rondon fa- milian" (einn mikinn fjölskyldu- hóp). Auðvitáð mál er það, að sú hugsjón á langt í land, en þó miðar stöðugt í áttina, og eiga jafnaðarmenn drjúgan þátt í því, enda er það einhver hin helgasta skylda þeirra, ef þeir vilja bera hið fagra nafn sitt, jafnaðarmenn, með réttu. Þing esperantista eru og þýðingarmikil í þes.su tilliti. Þar kynnast menn af fjarskyldum éða fjandsamlegum þjóðum og læra að skilja hverir aðra, meifa en að eins orðin, hugsunarháttinn líka, og þeim lærist þá um leið að elska aðrar þjóðir, .því að þar eru líka menn með hjörtum og tiífinningum. Um þessa fundi mætti nota orð Daviðs: „Þar bergir Prússinn Bretans full, en Bretinn Frakkans skál.“ Sízt ber að neita því, að á ýmsum öðrum alþjóðafundum á það sér Iíka stað, en samt er talsvert til í því, sem einhver fyndinn náungi sagði um muninn á þeirn og Esperanto-þingunúm: „Hér hittir maður mann, en par mœtcist tóm vísindi.“ Þetta 'er. ein- mitt hið mikla séreinkenni Es- peranto-fundanna. Þar eru allir fyrst og fremst menn. Ég get sagt fyrir rnitt leyti, að mér fanst sem ég væri þarna meðal gam- alla vina, sem ekki hefðu séð mig lengi, og væru nú glaðir yfir endurfundunum. Auðvitað hafði ég engan þeirra séð áður nema Þórberg tvisvar. En svona er það alt af á þessum þingum. Samúðin, nróðernið, kærleikurinn hafa þar fuil tök á hugum manna, og á- hrifa þeirra gætir víða og lengi. Menn verða betri við að taka þátt í þingunum. Þeir sækja þangað þann andans auð, sem þeim mun lengi endast og þeir einnig dreifa út frá sér eftir heim- komuna, því að margir eru þeir, sem þar fyllast guðmóði og heitri þrá að leggja fram alla sína krafta til þess að minka misskiln- inginn, óheilindin, sundrungina og fjandskapinn í heiminum. Og það er göfugt hlutverk. Þetta ex í stuttu rnáli hin mikla innri þýðing þinganna. Og þetta þing var sízt lakara en önnur, að vitnisburði fróðra manna. Það er ekki hægt að meta þetta starf þess til verðs, og þó Esperanto gerði ekkert annað gagn en þetta, þá væri það samt næstum því ó- metanlegt. En Esperanto hefir líka beina fjárhagslega þýðingu fyrir utan þá óbeinu, sem liggur í því, að það dregur úr styrjöldunum, sem heimta jafnan mikið • fé, þótt það sé nú reyndar það minsta ilt, sem þeim fylgir. Esperanto greið- ir öll viðskifti svo stórkostlega og léttir tungumálanámið, því að það eitt kemur í staðinn fyrir öll önnur mál, vitanlega auk þjóð- tungunnar. Það er þyí alveg sama, hvort menn dýrka efnið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.