Alþýðublaðið - 10.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1926, Blaðsíða 3
eða ándann, eigin gróða eða ’al- þjóðaheill. Þeir hljóta allir að við- urkenna gildi og þýðingu Esper- antos, því að þess gætir á öllum sviðum. Og þeim sjálfum er það fyrir beztu að fylkja sér sem fyrst undir græna stjörnufá'nann, merki vonarinnar, tákn Esperanto-hreyf- ingarinnar. Það þarf ekki að ótt- ast, að efnishyggjumenn fái þar of míkil ráð, svo að málið verði viðskiftatunga að eins; — nei, friðarhugsjónin ei; orðin svo sam- gróin málinu, að hún verður ekki frá því skilin fremur en hjartað verður rifið úr lifandi manni án þess, að hann bíði bana af. Sigur Esperantos er því sigur hins góða og göfuga. Vestur-íslenzkar fréttir. FB., 8.—9. sept. íslendingadagurinnn var haldinn í Winnipeg 2. ágúst að venju. Fyrri hluta dagsins fór fram 'alls konar keppni í íþróttum og varð allsherjar-sigurvegari dags- ins Rögnvaldur F. Pétursson. Vann hann sjö fyrstu verðlaun og tvenn önnur verðlaun. „Fjallkonan" (Ida A. Swainson) flutti' ávarp. Stephan G. Stephansson skáld var heiðurs- gestur dagsins og flutti hann þar ræðu. Prestarnir Albert Kristjáns- son, Rögnvaldur Pétursson og Jónas Á. Sigurðsson fluttu og ræður. Að ræðunum loknum fóru frarn glímur, og vann piltur, Kristinn Oliver að nafni, fyrstu verðlaun, en Benedikt Ölafsson önnur og verðlaun fyrir fegurðarglímu. — „Fjallkonan" af- henti sigurvegurunum verðlaunin. — „Heimskringla" kveður áhuga yngri manna fyrir glímunni heldur að dafna. Vestur-íslendinga-bök eða selskinna, sem á að geyma nöfn sem flestra Vestur-íslendinga um aldur og æfi, lá frarnmi í tjaldi einu á skemtisvæðinu, sem Winnipeg-fs- lendingar héldu þjóðhátiðina á. Sel- skinna þessi mun eiga að geymast hér heima með hinni, þegar fólki í öllum Islendingabyggðum vestra hefir' verið gefinn kostur á að skrifa nöfn sín í hana. Skrifari Winnipegborgar var Magnús Peterson nýlega kos- inn. Hann er fæddur í Winnipeg 1883. Faðir Magnúsar var Pétur Magnússon frá isafirði. Ellefu ára misti Magnús föður sinn, en móðir hans var dáin áður. Var hann áð eins á tólfta ári, er hann var tekinn til vika í bæjarritaraskrifstofu AtÞÝÐUBLAÐIÐ Winnipegborgar. Þá veitti þeirri skrifstofu forstöðu ágætismaður að nafni Charles Brown og sá hann 'fljótt, hvað í Magnúsi bjó, og reynd- ist honum hið bezta. Mátti svo heita, að hann gengi honum í föður stað. Árið 1906 var Magnús gerður að aðstoðarmanni Mr. Brown. Og árið 1907 varð hann ritari hinnar svo nefndu ráðgjafastjórnar, er þá var mynduð í Winnipeg. Er Magnús því manna kunnugastur öllum bæj- armálum Winnipegborgar. J. T. Thorson prófessor hefir verið kjörinn þingmannsefni frjálslynda flokksins fyrir Suður- og Mið-Winnipeg við kosningar þar til sambandsþingsins kanadiska, er i hönd fara. Nú síðustu árin hefir hann haft á hendi forstöðu lagaskóla Manitobafjdkis. —_ Joseph Thorson er fæddur í Winnipeg 1889. For- eldrar hans eru þau Stephen Thor- son, ættaður úr Biskupstungum, o’g kona hans, Sigríðúr Þórarinsdóttir. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Matthías Einarsson, Kirkjustræti 10, sími 139 (heima- sími i Höfða 1339). p» ■ * Mullersskóli Jóns Þorsteinssonar, íþróttakenn- ara, er nú aftur tekinn til starfa, svo sem áður hefir frá verið skýrt hér í' blaðinu. Vill Alþýðublaðið benda lesendunr sínuili á, að þár eru kendar hinar velþektu og gagn- legu Míillers-æfingar, sem allir ættu sjálfra sín vegna að kunna og iðka daglega. Mannlaus bifreið rann síðdegis í gær aftur á bak í Bankastræti, lenti upp á gang- stétt og á húsinu nr. 8. Braut hún þar stóra búðarrúðu í verzlun Jóns Björnssonar & Co. Ef ljún hefði runnið áfram niður Bankastræti, var mikil hætta á, að slys hefði af orðið. V Togararnir. „Draupnir" aflaði í 700 kassa. f morgun kom i „Karlsefni" með 900 kassa. Þenna dag árið 1908 kváðu íslendingar niður „uppkastið" sæla við almennar al- þingiskosningar. Samkomur Benwells ofursta. (Frá Hjálpræðishernum.) Samkom- ur þær og fj'rirlestrar, sem Ben- well ofursti heldur i Nýja Bió á mánudaginn og miðvikudaginn byrja kl. 71/2 e. h., en ekki kl. 8V2 eins og stendur á áðgöngumiðunum. Aft- 3 Borðdúkar hv. og misl. Legubekkja* ábreiður. Borð-| dúkadregill. Verzlunin ur á móti verður fyrirlesturinn í dómkirkjunni á þriðjudaginn kl. 8V2 s, d. Sömúleiðis verður móttöku- samkoman í samkomusal Hjálpræð- ishersins á. sunnudaginn kl. 8V?- — Sagt er að austan, að mjög mikil aðsókn hafi verið að samkomum Benwells á Austfjörðum. 200 lítra spíritustunnu kvað hafa rekið í Grindavík ný- lega, og hafi hún, svo sem vera bar, verið afhent hreppsstjóranum þar. Bakkavitinn á Norðfirði verður ekki kveikt- ur framvegis. TiPfróðleiks fyrir „Morgunblaðið“ má geta þess, sem a. m. k. allir aðrir Islendingar vita, að alþýðan treystir ekki og mun aldrei treysta „Lággengis“-ritaranum Jóni Þorláks- syni til að fara með mál hennar, hvorki gjaldeyrismálið né önnur. Veðrið. Hiti 5—0 stig. Átt víðast norðlæg. Snarpur vindur í Vestmannaeyjum. Annars staðar lygnara. Loftvægis- lægð fyrir suðaustan land og önnur fyrir suðvestan land og er hún á leið til suðausturs. Útlit: Víðast norðan- eða norðvestan-strekkingur. Sennilega þurt á suður hluta lands- ins, en éljaveður víða nyrðra og hríðarél i nótt, en birtir sennilega upp á morgun. Aðaláhugamál „Morgunblaðsins“ fyrir kosningarnar er lega togar- anna áfram, þaulseta íhaldsstjórn- arinnar og almentt aðgerðaleysi. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,24 100 kr. sænskar .... — 122,15 100 kr. norskar ... . . — 100,14 Dollar — 4,57 100 frankar franskir. . . — 13,46 100 gyllini hollenzk . . — 183,43 100 gullmörk þýzk... — 108,75

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.