Alþýðublaðið - 11.09.1926, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.09.1926, Síða 1
©eSid út af Alpýduflokkaúm 1926. Laugardaginn 11. september. 211. tölublað. heldur áfraisi fil 20. sept©fi1íIke», á TAUBÚTUM o§§ ádýrúm fataefúum. jyffjl®* Hafncapstræti Srf. Togari rekst á tvo færeyska báta. Þrír Færeyingar drukkna. Sú írétt hefir komið hingað til bæjarins, að togarinn „Jón for- seti" hafi rekist á tvo færeyska nótabáta á Húnaflóa í gærmorg- un. Drukknuðu pr4r Færeyingarn- ir, en 10 björguðu skipverjar á íogaranum. Einnig náðu þeir einu líkanna. Þrír Færeyingarnir méiddust og einnig ofkældist einn af þeim meiddu vegna sjóvolks. Togarinn fór þegar til Hvannns- tanga, og liggja þeir, er meidd- ust, þar í sjúkrahúsinu. Frá rétt- arhöldum út af árekstrinum frétt- ist það síðast, að iíkur bendi til, að báðir eigi nokkra sök á á- rekstrinum. Erleiid símskeyti* Khöfn, FB., 10. sept. Borgarastyrjöldin í Grikklandi. Frá Aþenuborg er símað, að lýðveldisvarðliðið hafi gert upp- reist gegn Kondylis. Stjórnarliðið hefir bælt niður uppreistina eftir ákafa götubardaga. Margir hafa fallið. Þrjátíu liðsforingjar hafa verið handteknir og hefir þeiin verið stefnt fyrir herrétt. Brezk blöð um upptöku Þýzka- lands i Þjóðabandalagið. Frá Lundúnum er símað, að mikið sé skrifað í blöðin þar um upptöku Þýzkalands í Þjóðabanda- lagið. Telja þau, að upptakan ger- breyti stjórnmálahorfum Evrópu og muni flýta mikið fyrir viðreisn álfunnar. Páll fsólfsson. Hann hélt hina þriðju orgel- hljómieika sína í fríkirkjunni í gærkveldi. Stóð 'til, að þéssir hljómleikar væru haldnir fyrri, en varð ekki af vegna heimsóknar Raasteds, danska organleikarans. Páll á hér rnikinn flokk aðdá- enda, — og fer sá flokkur sívax- andi, og er eðlilegt. Listsmekkur áheyrenda hér þroskast nú hröð- um skréfum, og á Páll fsólfsson sinn góða þátt i því, því að hann er einn þeirra listamanna, sem aldrei slær af kröfum, hvorki til sjálfs sín né áheyrenda sinna. Og gott er til þess að vita, að eiga von á áframhaldi af þessum hljómleikum Páls í ve'tur. Er þangað mikinn fróðleik að sækja auk göfugrar skemtunar. Mættu hljómleikar þessir meðal annars verða til þess að hafa hemil á skaðvænum áhrifum kaffihúsa- glainursins á smekk manna fyrir sannri list. — Én eins og marg- tekið er fram, þá er Páll heil- steyptur, full.þroska listamaður, búinn hinum ágætustu hæfileikum og kunnáttu, sem listamann mega prýða, og víðfrægur fyrir snilli sína, og er oss stórmikill fengur í ]iví að hafa slíkan mann hjá oss að staðáldri hér úii á hala ver- aklár. Viðfangsefnin vorU að þessu sinni: Fantasía í G-dúr eftir Bach, Sónata eftir Mendelssohn og Pre- ludium og fúga yfir „BACH‘‘~ nafnið, eftir Lisz't, — alí tilkomu- miklar tónsmíðar, hver annari ó- lík að éfni og yfirbragði, en allar fluttar af eldnióði og einurð, hver með sínum sérstaka blæ. Ber nú meira en áður á persónulegum einkennum Páls sjálfs í leik lians, síðan hið nýja og ágæta orgel kolu í fríkirkjuna. Á hann nú hægra með aö láta njóta sín allan þann iistaþróit, sem í honum býr, og þá afburðaleikni, sem hann hefir yfir að ráÖa. Axel Wold, knéfiðluleikari, lék fjögur lög „sóló“, en Páll lék undir á orgelið. Wold er snjall knéfiðluleikari, — heíir góð tök á hljóðfærinu, mjúkan, fagran tón og styrkan bogadrátt. Hann er ungur rnaður og framgjarn og líklegur til þsss að verða ágætur knéfiðluleikari. Því einu mætli vara hann við, aö hann er stund- um tæplega nógu vandvirkur. En í þetta sinn lék hann hvert lagið öðru betur; — einkum var unun að hlusta á meðferð hans á hinu undurfagra lagi „Váren“ eftir Grieg. Aðsókn að þessum hljómleikum var góð, — og þáð .var ánægju- svipur á áheyrendunum. Þökk fyrir ágæta skemtun! T. Á. Pétur Sigþórsson, Islendingurinn, sem myrtur var í Frakklandi, var ættaðyr frá Kletta- koti í Fróðarhreppi, bróðursonur Sigurðar heitins Kristófeis Pét'urs- sonar. Hefir Sveinn Björnsson sendi- herra shna.ð stjórnarráðiríu ,og skýrt frá því, að fréttin sé komin frá danska ræðismanninum í Roueirí og hafi ræðismaðurinn enn fremur sk-ýrí frá því, að franslutr hásiiti hafi skotiö Pétur heitinn, og ltafi hann dáið þegar. Hafi hann verið jarðaður i fyrra dag í. Rouen. Togarinn Karisefni fór i jgær með afla sinn áleiðis til Englands. Alþýðublaðið er sex síður í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.