Alþýðublaðið - 11.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.09.1926, Blaðsíða 3
11. september 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ar þeirra nái öllum pingsætum eða alt að þvi, þótt hann hefði ekki nema iítið eitt fram yfir helming allra kjósenda, ef hlut- föll milli flokkanna væru lík í öll- um kjördæmum. Þó er enn meiri möguleiki á því, að sami flokkur taki því nær öll sætin, ef flokk- arnir eru þrír. Þá gæti svo farið, að sami flokkurinn tæki öll sæt- in, þótt hann hefði ekki nema litið eitt fram yfir þriðjung allra atkvæða, ef allir flokkar bjóða fjam í öllum kjördæmum. Þegar einnig er athugað, hve kjördæmin á landi hér eru mis- jöfn að fólksfjölda, þá er hugsan- legt, að einhver flokkur geti náð meiri hluta þingsæta, þótt hann hefði næsta iítið fylgi með þjóð- inni. Ef hann að eins gæti marið kosningu í öllum minstu kjör- dæmunum, þar til fullur helm- ingur þingmanna væri fenginn, en væri gersamiega fylgislaus í öll- um hinum kjördæmunum, þá styddist hann aö eins við lítinn hluta af öllum kjósendum landsins. Af öllu þessu verður séð, að sigur flokkanna við kjördæma- kosningar er ekki eingöngu undir gengi þeirra kominn með þjóðinni, heldur veltur mest á því, hvernig fylgi þeirra er skipað niður í kjördæmum. Það er því mjög langt frá því, að lýðræði geti að fullu notið sín, þar sem full- trúar eru kosnir á þenna hátt. Er það brot gegn anda lýðræðis- ins, að sá flokkur, sem ekki hefir meiri hluta þjóðarinnar að baki sér, fari með meirihlutavald á þingi. Og eigi er hitt síður brot, að flokkur sá, sem á mikil ítök með þjóðinni, þótt í minni hluta sé, sé sviftur skilyrðum til að geta átt fo'rmælendur sinnar stefnu á löggjafarþingi þjóðarinn- ar og algerlega lokaður frá því að geta þar nokkur áhrif haft. Það ætti öllum að vera ljóst, að það er óhæfa hin mesta, að sigur flokka við kosningar sé að miklu leyti undir þeirri tilviljun kominn, hvernig fylgi þeirra er skipað nið- ur í kjördæmin. Til þess að full- nægt sé réttlæti lýðræðisins, þá verður að koma því þannig fyrir, að full trygging sé fyrir því, að ætíð verði hin sömu hlutföll milli flokkanna í þingi ,og meðal kjós- enda. Verður það gert með því, ,að allir þingmenn séu kosnir með hlutfallskosningu. Verður ekki hér farið nánara inn á leiðir til úr- lausnar í þeim efnum, enda er auðvelt að afla sér þar dærna til fyrirmyndar frá nágrannaþjóðum okkar, sem þegar hafa lagt niður þessa einmenningskjördæmaskip- un. Ætti það að verða metnaðar- mál allra flokka í þinginu, að þessari réttarbót sé komið á hið bráðasta, og léti enginn sitt eftir liggja í þeim efnum. Væri næsta ólíkiegt, að nokkur þingflokkur væri svo aumlega staddur sið- ferðilega, að hann reyndi fyrst að reikna það út, hvort hann hefði hag af breytingunni eða ekki og legðist á móti fyrir það, að honum gæti í hug komið, að breytingin gerði honum erfiðara um að ná völdum í þingi. Það ætti enginn ágreiningur að geta verið um það, að þánn vég beri að skipa þessum málum, að sem öruggast sé, að þingið sé sönn mynd af vilja og stefnu þjóðar- innar. G. Ben. (,,Verkamaðurinn“.) Esperantoþingið. Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. 8. Edinborg. Ég hefi nú sagt nokkuð frá þinginu í stórum dráttum og ætla þá að efna loforð mitt við for- ráðamenn Alþýðublaðsins og fara fáeinum orðum urn Edinborg og ef til vill fleiri staði. Auðvitað verður það hvorki heilt né hálft. En á sjálfri höfuðborginni byrja ég, enda dvaldi ég þar þennan hálfa mánuð, sem ég var í Skot- landi. Svo sem kunnugt er, liggur Edinborg sunnan til við Forth- fjörðinn, ekki langt frá sjó. Borg- in stendur á fögrunr stað, hæðum og dældum. Þar voru áður smá- vötn, en hafa nú verið þurkuð upp. Verður síðar sagt nokkru nánara frá sumum þeirra. Um- hverfi borgarinnar er fagurt mjög. Að sunnan eru akrar og engi; að austan er hæð ein mikil, en í norður sér yfir Forth-fjörðinn og alt norður á Five. Edinborg er hvort tveggja í senn, merkur sögustaður og ný- tízkuborg. Þar eru margar og merkilegar byggingar, og eru þær flestar úr steini gerðar og gnæfa hátt, því að grunnur er dýr. Verð- ur síðar sagt nokkuð frá sumura merkustu byggingunum. Það hefir lengi bagað Edinborg, að hún hefir ekki haft greiðan að- gang að sjó. Leith (iíþ) hefir ver- tð sérstæð borg og alls ekki vilj- að sameinast Edinborg. Höfðu þær báðar af þessu óhægindi ýms. Þess má t. d. geta, að hús ýms stóðu yfir borgarmærin, og urðu eigendurnir að greiða skatta til beggja borganna. Urðu oft deilur út úr þessu. En árið 1920 varð loks af sameiningu, og runnu þá einnig fleiri þorp undir nafn Edin- borgar. Nær Edinborg nú yfir svo stórt landflæmi, að að eins tvær borgir í Stóra-Bretlandi eru víð- lendari, Lundúnir og Birmingham (bör-). En jbúarnir eru rúmar 400 þúsundir, óg þykir það ekki mikið í Bretlandi. Taiið er, að þessi sameining borganna hafi talsverða þýðingu fyrir báðar og það til góðs. Er nú búist við, að Edinborg geti kept við Glasgow sem verzlunar- borg, en sem ferðamannaborg stendur hún miklu framar. (Meira síðar.) I vokulok. (Klettaijallaskáldinu mikla, Step- hani G. Stephansson, hélt Þjóðrækn- isfélag Vestur-lslendinga heiðurssam- sæti. Fluttu honum þar ávörp m. a. forsetí félagsins, séra Jónas A. Sig- urðsson, og ritstjórar beggja Winni- peg-biaðanna íslenzku, Sigfús Hall- dórs frá Höfnum (,,Hkr.“) og Jón J. Bíldfell („Lögb.“). Skáldið svaraði með ræðu þeirri, er hér fer á eftir, tekin eftir „Hkr.“) Góðvinir, konur og karlar! I. Löngum hefir mér virzt það vandaminna að svara fyrir sig, þegar að manni var hnýtt, en væri manni hrósað, — éins heimskt og það þó er að bila, þegar bezt er til marins gert, og skorta hug til að heyra sitt eigið lof, — að heykjast við að verða öðrum margskyldugri en áður og óánægðari við sjálfan sig, að vera þess viss, að aldrei hafi maður náð tám verkanna, þangað sem hann hafði hæla viljans og von- anna. Á þeim gatnamótum til-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.