Alþýðublaðið - 15.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.09.1926, Blaðsíða 3
15. sept. 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Byrjið í dag, en ekki á morgun! Hreysti, fegura og gleði eru kjör- orð æskunnar. Ipróttavinur. Tímarlt Þjóðræknisfélags íslendinga. VII. ár. Þjóðræknisfélag Vestur-íslend- ipga er nú sjö ára gamalt og kornið svo vel á legg, að varla þarf að óttast, að barnasjúkdóm- ar verði því að aldurtila héðan af. Forseti þess kvað meira að segja svo sterkt að orði á sjötta árs- þingi þess í fyrra, að „það lifir nú með svo styrku lífi, að það myndi taka okkur töluverðan tíma að drepa það, þótt við Jegð- umst allir á eitt“. Félagar þess voru í fyrra hátt á áttunda hund- rað, langflestir i Canada. Tímarit félagsins ber og lífs- þrótti þess vitni. Það er í mjög stóru átta blaða broti, og er þessi árgangur 146 og 36 blaðsíður, prentaðar á stríðgljáandi paftpír og í litprentaðri kápu. Fyrsta síða hennar er skrautiega dregin af skáldinu og listamanninum Þ. Þ. Þ. Efni ritsins er mikið og fjöl- breytt. Hefst það á tveim kvæð- um eftir Stephan G. Stephansson. . Mæla þau með sér sjálf. Þá eru hugleiðingar um Nýja Island, er nefnast „Aftur og fram“ og eru eftir Eggert Jóhannsson. Eru þær vel ritaðar', og konia þar fram hugmyndir og tillögur til viðhalds byggð í sveitum, sem slíkar er óvanalegt að heyra frá manni, sem rifjað getur upp fimmtíu ára minningar. Kvæði og smásaga eru þar eftir Guðmund Friðjónsson. Kvæðið' er gott, en sagan hlægi- legur samsetningur, þótt ekkert sé ldægilegt í sögunni. „Gamalt og gott — og ilt“ heitir endalaus grein eftir Steingrím Matthíasson, sem skemtilegt er að lesa, ekki sízt fyrir það, hve margar skoð- anir og það hverja annari and- stæða höfundi tekst að hafa í greininni. Vísur og kvæði og stök- ur eru í ritinu eftir Pál heitinn Ólafsson skáld, lipurkvæðasta skáld íslendinga á síðari tímum, og eru þau ekki áður prentuð í ljóðasafni hans að því, er ritstjóri „Tímaritsins", séra Rögnvaldur Pétursson, hyggur. Ein af stök- unum er þessi um „Nýjar Ijóða- bækur“: „Það ég sannast segja vil um sumra manna kvæði: Þar sem engin æð er til, ekki er von að blæði." Sigurður Skúlason skrifar fróð- lega grein um Þjórsárdal, og er þar í reynt að rekja örlög Gauks hins frækna Trandilssonar, er Ás- grímur vó, fóstbróðir hans, Ell- iða-Grímsson. Æfintýri, „Góður sonur“, og saga, „Majór Sigur- ney“, eru í ritinu eftir J. Magnús Bjarnason, söguskáldið kunna, höfund „Eiríks Hanssonar“, og sjónleikur, „Svarti stóllinn“, eftir Jóhannes J. Pálsson, alláfengur. Páll Bjarnason kennari skrifar tvær greinar um málfræðileg efni frá svo rækilega íslenzku sjónar- miði, að trúlegt er, að flesíum íslenzkufræðingum verði nóg boð- ið. Er önnur um „Orðakver" Finns Jónssonar, og er þar allóvægilega deilt á prófessorinn og vafalaust fullharðlega, þótt sumt sé á nokk- urum rökum bygt. Hin greinin er um orðtakið „þriggja sýna austr“, og fer Páll sennilega með rétt um, af hvaða orði „sýna" sé beyg- ingarfall, þótt skýring hans sé að öðru leyti hvorki ljós né senni- leg. „Alþýðumentun á fslandi“ heitir grein eftir Jónas J. Hún- fjörð, og lýsir hún allvel mentun- ar-skilyrðum og -ástandi alþýðu á öndverðum síðara helmingi síðast liðinnar aldar. „Sitt af hverju frá landnámsárunum“ er næst aftast í ritinu, og eru þar ýmsar heim- ildir í skýrslu- og Ijóða-formi um Marklands-nýlenduna íslenzku í Nýja Skotlandi, er undir lok leið bráðlega, en lestina rekur frásögn af sjötta ársþingi Þjóðræknisfé- lagsins eftir fundarbók þess 1925. Af þessu yfirliti má sjá, að all- margt mjög læsilegt er í riti þ.essu, og er líklegt, að margan fýsi að njóta þess af eiginni sjón. Það er sjálfgefíð líka, að hver sá, sem kaupir ritið, styrkir með því Einar ská'aglam: Húsið við Norðurá. er að segja, ef misskilningnum hefði ekki verið haldið uppi viljandi. Það var það; — misskilningnum hlaut í einhverjum ókunn- ,um tilgangi að hafa verið haldið uppi vilj- andi! Og af hverjum ? Auðvitað af Owen sjálfum! Nú, en þá Maxwell þjónn, hinn rétti, skósveinn Owens höfuðsmanns, — var hann þá yfir höfuð fallinn? Eða var hann á lífi og í vitorði með' höfuðsmanni sínum? Og hver var tilgangurinn ? Hver gat verið mein- ingin? Var hún glæpsamleg? Og hvernig hafði leikurinn borist til tslands, upp í Borg- arfjörð, þessa brosandi sveit, þar sem varla hafði verið drepinn maður síðan Snorri Sturluson tólf hundruð fjörutíu og þar um bii. Svo sló það hann alt í einu, að það hafði komið flatt upp á alla, þegar hann, sýndi þeim myndina af líki „Maxwells", — það er að segja Owens höfuðsmanns. Alla hafði rekið í rogastariz — Mrs. Maxwell og ,com- modore1 Owen — yfir því, að hann skyldi væra með mynd af líki Owens, — og það af því, að það hafði ekki fundist. Allir höfðu orðið hissa nema Miss Cornish. Hún hafði neitað að þekkja myndina — sem hún auð- vitað hafði þekt —, en brugðið hafði henni ekki. Hún hlaut eftir þeim bókum að hafa átt von á því, að til gæti verið inynd af líki Owens. Hún hlaut því líka að hafa vitað, að Owen féll ekki við Dinant. Auðvdtað hafði henni verið kunnugt um það; það sannaði bréfið, sem hún hafði fengið úr Borgarnesi. Eða hafði það verið frá Smith majór? Eða hafði hann ekkert verið flæktur við þetta mál, og var það til- viljun ein, að morðið á majórsgarminum og Owensflækjan blöstu við af sama leiti? Og því hafði Owen ekki eftir ófrið farið til unnustu sinni og kvongast henni, eins og alinent þó er gert? Og því — ? Og hvers vegna —? Og hvernig —?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.