Alþýðublaðið - 16.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ [alþýðublaðib j kemur út á hverjum virkum degi. í Aígreiðsla í Alþýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. < til kl. 7 síðd. J Skrifstofa á sama stað opin kl. < 9V2—10 V2 árd. og kl. 8—9 siðd. J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 5 (skrifstofan). J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu simar). Verðmætasta orkan. Ef vér erum á ferð eftir æfa- gömlum troðningi, verða oftast margir krókar á leiðinni. í margar aldir hafa hestar og menn farið sömu götuna, seni einhver fór af tilviljun endur fyrir löngu. Langar leiðir eru stundum svo, að næst- um eru eingöngu bogar og bugð- ur og krákustígir, pó að tiltölulega auðvelt sé að gera nokkurn veginn beinan veg og stytta leiðina að miklum mun. Ef öllum peim tíma og erfiði, sem öld eftir öld hefir farið í pað að præða krókana, hefði verið varið til að gera vegina beinni og betri, pá hefðu bæði fyrri kynslóðir og vér, sem nú lif- um, getað haft beina og góða vegi að ávöxtum pess starfs, sem öld eftir öld hefir að mestu farið að forgörðum, af pví að pví var ekki beint i rétta átt. Enn pá er skipulagsleysið oss til hinnar mestu ópurftar, svo að eigi parf pess vegna að lá fyrri kynslóðum sóun vinnuaflsins. Hjá oss eru fjöldamargir atvinnulausir, pó að vart sé hægt að telja pau verk, sem óunnin eru og úrlausn- ar bíða. í dag er líklegt að menn fái að heyra tillögur um nýtíngu ónotaðs vinnuafls manna í pessum bæ. Að fyrra bragði skulum vér vona, að bæjarstjórnin í heild skilji hlutverk sitt, bjóði pví vinnu- aflinu, sem allra vinnuafla er verð- mætast. af pvi að verstar eru af- feiðingar peirrar bruðlunar, ef pvi er sóað til einskis, — starfsafli vinnufusra manna, í pjónustu bæj- arfélagsins, til pess að jnna af hendi verk, sein gagnleg eru og purfa að komast í framkvæmd. Þess verður að krefjast af peim, sem kosnir hafa verið forráðamenn bæjarfélagsins, að peir gangi beint til verks að pví, sem heildinni er hollast og alpýðunni er nauðsyn- legast, og taki peim fram, sem geta ekki til annars hugsað en að fara alt af sömu krókana, af pví að eitthverí hross labbaði pá einu sinni. Siðlaust athæfi. Á sunnudaginn tóku farpegar i bifreið á Ieið til Þingvalla eftir pví á heiðinni nokkuð langt fyrir) ofan Miðdal, að maður var skríð- andi rnilli púfna skamt frá veg- inurn. Þótti peim petta undar- legt, og hugðu, að maðurinn væri fullur eða ósjálfbjarga á annan veg. Gengu peir pví til hans. Sást pá, að petta var unglingsmaður, og lá hann parna hjá nojdtrum rjúpum nýskotnum. Var paí byssa hjá. Bifreiðarfarpegarnir spurðu manninn að nafni og heimilis- fangi, en hann varðist allra frétta, og fengu peir engu tauti við hann komið öðru en pví að benda hon- um á, að rjúpur myndu vera frið- aðar um petta leyti árs. Það er furða, að nokkur maður skuli vera svo farinn að geta fengið sig til svo siðlauss athæf- is sem pað er að drepa saklausa fugla og par á ofan friðaða á sjálfan sunnudaginn. Má kallast undarlegt innræti að hafa skemt- un af sliku, pví að varla getur pað verið gert í atvinnuskyni. Að minsta kosti ætti mönnum ekki að ganga vel með sölu á rjúpum í sumarfiðri. Dm dagkix og weglsaii. Næturlæknir er í nótt Halldór Hansen, Mið- stræti 10, sími 256. Nýtt jafnaðarmannablað • byrjar í næstu viku að koma út í Vestmannaeyjum. Verður nafn pess „Eyjablaðið". Alpýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum ætlar að gefa pað út. — Eflist samtök alþýð- unnar! Ókomnir fram eru enn pá málararnir Finnur Jónsson og Tryggvi Magnússon. Eins og áður befir verið skýrt frá bér í blaðinu, fóru þeir upp í ó- byggðir fyrir 3V2 viku. Ráðgerðu peir að koma að Öskju og fara siðan til byggða norður. Höfðu þeir með sér mat til þriggja vikna, og samkvæmt þeirri áætlun mun hann hafa þrotið á mánudaginn var. Hef- ir ekkert frézt til þeirra, síðan þeir lögðu á óbyggðirnar. Nú standa yfir fjárgöngur, • og hafa gangna- ménn verið beðnir að skyggnast eftir þeim. Er sjálfsagt að gang- skör verði gerð að því hið bráð- asta að reyna að rekja slóð þeirra, til þess að koma þeim til hjálpar, ef þeir þurfa á að halda. Veðrið. Hiti 6—1 stig. Átt austlæg, nema suðlæg á Norðurlandi. Stinnings- kaldi í Reykjavík og á Reykja- nesskaga. Annars staðar lygnara. Loftvægislægð við Suðvesturland á leið til austurs. Útlit: Austanátt, hvöss á Suðurlandi og vaxandi nyrðra, einnig vestra í nótt. Regn á Suðurlandi. Þurt nyrðra í dag, en deyfa í nótt og dúlítið regn á Vesturlandi. Minervufundur er í kvöld. Sjá auglýsingu! Bæjarstjórnarfundur er í dag. Tólf mál eru á dag- skrá, þar á meðal fundargerð at- vinnuleysisnefndarinnar, sem svo er nefnd í skjölum bæjarstjórnar- innar. Hefir hún lagt til, að borg- arstjóranum sé falið að safna at- vinnuleysisskýrslum, er sýni ástæð- ur atvinnulausra manna og atvinnu þeirra undanfarið. Á fundi hennar var rætt um „fjárhagsástæður bæj- arins og hugsanlegar atvinnubætur“. Kjörstaður. Skólanefndin hefir fyrir sitt leyti heinrilað, að kosningarnar 23. okt. í haust fari fram í bamaskólahús- inu. EsperantO'kensla. Skólanefndin hér hefir heimilað Ól. Þ. Kristjánssyni afnot kenslu- stofu í barnaskólanum að kvöld- lagi í vetur til kenslu í Esper- anto, og sé tilhögun kenslunnar gerð í samráði við skólastjórann. Heilsufarsfréttir. Þar eð landlæknirinn er ekki í bænum og héraðslæknirinn er er- lendis, hefir Alþbl. snúið sér til Friðriks Björnssonar læknis, sem annast störf héraðslæknis í fjar- veru hans, og fengið þessar upp- lýsingar: Hér í Reykjavík er einn taugaveikissjúklingur frá síðustu viku. Dálítið er um kvefsótt og hálsbólgu. Annars er heilsufarið í borginni yfirleitt gott. Allsherjarsóknarnefndarfundur þeirra safnaða, er til geta sótt, verður haldinn hér í Reykjavík 19. —21. október n. k. Aðalmálin, sem um verður rætt, eru: Kristindóms- fræðslan og kristindómur og stjórn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.