Alþýðublaðið - 27.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 »€iiikeamleg barðagaaðjerð!“ Eitthvert n.(ámenni) skrifar grunnhygnislega grein í Morgun- blaðið 22. þ. m. með þessari yfir- skrift. Fræðir hann fyrst lesendur á því, að fulltrúar í bæjarstjórn séu 16!!! Það er sama sannleiks- kendin þar megin. Fárast hann síðen mjög yfir því, að ólafur Friðriksson hafi skrifað .ofsafengna grein í Aiþbl. og skýrt þar vís- vitandi rangt frá máiavöxtum". Hvað er það sem rangt er skýrt frá í áminstri grein? Það gleymist að geta þess. í greininni stendur: „Sjálfstjórnarhöfðingjarnir hötðu komið sér saman um, að þeirra raenn skyldu vera í öilum meiri- háttar nefndum, og enginn hinna komast í nokkra nefnd nema eftir því sem Sjálfstjórnarhöfðingjarnir höfðu áður gert samþykt um.“ Þetta er nákvæmlega rétt skýrt frá, eftir framkomu þeirra að dæma, og þótt n ... segi að jafn- aðarmenn séu í flestum nefndum, þá er því þannig varið að Sjálf- stjórnarhöfðingjarnir hefðu eins getað skipað nefndirnar á fundin- um, því það hafa þeir gert fyrir fund, en leikið svo skollaíeik með grímukiæddri kosningaaðfeað, sem er sama eðiis og grein n.., ekk- ert anntsð en vísvitandi blekking á iymskuiegasta hátt gagnvart verkamöanum og þeirra fuiitrúurn. Jafnaðarmenn eru í engri nefnd nerna eftir Sjálfstjórnarhöfðingj- auna geðþótta og í mikilsverðnstu nefndinni: Skattanefndinni, er enginn fnlltrúi verkíimanna, og er það gerræði gagnvart verka- raönnum, sem verða að gjalda þunga skatta af rírum tekjum, og siíks tiltækis munu verkamenn rainnast síðar. Það var ékki jafn- aðarmönnum til falls í Þýzkalandi að þeir voru keflaðir í 15 ár, og þessi ráðstöfun mun ekkl sliga þá íslenzku. Framkoma Ó. F. lýsir ekki „ill- viljuðum ruddaskap" eða „aula- bætti" eins og n . . segir. Það er framkoma meirihlutans í bæjar- stjórn sem slíkt fremnr. Annars 'öunu allir borgarar með heil- krigðn skynsemi og dómgreind slíka framkomu. í bæjarstjórn eru fulltrúar bæj- arins, sem eiga áð sjá um hag og velferð hans og borgaranna sem bezt; þess vegna er það árfð- andi að öll samvinna sé þar sem bezt, hefnigirni og ráðríki eiga ekki að skipa þar hásæti. Til bæjarstjórnar er kosið hlutfalls- kosningu, og hvað svo sem lög og fyiirmæli fyrirskipa, er það rökrétt afleiðing þeirrar kosninga- aðferðar, að sú sama sé látin gilda til nefnda innan bæjarstjórnar. Og ef hlutfallskosning til nefnda er beint lagabrot, sem vafalaust er ekki, þá þarf að breyta þeim fundarsköpum. Þau eru „úrelt þing", því „tímarnir breytast og mennirnir með". Þess vegna þurfa öil lög sem mennirnir starfa undir að breytast með tímanum. Hér þarf fullkomið samræmi, og það er alt sem mælir með því að þessi aðferð verði tekin upp. Tveir flokkar skipa nú bæjar- stjórn, efnamenn og alþýða, með gerólílcar skoðanir. Þessir flokkar eiga báðir skýlausa heimtingu á, í réttura hlutföllura, að taka þátt í nefndum til undirbúnings mála þeirra er fyrir liggja, og sá flokkarinn sem sannar, að sinn málstaður sé affarasælli fyrir heild- ina eða bæinn, hans tillögur á að samþykkja, en ekki tillit til ein- stakra manna. Það er réttlætið, alúðin og skylduræknin sem eiga að ráða þar, en ekki eiginbags- munir, hroki og blekkingar. Hér að framan hefi eg sýnt Ijósiega fram á, að það er ekki Ó. F,, sem notað hefir „einkenni- lega bardagaaðferð", heldar er það meirihlutinn í bæjarstjórn. Sömu mennirnír sem tilheyra þeim flokki er leigt hefir n . . fyrir skaut- hund sinn, ennfremur er hér sann- að að það er ekki Ó. F., sem skýrir vísvitahdi rangt frá mála- vöxtum, heldur er það herra n.. sem það gerir, og er því þeitn ásökunum vísað til föðurhúsanna aftur, þar sem þau munu getin vera til þess eins að þóknast hús- bændunum. Til andstæðinga jafnaðarstefn- unnar vil eg að éndingu segja, og nær það til hins fyrnefnda meirihluta, trúaðra og vantrúaðra og einnig til kauprnannsins sem þáði úr bæjarsjóði 7,525 kr. 15 au. fyrir að flytja hús sitt (Lvg i), að fáni íslenzkra jafnaðarmanna er hvítur fáni réttlætis, kærleiks og friðar. Réttlætís í hverri mynd, kærleiks til meðbræðra vorra og systra. Hinn lítilmótlegasti maður er bróðir vor o. s. frv. Frið vilj- um við við alla menn. Við viljutn vinna fyrir málstað vorn að nauð- synjamálum þjóðfélágsins í friði, en aðferðir og athafnir acdstæð- inganna geta breyttt um lit í fán- anum og gert hann ranðan. Ef ekki er hægt að vinna að stefnu jafnaðarmanna undir fána friðar- ins, verður sá rauði að sjálfsögðu tekinn upp, en það er á valdi ykkar — stórvirðulegu andstæð- ingar, ábyrgðin er ykkar. Rvík 25. febr. 1920. Magnús V. Jóhannesson. Þetta og hitt. A. Werner próf. í efnafræði við háskólann í Ziirich í Sviss, lézt 52 ára gamall 15. nóv. síðastl. Hann fékk Nóbels- verðlaunin fyrir efnafræði 1913. Indland framleiðir að meðaltali árlega 2 milj. smálesta af reyrsykri og *■/» milj. smál. af pálmasykri, en parf pó að flytja töluvert inn. Sá syk- ur kemur aðallega frá nýlendum Hollendinga (Java). Fyrir 10 árum voru um 29 milj. ekra hveitiakrar á Indlandi, og fékst af þeim 9 milj. smálesta, en af því hveiti voru 9/10 hlutar étnir í landinu sjálfu; aðeins ^/ío flutt- ur út. Biblían hefir verið þýdd á liðlega 400 tungumál. Ekki hefir gengið vel að gera hana skiljanlega á öllum þeim málum. Orð eins og t. d. guðs lamb voru óskiljanleg Græn- lendingum, því þeir höfðu aldrei séð lamb — aldrei kind. Sjá það guðs lamb var því þýtt á Græn- lenzku: Sjá þann guðs kóp. Peningarnir eru elilzi ail [teirra Mnta sem gera skal. Vitsmunir og samtök ern þau öfl sem sigra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.