Alþýðublaðið - 17.09.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.09.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ekki flutt ágóða sinn út úr land- inu ?“ 9 „Til þessa hefir í sérleyfisskil- yrðunum verið ákvæði um, að útlent félag eigi rétt á að flytja út í erlendum gjaideyri fyrir milligöngu rússneska ríkisbank- ans löglegan réttindis-ágóða sinn að reikningsári loknu. Ríkisbank- anum er með öðrum orðum lögð skylda á herðar að hafa nauð- synlegt fé til greiðslna til út- lends félags. Rússum er vitaskuld sérstak- iega ant um iðjugreinir, par sem unnið er úr rússneskum hrádfn- um til pess að purfa ekki er- lends innflutnings. Þýzkar og póiskar verksmiðjur hafa að sumu og öllu leyti verið fluttar til Rússlands, og frá Pýzkalandi bætist að staðaldri við. Fjöldi verksmiðja, sem liggja aðgerðalausar í öðrum iöndum, gætu fengið nóg arðsamt að gera í Rússiandi.“ — Ura dagl^ ot| .veglpas. Næturlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Stúkan íþaka fer upp að Elliðavatni næsta sunnudag kl. 1 frá G.-T.-húsinu, ef veður leyfir, og verður J)á dreginn þar upp fáni. Staðurinn er fagur. Mjög ódýr bifreiðaför. ÖIl ineð! Fréít til málaranna. I gær kom frétt um, að tveir menn hefðu fyrir nokkru komið á bæ í Skaftártungu, keypt sér par nesti og haldið upp i óbyggðir, Fréttin var óljós. Var þegar sent fyrirspurnarskeyti austur að Kirkju- bæjarklaustri til að fá vitneskju um, hvort þessir menn hefðu’ verið máíararnir Tryggvi Mágnússoii og Finnur Jónsson. Sem betur fór reyndist svo vera. í morgun kom svarskeyti frá Kirkjubæjarklaustri, og segir þar, að íninst hálfur mán- uður sé Iiðinn, síðan þeir lögðu aft- ur á fjöjlin. Kvaðst Lárus í Klúustri skylclu síma um þetta nánar síðar, • en fyrst mun þurfa að senda þaðan í Skaftártungu til þess að fá fyllri upplýsingar. Knattspyrnusigur. í úrslitaknattspyrnu í gærkveldi gaf „Víkingur" „K. R.“ leikinn að óreyndu sökum þess, hve fámennir „Viidngar“ voru. Kappleiki þreyttu „Fram“ og1 „Valur", og vann sinn hvort þeirra. í allsherjarkeppninni hefir „K. - R.“ boriö sigur úr být- um. Hefir það unnið alia knatt- spyrriubikarana sex, sem um hefir verið kept hér í sumar. Veðrið. Hiti 10—6 stig. Átt víðast aust- læ^. Snarpur vindur á Raufarhöfn, annars staðar lygnara. Loftvægis- lægð við Suðurland. Otlit: Suðaust- læg og austlæg átt og regnskúrir á Suðvestur- og Suðaustur-Iandi, all- hvöss austanátt og regn á Norðaust- urlandi, en þurt og vaxandi norð- austanátt á Norðvesturlandi. Slökkviliðið v*ar kallað í gær ti! að gæta að, hvort kviknað væri í þvottahúsinu „Mjallhvit", þvi ,að þeir, sem fram hjá gengu, sáu, að þaðan iagði ö- venjumikla gufu. Orsökin var þó að eins sú, að gufuketillinn hafði verið hitaður of nrikið, svo að guf- an streymdi út frá öryggishönun- um. Áskriftum að „Eyjablaðinu" er veitt mót- taka á afgreiðsiu Alþýðublaðsins. Áh.eií á Strandakirkju, frá Oddi kr. 5,00. Húsasmiðameistara hér í bænum hefir byggingarnefnd bæjarstjörnarinnar viðurkent nýlega þá trésniiðina Magnús Guðmunds- son, Stýrimannastíg 3, og Kristján Benediktsson, Laugavegi 52. „Margí er skrítið í Harmoniu", sagði karlinn. Burgeisablað á Siglufirði, sem nefnt er „Framtíð- in“, flytur þá frétt, að ráðstjórnin rússneska hafi brotið stjórnarskrána. Þá frétt þarf „Mgbl.“ að taka upp, þótt hún sé varla búin til í Póllandi. Verksmiðjurnar eru víðar til. Skipafréítir. „Suðurland" kom síðdegis í gær frá Borgarnesi. Von er í dag á „Hannesi ráðherra" af veiðum. Á landkjörslista íhaldsins hefir „Mgbl.“ nú boðað að verði Jónas Kristjánsson lækn- ir og Einar Helgason garðyrkju- stjóri. Ísíisksala. í gær seldu afla sinn í Englandi togararnir „Karlsefni“ fyrir 1054 steriingspuiid og „Draupnir" fyrir 934 sterlingspund. Klæðaverksmiðjan Gefjun á Akureyri hefir sett upp útsölu -hér í bænum, og .verður hún opnuð á morgun. Útsalan er í Ingólfs- stræti 23 fyrst um sirin, og veitir Sig. Sigurz kaupmaður henni for- stöðu. Klæðaverksmiðjan framleið- ir dúka af mjög margvíslegri gerð með fjölbreyttum litum og smekk- UiKartau tvibreið, áður 18 kr„ nú 10 kr. mtr. ©fl*eng|a fafatan, áður 6.50, uú 3.25. Molskisin, áður 6.90, nú 2.00. ¥eFzlinaIn Biln Hristiánssofl. Jegum. Er sjálfsagt að kaupa heldur innlenda dúka en erlenda, svo framarlega áð ípinsta kosti sem verð og gæði standa jafnfætis. Gengi erlendra mynta í dag: Það er óbreytt frá í gær. Fjólumaður „Mgbl.“ getur ekki skilið annað en að eitthvað óhreirit, t. d. prent- villupúkar eða froðusnakkar, hljóti að fylgja öllum blöðum. Honum er vorkunn. Hann er kunnugastur „Mgbl.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.