Alþýðublaðið - 18.09.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.09.1926, Blaðsíða 4
\_ 4 og hann beið líflátsdóms sam- kvæmt löggjöf peirra tíma. „Allir voru hrifnir af kænsku ákærand- ans, sem hafði leitt sannleikann í Ijós með því að vekja afbrýði konm'inar. Biskupinn hlustaði þöguil á söguna og sagði síðan: „Kvar á að dæma þennan mann og þessa konu?“ — „Við kvið- dóminn.“ — „Og hvar á að dæma opinbera ákærandann,“ spurði hann.“ — Slíkur rnaður var ekk'i meðmæltur skólagjöldum: „Kennið þeim fáfróðu alt, sem þeir geta lært,“ sagði hann. „Pað er mikil yfirsjón af þjóðfélaginu að veita ekki ókeypis fræðslu. Það ber ábyrgðina á því myrkri, sem það sjálft veldur. Þegar sál er full af ipyrkri, syndgar hún. Það er ekki syndarinn, en sá, sem veldur myrkrinu, sem á- byrgðina ber.“ — Þegar jómfrú Magloire hélt því fram, að blóm- in væru gagnslaus, en að eins grænmetishluti garðsins nytsam- ur, sagði Bienvenu, að það væri misskilningur; hið fagra væri jafnnytsamt og hið nytsama, — ef til vill nytsamara. Og þegar hann huggaði þá, sem syrgðu dána ástvini, sagði hann: „Gætið þess vandlega, hvernig þér hugs- ið um þá, sem dánir eru. Hugs- ið ekki um það, sem verður að dufti. Lítið upp, og þár munuð sjá ástvini yðar Ijóma á himn- inum.“ Síutt, en glögg, er lýsingin á systur Perpetuu hjúkrunarnunnu, sem grýtti sjúklingana í dauða- stríðinu með bænum sínum, sem sagðar voru í reiði,' — „kastaði, ef svo mætti að orði komast, guði framan í þá“; en systir Simplicia kunni ekki að Ijúga, en þegar hun gat ekki bjargað Jean Val- jean á annan hátt, þá sagði hún „tvisvar ósatt í einu, hvað eftir annað, án þess að hugsn sig um.“ Og Victor Hugo bætir við: „Von- andi verða þessi ósannindi þér til réttlætingar reiknuð í Paradís!'1 Siðast, en ekki sízt, er að 'geta Fantínu, vesaíingsins, sem unn- ustinn bregst fyrst og síðan allir, — nema galeiðuþrællinn fyrr ver- andi, borgarstjórinn, seni hún hélt áour að væri sá, sem valclið hafði rnestu hörmungunum, sem hún varð að þola. Saga Fantínu er saga móðurinnar, sem fórnar öllu fyrir barnið sitt. Hún verður að ALPÝÐUBLAÐIÐ neita sér um öll lífsþægindi, sofa að eins í 5 stundir á sólarhring, en sitja allan hinn tímann í kölclu og skuggalegu herbergi og sauma íátlaust. En það er þó ekki það versta. Sí^nt sem áður skortir hana fé fil að greiða fóstur barns- ins sins, — fé, sem raunar er svikið út úr henni, án þess að hún viti af. Hún reynir allar leiðir. Hún lætur klippa af sér hárið, sem tók ofan að mitti, og selur það fyrir kjól handa barninu sínu, — sem það raunar aldrei fær. Hún selur úr sér framtennurnar. En ekkert dugir. Hún fær hótun um, að barnið hennar verði rekið út á gaddinn. Þjóðfélagið skilur henni að eins eftir eitt úrræði. Áður hefir Victor Hugo komist svo að orði (bls. 95): „Menn bencla þeim (þessum varnarlausu sálum) á, hvað það sé yndislegt að vera skírlífur. Já, rétt er það, en ef mærin er hungruð!" — Fantína hefir re'ynt alt, og hún hefir verið skírlíf. En barnið hennar er henni meira virði en alt annað. „Jæja, við seljum þá alt,“ hugsaði hún, „Og vesalings stúlkan gerðist vændiskona." „En þetta er að eins skáldsaga," segir einhver lesen lanna. Að vísu; en úti í fjölbyggðu lönclunum er þetta veruleiki. Og það ætti að vera Islendingum métnaðarmál að líða ekki, að slík neyð sé inníeidd hér á landi. Framkvæmd jafnaðarstefnunnar er bezta vörn- in gegn slíkum hörmungum, og hún er ráðið til að útrýma þeim. Victor Hugo heldur áfram: „Hvað kennir saga Fantínu okk- ur? Hún sýnir okkur, hvernig mannfélagið kaupir þræl. Fyrir fátækt, fyrir hungur, kulda, ein* veru, einstæðingsskap. I)að er sorgleg verzlun. Sál fyrir brauð- bita. Fátæktin býöur, mannfélagið kaupir. Heilagt lögmál Jesú Krists er ráðandi í siðmenning vorri, en það' hefir ekki gagnsýrt hana. Sagt er, að þræiahald sé horfið úr menning Evrópu. Það er mis- skilningur." —v Þarna dró hann fram eitt dæmi þess af mörgum. Að Iokum, þegar Fantína var dáin, komst presturinn í Mon- treuiI-sur-Mer að þeirri niður- stöðu, að hún hefði /aunar ekki verið annað en vændiskona, og að Jean Valjean, borgarstjórinn fyrr verandi, sam þá hafði verið Drengjafrakkatau áður 13.15, nú 8.00. Gardínutau einbreið, mjög ódýr. Silkisokkar áður 3.75, nú 1.00. VerzhiiBÍn I Björn Kristjánsson. litið upp til, velgerðamaður bæj- arfélagsins, væri ekki annað en galeiðuþræll. Það var því alveg nóg, fanst honum, að Fantína fengi öreigagreftrun. Hún „var því borin til hvíldar í horni x kirkjugarðinum, þar, sem jörðin er afgjaldslaus, horninu, sem allir og enginn á, og fátæklingum er stungið niður í. Til allrar ham- ingju veit guð, hvar á að finna sálína.“ 1— íslenzkan á bókinni er snjöll, svo sem vænta mátíi, og útgáf- an er lagleg. ^ramhaldið er að lcoma í „Lögréttu". Þýðendur og útgefandi eiga skiklar þakldr fyr- ir svo góða bók og vandaða neð- anmálssögu. Gudm. (i. Ólafsson úr Grindavík. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Gunnlaugur Einarsson, Stýrimannastíg 7, sími 1693, og aðra nótt Ólafur Gunnarsson, Laugavegi 16, sími 272. Málararnir komnir til Akureyrar. 1 gær kom skeyti frá Kirkju- bæjarklaustri þess efnis, að mál- ararnir, Finnur Jónsson og Tryggvl Magnússon, hefðu lagt upp úr Skaftártungu 2. þ. m. Seint í gær- kveldi kom símskeyti frá Akureyri frá Finni Jónssyni til Rikarðs list- myndara, bró'ður hans. Voru þeir þá komnir þangað norður og leið vel. Tveir Reykvíkingar hittu þá 9. þ. m. við Tjaldvatn í Fiskivötnum og létu þá hafa eitthvað af vistum til viðbófar þvi, er þeir þá höfðu. Helgi Skúlason asignlæknir fór með „Esju" i g^rkveldi til Vestmannáeyja í augnlækningaferð. Hann kemur aftur með „Gullfossi“ 25. þ. m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.