Alþýðublaðið - 22.09.1926, Page 2

Alþýðublaðið - 22.09.1926, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ j ALÞtBWBtAÐIB 5 kemur út á hverjum virkum degi. J Afgreiðsla i Alþýðuhúsiriu við < Hverfisgötu 8 opin írá kl.9árd. 3 til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. I 9Va—10Va árd. og kl. 8 — 9 siðd. < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 Í (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 < hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan < (í sama húsi, söinu símar). Kolaleysið nú er einhver áþreifanlegasta sönnunin fyrir því', að það er rétt, sem jafnaðarmenn halda fram, að með auðvaldsskipulaginu er því að eins hirt um að sinna þörfum þjóðarinnar um viðskifti og framleiðslu, að þeir, sem reka þessar atvinnugreinir, sjái sér hag í því, hvað sem hag fólksins liður. Kol vantar nú vegna þess, að þau eru nú dýr, og kolakaupmenn vilja ekki kaupa þau af ótta við að tapa á þeim ella, þar sem verðlækkun gæti komið, ef úr koladeilunni rætist, áður en þeir hefðu getað komið þeim af sér. Þarfir fólksins skifta þá engu. Öðru vísi væri, ef rikið ræki koiaverzlunina. Þá væri hugsað um þörf fólks, og kol fengin og höfð til, þótt hætta væri á tapi. Til að taka við skellinum af því væri notaður gróðinn af kola- verzluninni, þegar vei gengi, og kolin seld hæfilégu verði, verð- hækkuninni dreift. Sú var aðferð- in, þegar ríkið verzlaði með kolin á stríðsárunum, og fyrir bragðið fengust kol þá og með betra verði en ella hefði verið kostur á. Landskosnmoð'fundKrínii á Akurfeyri. Akureyri, FB., 21. sept. Kjósendafundurinn í gærkveldi var fremur fásóttur. Jón Sigurðs- son fxá Yztafelli var hér staddur, ög var hann málshefjandi. Jón Bergsveinsson og Björn Líndal alþm. andmæltu málshefjanda. Steinþór skólastjóri talaði afhálfu jafnaðarmanna. Jón Sigurðsson vann hylli áheyrenda fyrir prúð- mensku sína og rökfestu. Fundur- inn var mjög friðsamlegur, hófst kl. 8V2 og var slitið hálfri stund eftir miðnætti. „Dagúr“. Landsmálafundur Jóns Sigurðs- sonar var fámennur. Aðalkjarninn í ræðu málshefjanda var, að auð- urinn ætti ekki að ráða yfir vinn- unni, heldur vinnan yfir auðnum. Vildi harin sem mest beina skatta og afnema tolla, krafðist auk- inna fjárframlaga til vegabóta í sveitum, og að lánsfé bankenna væri beint meira inn i sveitirnar. Bankarnir hefðu Undan farið tap- að svo tugum milljóna skifti á útgerðarmönnum og kaupmönn- um. Líndal og Jón Bergsveinsson töluðu af hálfu íhaldsflokksins. Mótmælti Líndal harðlega stað- hæfing málshefjanda um tuga- milljónatapið, kvað bændur nú hafa aðgengilegri Iánskjör en út- útgerðarmenn. íhaldsflokkurinn hefði það fram yfir hina flokk- ana, að hann hefði hagsmuni allra stétta fyrir augum. Jón Berg- sveinsson talaði aðallega máli sjávarút\ægarins. Steinþór skóla- stjóri talaði af hálfu jafnaðar- manna og Iýsti velþóknun sinni á bandala|inu; margt væri sam- eiginlegt með flokkunum, sérstak- Iega verzlunarmálin, því að mark- mið Framsóknarmanna væri að koma allri verzluninni undir eitt allsherjar-samvinnufélag, en jafn- aðarmanna, að starfrækt væri alls- herjar-ríkisverzlun, og væri það í raun réttri hið sama. Fundurinn var friðsamlegur, en vann máls- hefjanda sízt fylgi. „lslendingur“. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3, símar 686 og 506. Veðrið. Hiti 10—5 stig. Átt víðast suðlæg og austlæg. Snarpur vindur í Grindavík, annars staðar hægari. Loftvægislægð fyrir vestan land á austurleið. Útlit: Átt suðlæg og austlæg, allhvöss á Suðvesturlandi. Regn á Suðvestur- og Norðvestur- landi, en þurt eystra. Tll atvinnulausra manna. Skrásetning atvinnulausra manna fer fram í Verkamannaskýlinu næstu þrjá daga, fimtudag, föstu- dag og laugardag. Sjá -auglýsinguí Nauðsynlegt er, að allir átvinnu- lausi.r menn láti skrá sig, svo að greinilega komi í Ijós, hve mikið atvinnuleysið er, og til þess að þeir verði ekki út undan, ef atvinnu- bætur fást framkvæmdar. Muni'G þad! íþökufundur er í kvöld. Togarinn „Karlsefni“ kom frá Englandi í gær, og kvað þar með vera hættur veiðum. Skipafréttir. „Lyra“ kom í gær, og einnig kom flóabáturinn „Svanur“ í gfeer- kveldi úr Brejðafjarðarför. „ísland’* kom í morgun að norðan og vestan. Af síldveiðum komu að norðan í gær togararnir „Austri" og „Kári“, en „Jón for- seti“ i morgun. Hafði hann veitt 4350 tn., síldar. „Austri'* veiddi 3450 tn., en „Kári“ 3280. Prammi fullur af sandi sökk á laugar- dagskvöldið var í hafnannýnninu nærri siglingaleiðinni. Kom skyndi- lega lekþ að honum. Var heilan dag verið að ná honum upp aftur með atbeina gufuskips og aðstoð köfun- armanns. Hann náðist burtu í gær. „Símablaðið“, 3. og 4. tbl., er nýkomið út með ýmsum greinum um málefni sima- manna og til fróðleiks. 4. tbl. flyt- ur mynd af ungfrú Gróu Dalhoff, er verið hefir 20 ár í starfi við bæjarsímann. Magnús Jónsson dósent viðurkennir það í „Mgbl.“, að or- sökin til þess, að hann neitaði að vera áfrarn í skólanefndinni hafi verið sú, að hann fékk ekki að vera í byggingarstjórn barnaskólans nýja, sem eingöngu er skipuð bæjarfull- trúum. „Félagsbláð íþróttafélags Reykja- víkur“ heitir nýtt blað, er hóf útkomu i þessurn mánuði. I 1. tölublaðinu er mynd af stofnanda I. R., A. J. Bertelsen kaupmanni. Gengi erlendra mynta í dag: Það er óbreytt frá i gær. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Skýrsla hans síðasta skólaár er nýkomin hingað suður. I skólanum hafa verið 116 nemendur. Gagn- fræðaprófi 'luku 32 nemendur. Heimavistarkostnaður nemenda varð kr. 522,45 allan tírnann, en á dag kr. 2,15 (neyzluvörur kr. 1,68, raf-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.