Mosfellsblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 3
Gylfi Guðjónsson skrífar: Kckstrar- og stjómsýsluúttekt tækni- og umhverflssviðs Fyrirtækið Price Water House Coopers hefur lagt fram skýrslu um út- tekt á Tækni- og umhverfissviði. Þar inni er starfsemi Ahaldahússins. Þessi skýrsla kostar líklega yfir hálfa milljón króna. Við yfirlestur kemur fram að ekki næst fram teljandi spamaður í breytingum sem lagðar eru til, en það eitt segir að Jón Friðjónsson og hans menn í Ahaldahúsinu hafa haldið vel á spöðunum fyrir bæjarbúa og eiga sér- stakar þakkir skildar. Hins vegar kem- ur það ekki fram í skýrslunni og skýrsluhöfundar lentu á hálum ís þegar þeir fóru að reikna út trésmiðjuna. Alag á bæjarverkfræðing er ekkert nýtt, hann hefur verið yfirhlaðinn störf- um frá því hann byrjaði og þarf ekki dýra skýrsluúttekt til að sjá það. Skipt- ing sviðsins í tvær deildir með tveimur deildarstjórum er af hinu góða í ört vaxandi bæjarfélagi. Nú hefur verið ákveðið á bæjarstjómarfundi þann 9. júní s.l. að skipta sviðinu í tvær deildir, skipulags- byggingar- og umhverfis- deild og framkvæmda- og þjónustu- deild. Jafnframt að núverandi 4 nefnd- um sviðsins verði breytt í 3, fram- kvæmda- og veitunefnd, skipulags- og byggingamefnd og síðan umhverfis- nefnd. Slíkar breytingar vom ræddar á síð- asta kjörtímabili við stjómsýslubreyt- ingar, en þá fóm saman veitu- og um- hverfisnefnd, byggingamefnd starfaði áfram, en umferðamefnd var sett inn í skipulagsnefnd. Menn virðast hafa gleymt nefnd sem heitir skipulags- og umferðamefnd, sem á samleið. Vegna mikilla afskipta skipulagsnefndar af umhverfismálum samfara skipulagi, lögum og reglugerðum þar að lútandi, hefði verið eðlilegt að umhverfisnefnd hefði farið inn í skipulagsnefnd, en byggingamefnd hefði starfað áfram sjálfstætt. Með þessum breytingum er verið að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum en bæjarfélagsins, vegna þess að skipulagsnefnd er sem slfk burðarás fyrir bæjarfélag sem Mos- fellsbæ, sem hefur mikið landrými og slík nefnd þarf mikinn tíma og frið til þeirra starfa. Að setja bygginganefnd inn í skipulagsnefnd er afturför í lýð- ræði og eykur álag á skipulagsstörf, sem em gífurlega þýðingarmikil og ekki má hendi til þeirra kasta. Meðan skýrslan hefur verið að fæð- ast og verið til umræðu hjá bæjaryfir- völdum hafa 2 menn í Ahaldahúsi sagt upp og 1 í tæknideild. Slík óvissa sem þessi fer illa með starfsmenn, sem em einnig bæjarbúar. Enn em starfsmenn í óvissu, því málinu er ekki lokið. Bergþór Engilbertsson, verkstjóri við nýjan Nissan Trade áhaldabíl Áhaldahússins. Tónlistarskólinn Samþykkt var í bæjarstjóm þann 23. júní síðastliðinn að ganga að tilboði eigenda Háholts 14 um leigu á 3 og 4 hæð hússins undir Tónlistarskólann. Um langt skeið hefur Tónlistarskóli Mosfellsbæjar búið við ófullnægjandi húsnæði í Brúarlandi og löngu ljóst að leysa yrði þann bráða húsnæðisvanda sem skólinn er í. Bæjarstjóra var falið að kanna þá möguleika sem vom til úr- bóta og vom þrír möguleikar í stöð- unni. a) bygging nýs tónlistarhúss b) endurbætur á Brúarlandi og c) leiga á íitboð Samþykkt hefur verið í bæjar- stjóm að ganga til samninga við lægstbóðendur Alafossverktaka og Verkframa á grundvelli tilboðs þeirra um gatnagerð í Baugshlíð og Lækjarhlíð. Háholti 14 sem lausn á bráðum vanda þar til skólinn fengi framtíðar húsnæði. Niðurstaða hans var að hagstæðast væri að taka bindandi tilboði eigenda Háholts um leigu á 785 fm í húsinu þar af 685 á 3 hæð hússins og 100 fm á þeirri fjórðu. Boðinn var leigusamn- ingur til 15 ára með forkaupsrétti. Með þessum hætti er hægt að búa skólanum fullnægjandi aðstæður í húsnæðinu en þó án tónleikjaslar sem leysa verður áfram með sama hætti og gert hefur verið. Tillaga bæjarstjóra var samþykkt með atkvæðum meirihlutans en fulltrú- ar D-listans lögðu fram bókun þar sem þeir lögðu til að málinu yrði frestað og fresturinn nýttur til að leggja mat á hugmyndir Sjálfstæðismanna um ný- byggingu tónlistarskóla. Tillaga þessi var felld og lögðu þá fulltrúar D-listans fram aðra bókun þar sem þeir átelja ákvörðun meirihlutans og telja að mán- aðarlegur kostnaður við leigu á Háholti 14 sé meiri en mánaðarlegur kostnaður bæjarfélagsins af því að fjármagna Sagði af sér að óþörfti Stjómarformaður Heilsugæslustöðv- arinnar, Björgvin Njáll Ingólfsson mun hafa sagt af sér skömmu fyrir kosning- ar, en það var óþarfi, þar sem skipunar- tíma hans lauk um leið og kjörtímabili sitjandi heilbrigðisráðherra. Ráðherra hefur ekki enn skipað nýj- an stjómarformann, enda þarf vel að vanda valið eftir það sem á undan er gengið. Sjálf stjóm Heilsugæslunnar er kjörin milli sveitarstjómakosninga. Fyrrv. framkvæmdastjóri Heilsu- gæslu Mosfellsumdæmis, sem flutt var til Reykjavíkur í annað starf, hefur nú fengið starfslokasamning þar og er því ekki lengur í starfi. Ríkisendurskoðun mun nú hafa með höndum bókhald Heilsugæslu Mos- fellsumdæmis til rannsóknar. Guðmundur Einarsson frá Heilsu- gæslu Reykjavíkur er enn settur fram- kvæmdastjóri Heilsugæslu Mosfells- umdæmis og gengur starfsemin vel. í nýlt húsnæði byggingu nýs tónlistarskóla. Þá er lýst vonbrigðum með að bæjarstjómin hafi ekki haft hagsmuni bæjarfélagsins að leiðarljósi. Meirihlutinn mótmælti þessari bókun með bókun þess efnis að útreikningar fulltrúa D-listans væru rangir og verið væri að bera saman mismunandi stærðir húsnæðis og mót- mætu jafnframt ásökunum D-listans um að hagsmunir bæjarins og bæjarbúa væm ekki hafðir að leiðarljósi. Af leysi ngastarf á bæiarskrifstofu og bóka- safni Starfsmann vantar til að annast léttar ræstingar og umsjón með kaffi- stofu á bæjarskrifstofu og bókasafni, Þverholti 2, frá 20. júlí til 31. ágúst nk. Vinnutíminn er frá kl. 7:00-14:00. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir undirrituð á milli kl. 11:00-12:00 mánu- daga til fimmtudaga. Mosfellsbæ, 25. júní 1999. Bæjarritarinn í Mosfellsbæ. MosU-llshluUid Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.