Alþýðublaðið - 23.09.1926, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 23.09.1926, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 líta stóra kolabyngi á hafnarbakkan- um. Mörgum verður að hugsa, svo sern eðlilegt er: Hví er þeim kol- um, sem eigi er þegar úthlutað, ekki skift upp meðal almennings þannig, að stjórnin sjái um, að hver og einn fái nokkuð? — Þa^3 er þó óefað réttast, úr því sem komið er. Jarðeign bænda. „Mgbl.“ reynir með tilvitnun í gamlar skýrslur að vefengja um- mæli Alþýðublaðsins um eignar- leysi bænda á bújörðum, en ekki minnist það einu orði á það, hvern- ig burgeisar leggja undir sig jarð- irnar, e;ns og Thor Jensen hér í Mosfellssveitinni. Hins vegar þvogl- ar það um að „taka af bændum" (en svo kallar það þjóðnýtingu) áhöfn á jörðum, en slíkt hefir eng- um nokkru sinni komið til hugar öðrum en „Mgbl.“ Skipafréttir „Island“ fór utan í dag, en „Lyra" fer í kvöld. Togarárnir. „Ölafur" kom inn i morgun og á að hreinsa ketilinn. Hafði hann fengið lítinn afla. Talið er, að „Austri" muni verða látinn prýða Sundin, en um „Kára" mun enn ekki fullráðið, hvort hann fer á veiðar eða ekki. „Draupnir" kom frá Englandi í gærmorgun og mun fara á veiðar aftur innan skamms. Af sildveiðum kom i nótt að norðan togarinn „Gulltoppur" og linubáturinn „Rifs- nes“ i gær. í handaskolum fór fundur hins svo nefnda „frjáls- lynda flokks" í Bárunni í gærkveldi. Lenti þar alt í rifrildi, að því er kunnugir segja, og varð engin nið- urstaða um framboð til alþingis af hans hálfu. „Rök jafnaðarstefnunnar“ eftir Fred Henderson eru nú kom- in út á kostnað Jafnaðarmarinafé- lags Islands. Það er allstór bók, um 11 arkir í meðalstöru 8 bl. broti af þéttprentuðu lesmáli. 1 bók þess- ari, sem þýdd er úr ensku af Yngva Jóhannessyni, er einkar-ljóst og skemtilega gerð grein fyrir gildi jafnaðarstefnunnar og rökum þeim, sem hún er reist á, og eðlilega jafnframt rifnir niður og hraktir hleypidómar íhalds og auðvalds gegn henni og bábyljur þeirra um hana og það svo rækilega, að það fer varla hjá því, að hugsandi mönnum, sem hingað til hafa léð andstæðingum jafnaðarstefnunnar fylgi sitt, blöskri, hvílikri fásinnu þeir hafa verið haldnir. Helga Nielsdóttir ljósmóðir flór í |dag með „Islandi" til Kaup- mannahafnar. Ætlar hún að starfa þar við fæðingarstofnun ríkis-sjúkra- hússins til frekari fullkomnunar sér í ljósmóðurstörfum. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,24 100 kr. sænskar .... — 122,21 100 kr. norskar .... — 100,20 Dollar.....................— 4,57 100 frankar franskir. . . — 12,85 100 gyllini hollenzk . . — 183,37 100 gullmörk þýzk... — 108,87 „Við þjóðveginn“, eftir séra Gunnar Benediktsson. Að Veggféður. Komið og lítið á ný|u gerð» irnar, sem komu með Lag- arfossi síðast. — Úrvalið hefir aldiei fyrr verið jafn-fjölbreytt. Verðið er lágt. — Panelpappi, Maskinupappi, Strigi. Málning: Zinkhvita, biýhvíta, fernisolía, jap- anlakk, terpentina, purkefni o. fl. Löguð málning, búin til daglega, að eins bezta efni notað. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B. Simi 830. Simi 830. Gengið frá Klapparstig. Nokkrir karlm. alfatnaðír sem áður kostuðu 75 kr., selj- ast nú fyrir 35 kr., peir, sem áður kostuðu 90 kr., fyrir 45 kr. Blá cheviotsföt áður 140 kr., nú 70 kr. Stubbasirz, lækkað verð. Verzlan Ám. Árnasonar. Sími 1969. Simi 1969. Ný kæfa afbragðsgóð fæst i verzlun Sveíns Þorkelssonar, Vesturgötu 21. eins 10 eintök eru eftir- í afgreiðslu Alþbl. Verð 4 kr. Einar skáiaglam: Húsið við Norðurá. „Skal gert, höfuðsmaður!“ svaraði hann og heilsaði. En þetta fór alt á annan veg. Klukkan tíu ruddist ég upp úr skotgröf- inni með menn mina inn í logandi eldhaf, sem gaus út úr fallbyssukjöftum vorum og Þjóðverja, og verður þeim ógnum með eng- um orðum lýst. Ég var á undan og Maxwell þétt uppi við mig. Við hlupum áfram eins og fætur tog- uöu, ég með brugðnu sverði, en hermenn- irnir með byssustingi reidda. Við og við sá ég út undan mér mann og mann í mínu liði hníga niður, en ég hafÖi engan tíma eða sinnu á að hyggja frekar að því. Alt i einu sortnaði mér fyrir augum og mér fanst ég eins og á svipstundu sökkva langa leið og afarhratt, eins og gegn um þykkan, svartan ullarbing, og svo vissi ég ekki af mér frekar. Ekki veit ég, hvað ég var lengi meðvit- undarlaus. En þegar ég vaknaði, fann ég, að ég gat hvorki hrært Jegg né lið nema höfuðið, og þegar ég opnaði augun, sá ég, að ég lá grafinn í mold upp að höku í hliðunum á afarstórri dæld. Þegar ég var búinn að átta mig, skildí ég, hvað fyrir mig hafði komið. Ég hafði orðið fyrir sprengju. Skamt frá mér sá ég Maxwell liggja of- anjarðar, en undan honum voru báðir fæt- ur og hann bersýnilega dauður. Ég fór að velta fyrir mér örlögum mínum, hvort ég væri nokkuð særður og hvort ég ætti að bera beinin hér, eða hvort ég væri ósærður, og að ég þá myndi verða fangaður og fanst mér' hvorugt gott. Ég reyndi að mjaka til moldarfarginu, sem ofan á mér lá, og fann, að það var alt laust, svo að ég myndi geta ýtt því af mér. En þegar ég var að búast til að gera það, heyrði ég mannamál. Það var töluð þýzka. Ég sá nú tvo þýzka rauða-kross-hermenn koma með börur á milli sín. Það \'ar verið að kanna valinn. Þeir gengu að Maxwell, þar sem hann lá, og byltu honum til. „Við skulum koma,“ heyrði ég annan rauða-kxoss-manninn segja við hinn. „Hann er steindauður."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.