Alþýðublaðið - 24.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ] ALÞÝPDSUiilB [ I kemur út á hverjum virkurn degi. I 4 .... ..... i ► í Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við l 3 Hverfisgötu 8 opin frá k) 9 árd. j J til kl. 7 síðd. ► 3 Skrifstofa á sama stað opin ki. ► 9V2 —10 Va árd. og kl. 8 —9 síðd. I Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). I 3 Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á > 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► < hver mm. eindáika. [ í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í ([ cama hnci sömn si'mari ' Kolavandræðin. Nú pegar eru margir bæjarbúar kolalausir, og mikiu fleiri munu verða það bráðlega, ef ekki verð- ur að gert. Því þarí ekki að lýsa, að hér í bænum geta menn ekki kornist af án kola. Þau eru næstum eini hitagjafinn og aðal-eldsneytið. Nú eru að vísu margir vel birgir af kolum, en það bjargar yfirleitt ekki hinum, sem engin kol eiga og fá þau hvergi. Og nú er talið, að hér verði naumast eða ekki fáanleg kol, fyrr en um miðjan næsta mánuð, ef það*verður svo fljótt, og nú geta haustkuldarnir þegar farið að sækja bæjarmenn heim. í þetta skifti skal bent á ráð, sem bæjarfélagið verður að grípa til,. ef ekki eru aðrar leiðir til bráðrar úrlausnar almennum vand- ræðum. Stjórn hafnarinnar hefir nú a. m. k. 200—250 smálestir af kolum yfir að ráða fyrir bæj- arins hönd. Það eru kol, sem náðst hafa úr „Inger Benedikte", kolaskipinu, sem sökk hér á höfn- inni, eða það, sem nú er eftir af þeim í eigu bæjarfélagsins. Mikill hluti þessara kola er ætl- aður til að birgja stofnanir bæj- arins, barnaskólann, baðhúsið og skrifstofu borgarstjóra, að því, er hafnarstjórinn hefir skýrt Alþbl. frá. Þetta er sizt að lasta. En þegar fjöldi bæjarmanna er í vandræðum vegna ótryggðar hinnar „frjálsu" samkepni, þá eru góð ráð dýr, og heldur en að ekki rakni úr þeim vandræðum á annan hátt, verður bæjarfélagið að taka frá það af þessum birgð- una sínum, sern ekki þarf að nota þangað til kol verða aftur fáan- leg, — segjum til októbermán- aðarloka, til þess að treysta ekki urn of á hina brigðulu framtaks- semi kolakaupmannanna. Verður þá að selja afganginn i smá- skömtum eftir seðlum, svo að jafnt gangi yfir, og mun þá verða unt að láta alt að þúsund verst stöddu heimilin fá þá úrlausn, — sem svarar skippundi hvert —, er fleyti þeirn yfir kolaleysistím- ann. Að vísu er þetta neyðarúrræði, en það er þó sjálfsagt, ef á þann hátt einan verður í þetta skifti fjölda verst stadda fólksins bjarg- að úr megnustu vandræðum. Þess ber þó að minnast um leið, að þetta er að eins bráða- birgða lausn, en framtíðarlausnin er ríkisverzlun með kol, svo að þessi saga verði ekki endurtekin, að öllu er hleypt í strand, þegar verst gegnir, vegna samkeppnis- dutlunga einna saman. Síeingrimur Halldórsson Á þriðjudagsmorguninn lézt á Vífilstaðahælinu ungur maður, 25 ára, Steingrímur Halldórsson. Steingrímur sál. var mjög efni- legur maður, ágætisdrengur, hug- sjónaríkur og yfirlætislaus. Hvíti dauðinn heimsótti hann snemma. Fyrir nokkrum árum var hann á Vífilsstöðum. Eftir nokkra veru þar fór hann utan til Noregs til frekari heilsubóta. Frá Noregi kom hann sumarið 1924 næstum heill heilsu og fór þá í sam- vinnuskólann. Þar veiktist hann af mislingum — og var fluttur í Landakot og síðan til Vífilsstaða. Síðan steig hann ekki á fætur. Berklaveikin, hans gamli sjúk- dómur, gerði aftur vart við sig og ágerðist mikið, — og nú er hann látinn. Öllum, sem kyntust honum, þótti vænt um hann, þennan unga, hægá og kærleiks- fulla vin. Skólasystkini hans minnast hans alt af sem sannr- ar fyrirmyndar, — allra hinna helztu kosta. Hann gekk brosandi yfir alla þyrna lífsins, sem voru margir á hans leið. Hvíl í friði, vinur! V. S. V. Gengi erlendra mynta í dag: Frankar (100) kr. 13,03. Annað óbreytt frá í gær. Um dagism og vegmo. Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thor valdsensstr. 4, sítnar 1786 og 553. — Þar eð stundum kemur fyr- ir, að læknar skifta um varðstöðu eftir að blaðið kemur út, þá eru menn hér með aðvaraðir um að spyrja í miðsíöð símans, hver næt- urlæknir sé, eða lögregluvörðinn ella, ef peir ætla að síma til næt- urlæknis eða vitja hans. Veðrið. Hiti mestur 7 stig, minstur 1 st. frost. Norðanátt viðast og nokkuð hvöss. Snjókoma á Grímsstöðum á Fjöllum. Ánnars staðar purt veður. Loftvægislægð fyrir austan land og önnur- við Suður-Grænland. Útlit: Svipað veður í dag, en lægir í nótt. Kuldaveður á Norðaustur- og Norður-landi og nokkur úrkoma., Kolaverzlunin. „Mgbl.“ finnur ekki mikið tii með þeim, sem nú í haustkuldanum og undir vetrarkuldann geta ekki feng- ið eitt kolablað til að hita upp hjá sér. Það spyr að eins, hvort eng- inn muni sleifarlag, sem verið hafi á kolaverzlun landsins. Hætt er við, að öðrum en ritstjórum „Mgbl.“ sé lítið hægt að hita sér á að smíða endurminningar um pað, en hitt er ekki ólíklegt, að sleifarlag það á svo kallaðri „frjálsri” kolaverzlun, sem menn finna nú svo átakanlega til undan, geti velgt í mönnum bæði v.ið „Mgbl.“, sem talar svo hirðu- lauslega um vandræði fólksins, og við aðra, sem halda slíku verzlunar- „skipulagi" uppi, sem nú er að sýna „kosti“ sína. Til atvinnulausra manna. Gætið þess að láta skrá ykkur í dag eða á morgun í Verkamanna- skýlinu. Skrásetningin fer að eins fram þessa daga kl. 10—12 f. m. og 1—7 e. m. Þeir af ykkur, sem hafa haft reytingsatvinnu, en ekki fast starf, komi einnig þangað og skýri frá því. Nauðsynlegt er, að allir, sem ekki hafa fasta atvinnu, .segi til sín, bæði til þess, að sem skýrast komi í ljós, hve mikiö at- vinnuleysið er, og til þess, að menn verði ekki út undan atvinnu af þeim sökum, að þeir láti ekki vita af sér. Réttirnar. Skeiðaréttadagurinn er í dag, en farið var þangað i gær, og var gærdagurinn þannig undirbúnings- dagur þeirra. Ónákvæm frásögn í gær þar um leiðréttist hér með. Til skýringar „Morgunblaðinu" um það, að þjóðnýting er ekki sama sem að „taka af“ mönnum, má benda á það, að ef „Mgbl.“ væri þjóðnýtt, myndi það einmitt vera fengið starfsfólki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.