Alþýðublaðið - 24.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.09.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 pess til rekstrar, þar á raeðal rit- stjórunum, svo fremi þeir reyndust færir um að sjá ura pað, og pá myndu engar hömlur aðrar en geta peirra vera á pað lagðar, að peir gerðu eitthvað af viti og þekkingu. Ráðist á feonu. I gærkveldi var ráðist á konu á Laugaveginum og tekið fyrir kverkar henni. Voru stórir mar- blettir á hálsi og brjósti hennar. Var hún meðvitundarlaus, pegar hún fanst. Raknaði hún við eftir nokkra stund. Var lögreglunni þegar gert aðvart. Tilræðismaðurinn náðist og var settur i fangelsi. Er hann al- ræmdur drykkjumaður. Kolavandræðin. I Hafnarfirði eru sömu kolavand- ræðin eins og í Reykjavík. Allur fjöldi verkamanna og sjómanna eiga ekki neitt undir veturinn. Sama sag- an par, að hinir efnaðri borgarar hafa birgt sig upp. Nú munu vera par til kol liggjandi á staðnum, bæði hjá Hellyer, og kol, sem varð- skipið „Fylla“ á. Þessi kol parf bæjarfélagið að tryggja sér, áður en pau verða pöntuð af einhverj- um öðrum. Fáist pessi kol, á bæj- arsfjórnin að sjá um úthlutun þeirra til hinna fátækustu og kolalausu. Hafnfirdingur. Skipafréttir „Villemoes" fór i gærkveldi vestur og norður um land. Fer hann hring- ferð. För hans frestaðist nokkuð sökum viðgerðar. Fisktökuskipiö „Garibaldi" fór héðan í gær til Akureyrar. Togararnir. Orsök pess, að togarinn „Ölafur“ kom inn, var sú, að ketillinn hafði Notið q íslenzka ® eitthvað bilað. Verður hann vænt- anlega kominn í lag, áður en langt líður um. „Draupnir" fór á veiðar í gærkveldi. Haustmót skáta verður háð að fyrri hluta á sunnu- daginn kemur á Jófríðarstaðatúni í Hafnarfirði og hefst kl. 2. Taka þátt í pví bæði Reykvíkingar og Hafnfirðingar. Síðari hluti pess fer fram hér í Reykjavík 3. október á Iþróttavellinum. Járnbðnd í steinsteypu liggja sums staðar í bænum með endana út á götu í nánd við nýbyggingar. Þetta má ekki svo vera, pví að slys geta af leitt, er víkja parf út á götubrún, og eftir að skuggsýnt verður. „Réttur“, tlmarit um pjóðfélags- og menn- ingar-mál, bezta tímarit, sem gefið Grammófón-consertinn j L verðurJlendurtekinn bíó n. k. sunnudag kl. 2 e.|h, Aðgöngumiðar á 50 aura fást í Nótnaverzlun Helga Hallgrfmss. Lækjargötu 4. — SímiSll. er út á íslenzka tungu, kostar 4 kr. árgangurinn. Ödýrasta tímarit- ið! Gerist áskrifendur í afgreiðslu Alþýðublaðsins, sími 988, eða í Bókabúðinni, Laugavegi 46, sími 1846. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Svo komu þeir auga á mig og gerigu að mér. N'ú var ég að verða fangi. Það var ekki um að villast. En svo flaug mér alt í einu í hug, að ef ég héldi niðri í mér andanum, myndu þeir halda, að ég væri dauður, og að verið gæti, að ég fyndi einhverja leið til að komast til minna manna aftur, þegar rökkvaði. Væri ég særður, gæti ég eins vel dáið, meðan ég væri að brjótast í því, eins og í einhverjum þýzkum spítala. Tæk- ist mér ekki að komast til minna, væri nóg- ur tími að láta fanga sig, þegar útséð væri um það. Þegar rauða-kross-hermennirnir komu til mín, hélt ég því niðri í mér andanum. Ann- ar þeirra beygði sig niður að mér og hélt spegli fyrir vitin á mér. „Hann er dauður þessi iíka,“ sagði hann, þegar hann rétti sig upp. Og svo löbbuðu þeir af stað með börurnar sínar. Þegar aldimt var orðið, reyndi ég að brjótast úr fíaginu, sem tókst eftir nokkra mæðu. Fann ég þá, að ég var með öllu ósár nema með smáskeinur á höndum. En ég var feykilega stirður í öllum limum. Ég fór nú að skoða lík Maxwells. Hann var óefað dauður. Svo tók ég öll þau plögg, sem hann var með á sér — þar með skilríki hans og mynd af honum og konu hans —, af honum og stakki þeim á mig. Ég ætlaði að koma þeim til konu hans, ef ég kæm- ist undan. Svo skreið ég með jörðu, svo að ekki bæri á mér, í átíina til skotgryfjanna okkar. En þegar ég var skamt kominn, heyröi ég fram undan mér mannamál. Það voru Þjóðverjar, og ég sá þá, að ég var svo að segja kominn fram á barminn á skotgryfj- unni, sem ég hafði verið í fyrir atlöguna. Þaðan barst mannamálið, og nú sá ég þýzka hjálma við og við upp yfir skotgrafarbarm- inn. Það var enginn vafi, að Þjóðverjar höfðu náð skotgryfjunni, og að ég var Þjóð- verja megin við hana. Það var því útilokað, að ég kæmist aftur til enska hersins. Ég lá um stund og var að velta fyrir mér, hvað ég ætti nú til bragðs að taka. Og mér hugkvæmdist nú að reyna að komast undan á hinn veginn yfir landamæri Hoilands og þaðan til Englands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.