Alþýðublaðið - 25.09.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.09.1926, Blaðsíða 1
Alpýðublaðið Gefið úf af Alpýðuflokknum 1926. Laugardaginn 25. september. 223. tölublað. Gagnfræðakensla. Þeir, sem enn kynnu að 'hafa í hyggju að njóta gagnfræðakenslu hjá okkur í vetur, gefi sig hið bráðasta fram við annanhvorn okkar. Ouðter. Jónsson, Sigfús Sigurhlartarssoir. Lindargcitu 20 B. Freyjugöíu 10. Simi 1117. Gengið og kosningarnar. „Mgbl.“ hefir nú í bili hætt að mæla með landskjörspingmanns- efni Framsóknar-fiokksins, er Al- þýðufiokkurinn styður gegn íhald- inu, við alþýðu hér í bænum á þann hátt, að hann boði „ómeng- aða jafnaðarstefnu". Nú hefir það tekið upp það ráð að sýna með greinarkafla eftir Jónas Jónsson, hvérsu ægilegar eru afleiðingar af gengisfaili islenzkra peninga. Ætti það ekki heldur að fæla al- þýðu og aðra, sem andstæðir eru gengisfalii, frá því að styðja sam- fyikingu stjórnarandsta:- inga gegn íhaldinu. Raunar á þessi grein „Mgbl.“ að sýna fram á hættu fyrir gengis- hækkunarmáiið af samíylkingunni, en það tekst þá svona höndulega, enda er ekki von á betra, því að undir niðri veit blaðið'það, sem allir vita, að íhaldinu er ekki trúandi fyrir gengismáiinu. Á síð- asta ári var unt að koma íslenzkri krónu upp í gullgengi, en íhaldið spyrnli gegn því, enda eru þeir, sem ráða íhaldsflokknum, stórat- vinnurekendurnir, mjög andstæðir gengisbækkun. Nú hefir óstjórn íhaldsins á atvinnuvegum og við- skiftum ónýtt þennan möguleika og þannig framið. „stýfingu" í verki. Af þessu er það bert, að gengis- málinu er ekki borgið í höndum /íhaldsins. Ráöið til að sporna við iækkun peninganna og styöja að hækkun er aö efla áhrif Alþýðu- flokksins á stjórnmálin. „Stýf- ingu“ í lögum eða, verki verður ekki komið fram, eins og flokka- afstaða þingsins er nú, ef vald íhaidsins, stóratvinnurékend nna, er veikt, og því meiri sem áhrif alþýðu á stjórnmálastarfsemi Framsóknarflokksins verðá, þvi minna gætir þar áhrifa hinna stærri atvinnurekenda. „Mgbi.“ hefir enn gert andstæð- ingum sínum greiða með klaufa- skap sínum. Nú sjá allir, að einn- ig. vegna gengismálsins ber að styðja samfylkinguna gegn íhald- inu. Eriend sínssskejtS. Khöfn, FB., 24. sept. Nýr heimsmeistari í hnefaleik. Frá Philadeiphiu er símað, að Jack Dempsey, hnefaleikakóngur heimsins, liafi varið þar í gær titil sinn fyrir hnefaleikamannin- um Gene Tunney. Tunney vann sigur og þar með heimsmeistára- titilinn í þessari íþrótt. Dempsey átti að fá 450 000 dollara'fyrir að verja titilinn. Af vopnunarmálið. Frá Genf er símað, að afvopn- unarnefnd Þjöðabándalagsins hafi hra að undirbúningsstöríum undir hina fyrirhuguðu afvopnunarráð- stefnu, svo að hægt verði að halda liana áöur en næsta þing Þjóðabandalagsins kemur sáman, en það er í september næst kom- andi. Jámbrautarslys. Frá París er símað, að hraðiest- in, sem fer á milli Lyon og París- ar, liafi týnt aftan úr sér þremur vögnum, og rakst næsta lest á eftir á þá. Níu menn biðu bana, en tuttugu. og sjö særðust. Kolaverzlunin. Sigurður Runólfsson kolakaup- maður hefir í dag skýrt Alþbl. frá, aö hann liafi enn kol til Sölu. Eihn- ig mun eitthvað vera til af kolum, sem höfnin á. Innlend tíðiradi. fsafirði, FB., 25. sept. Tið og veiðar. 1 nótt snjóaði svq, að festi til sjávar. Úrkomulaust í dag, en all- þungur snjór. Síldveiði er mikil í reknet á Steingrímsfirði, og nokkrir bátar héðan stunda þar veicar með góðum árangri. Þois’t- veiði er þar einnig ágæt. Afla- og gæfta-leysi við Djúp. Kjötverð. Slátrun er byrjuð, og, er kjöt- verð kr. 0,90—1,00 hvert kg. Skipafréttir „Gullfoss“ kom í morgun frá út- löndum og Austfiörðum. „Nonni“ (ekki þó strandvarnaskip) kom eirin- ig í rnorgun. Fisktökuskip, „Kongs- havn“, kom í gær úr Hafnarfirði, feririt af fiski til útflutnings, og fór bráðlega héðan aftur útári. „Kakali" kom af síldveiðum i fyrra- kvöld. Framboðin í Reykjavík. Framboðsfrestur til alþingjs við kjördæmakosr.ingarnar er útrUnninn, og ’hafa að eins komið frain þeir tveir listar, . er áþur er frá sagt, alþýðulisti og íhaldslisti. Þeir „frjáislyndu" gáfust upp við að hafa inenn í kjöri hér. Á morgun éru 765 á!r frá fæðingu. Guðmund- ar góða, Hólabiskups, að pví er sumir fræði i.enn telja, ea aðrir aMiu hanp hafa fæðst árið áður. Guð- mundur var, svo seni kunnugt: er, viriur og verndari smælingja, svo sem honum var framast unt. Alþýðublaðið er sex síður í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.