Alþýðublaðið - 27.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Úr „Braiítimiia Sá flokkur í neyð yfir firnindin brauzt, pví frelsið er alt, sem hann varðar; þá kveður við loksins sú kröftuga raust, sem kailar sitt föðurland viðstöðulaust af harðstjórum himins og jarðar. Að vísu kann ferðin að verða. þeim dýr, en verður það þá ekki gaman, er sveitin að landinu sólfagra snýr, þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr og syngur þar hósanna saman.' ... eftir Þorstein Erlingsson. Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að, sem hér muni í ógöngum lenda, þá" skalíu’ ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, unz brautin er brotin til enda. ... Og kvíðið þið engu, og komið þið þá, sem kyrrir og tvíráðir standið, því djarfmannlegt áræði er eldstólpi sá, sem eyðimörk harðstjórnar leiddi ykkur frá, og guð, sem mun gefa ykkur landið. LandkJðBftð. Métl íhaleil ogg auðualdi. Við landskjör á einúm manni, sem fram á að fara fyrsta vetr- ardag, verður um tvo lista að velja, A-lista og B-Iista. A-list- inn er listi þeirra, sem andstæðir eru stjórn íhalds og auðvalds, sem nú hefir að vísu yfirráðin í landinu, en síðasta landskjör hefir sýnt ótvírætt að er í minni hiuta í landinu og hefir því ekki rétt til yiirráðanna. Á lista þess- um eru ungir menn og efnilegir, og á annar heirna í sveit, Jón Sigurðsson, bóndi á Yztafelli, en hinn í kaupstaó, Jón Guðmunds- son, endurskoðandi Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Hafa þeir því skílyrði til að þekkja hag fólks í hvorum tveggja byggðar- lögum landsins og dæma um af- leiðingarnar af ihaldsstjórn auð- valdsins fyrir alþýðu manna til sjávar og sveita, en höfuðkostur þessara manna og sá, er mestu skiftir við þessa kosningu, er, að þeir eru báðir eindregnir andstæð- ingar íhaldsstjórnarinnar, og fái listinn meiri hluta atkvæða, eru miklar líkur til, svo sem örlög hafa nú til stilt um skipun og aðstöðu stjórnarflokkanna, að þar með sé ráðið niðurlögum íhalds- ins til langframa; það verði til frambúðar í minni hluta í efri deild. Listi þessi er borinn fram af Framsóknarflokknum með stuðningi Alþýðuflokksins, og bókstafur hans er A, — stafurinn, sém auðkent hefir lista Alþýðu- flokksins um hríð og sigursæld fylgt, og öll alþýða mun óska þess, að stafur hennar megi enn sem fyrr sigri ráða og verða bending og tákn þess, að alþýðu beri yfirráðin. Hinn listinn, sem borinn er fram af íhaldinu og auðvaldinu í landinu, er B-Iisti, og bendir listabókstafurinn þegar á upprun- ann. Að baki honum standa burg- eisar, fámenn stétt síóreigna- manna, sem vill haldct í yfirráðin yfir meirihlutastéttinni til þess að verja eignir sínar framlögum til almenningsþarfa þjóðinni til auk- innar menningar. Þeirra flokkur er íhaldsflokkurinn, sem og vil! hcdda í hvert það skipulag, sem er í þann og þann svipinn, af því að það gegnir betur hag þeirra. Einkennum slíks flokks hefir nú verandi forsætis- og fjármála-ráð- herra lýst vel og réttilega áður en hann varð rikur; hefir sú lýs- ing áðuf verið birt hér í blaðinu, og er hún ófögur í augum fram- faramanna og mannvina. Að vísu hafa íhaldsmennirnir að þessu sinni sett flekklitla menn á lista sinn, þar sem eru þeir Jónas Kristjánsson læknir og Einar Helgason garðyrkjustjóri, en það, að þeir hafa nú látið bendlast \jiö íhaldsflokkinn, bendir greini- lega á, að þeir muni ekki, hversu fúsir sem þeir kynnu að vilja, hafa þrek til að rísa gegn álög- um og harðrétti við aiþýðu, er íhald og auðvald er jafnan víst til að leggja á hana. Enginn mað- ur, hversu myndarlegur sem vera kann, á nokkru sinni að geta náð trausti .alþýðustéttarinnar til full- trúastarfs, ef hann velur sér pyngjur burgeisa að bakhjarli, því að vita má, að þær eru þá jafnframt stjóri á hann, að hann sinni ekki alþýðuhag. Valið við landskjörið er auð- velt. Það er ekki nema um tvent að velja, annaðhvort að styðja íhaldið til harðréttis-yfirdrottnun- ar þess eöa rísa gegn áþján íhalds og auðvalds með tollaáþján þess á þeim, sem stóreignir skortir sér. til varnar í barátíunni. Enginn vafi ætti að leika á því, að aílir hugsandi n:enn velji síðari kostinn og kjósi A-lisíann til þess að létta af þjóðinni oki íhalds og auðvalds. Móti íhalcli og aiiÖvaldi á að vera sameiginlegt kjörorð allra framfaramanna og mannvina við landkjörið fyrsta vetrardag. Om dsaggmss og vegkia, Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson (í sta'ð Jóns Hj. Sigurðssonar), Thor- valdssensstræti 4, símár 1786 og 553. Þórstina Jackson kom frá Austfjörðum með „Gull- fossi“. Hefir hún haldið 24 fyrir- lestra með skuggamyndum við góða aðsókn á Austurlandi. Hér ætlar nún að halda fyrirlestur, áður en hún fer vestur. Verður hann um annað efni en síðast. Ársfundur Guðspekifélagsins stendur yfir um þessar mundir. í kvöld verður umræðufundur kl. 81/2, en annað kvöld flytur formaður félagsins, séra Jakob Kristinsson, er- indi um guðsdýrkun í Adyár í Ind- Jandi. Skipafréttir. „Goðafoss“ kom í morgun norð- an um land frá útlöndum. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121/24 100 kr. sænskar .... — 122,15 100 kr. norskar .... — 100,20 Dollar..................— 4,57 100 frankar franskir. . . — 12,97 100 gyllini hollenzk . . — 183,31 100 gullmörk þýzk. . . — 108,87

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.