Alþýðublaðið - 29.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.09.1926, Blaðsíða 3
29. september 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 æsku og ekki nema að góðu einu. Har,n hafði samhygð með öllum, sem átíu bágt, enda átti hann ekki langt að sækja pað. Faðir hans var eitthvert mesta karl- menni, sem ég hefi pekt, en urn leið einhver bezti talsmaður lít- ilmagnans. Ásmundur var sjó- maður. Þess vegna skildi hann vel sjómennina og iíf þeirra. Eng- inn sjómaður, sem ég hefi þekt, hefir betur komið mér í skiln- ing um líf hásetanna á togurunum en hann. Fyrst eftir það, að ég hafði heyrt hann segja frá því, skildi ég það til fullnustu. Það er eftirsjón að ungum, efnilegum og dugandi mönnum, sem lík- legir eru til þess að láta gott af sér leiða. Ásmuudur var einn af þeim. Því harma hann allir kunningjar hans og félagar. Mest hefir þó móðir hans mist. Fyrir nokkrum árum misti hún mann sinn á bezta skeiði. Þá var son- urinn einn eftir. Við hann voru framtíðarvonirnar tengdar. Nú er hann horfinn líka — á unga aldri frá björtum framtíðarvonum og dáðríku starfi. En er þá víst, að aðalatriðið sé að lifa lengi? Mun ekki vera rneira um hitt vert að hafa lifað vel og fara óvelktur úr heiminum ? Felix Guðinundsson. Kaldhæðni „Morgunblaðsins“. Er það að storka atvinnuleys- ingjunum? „Morgunblaðið“ segir í dag: „Atvinnuleysi er sízt meira nú sem stendur en önnur haust.“ „Morgunblaðið“ veit, að það talar mó.ti betri vitund, þótt það þykist byggja á þeirri tölu manna, sem þegar hafa látið skrá sig. Þessi skráða tala manna er lítill spegill af atvinnuleysinu. Menn létu ekki skrá sig, því miður, og það af þessum orsökum: 1. Þeir menn, sem ekki eiga sveitfesti í bænum, láta flestir ekki skrá sig vegna þeirrar reynslu, að bærinn veitir þeim ekki vinnu (sbr. síðustu atvinnu- bætur). 2. Fjöldi manna, sem sveitfesti eiga I bænum, létu ekki heldur skrá sig, sögðust enga vinnu fá upp úr því. 3. Allmargir menn vildu alls ekki gefa sig upp senr atvinnu- lausa af ýmsum tilfærðum ástæð- um, sem ek«ki verða hér greindar. En yfirleitt er það vantrú manna á meirihlutavaldi bæjarstjórnar- innar um, að nokkur vinna verði sett á stofn, sem aftrar fjölda manna frá því að gefa sig fram sem atvinnulausa. „Atvinnuleysi er sízt meira nú en önnur haust“, segir „Mogga“- tetur. Hvað heldur hann að allir þeir, sem á togurum vinna, hafi að gera? Þrjú undan farin haust voru allir tdgararnir farnir á ís- fisksveiðar um þetta leyti, en nú eru að eins 5 á ísfisksveiðum og 4 sem stendur við annan veiði- skap. 19 togarar liggja kyrrir. Eru þá rúmir 300 menn að frá töldum yfirmönnum atvinnulausir fyrir þessar sakir. Allur þorri manna, sem frá síld- veiðunum kemur, hefir sumpart rýra eða enga atvinnu. Á hverju eiga þeir að lifa I vetur ? Urn tölu þessara manna er ókunnugt. Þá eru verkamenn, sem leita eftir eyrarvinnunni. Finst „Mogga“-rit- stjórunum, að sú vinna hafi verið svo stöðug, að sá stóri hópur manna, sem þangað leitar að vinnu, hafi orðið feitur af? Nei; vinnan hefir verið miklu stopulli en undan farin sumur og tekj- urnar að sama skapi. Á hverju eiga þessir menn að lifa i vetur? Um byggingarnar er það að segja, að nrestur hluti þeirra er að verða búinn, flest húsin komin undir þak. Þá er hin almenna verkamannavinnq úr sögunni. Við Landakotskirkju verður lítil vinna í vetur. Við „Gamla Bíó“ verður engin vinria nema fyrir æfða steinsmiði og trésmiði. Húsið er fullsteypt. 20—30 menn hafa unn- ið þar í sumar. Nú er sú vinna úr sögunni. Hér hefir verið drepið á örfá dæmi, sem sanna atvinnuleysi manna, og væri þó hægt að tina meira til. Það er því ósvífni í meira lagi af ritstjórum „Mogga", að ætla að telja fólki trú um, að atvinnuleysi og þröngar ástæður séu ekki ríkjandi hjá verkalýðn- um I bænum. Slíkt verður að skoðast sem storkun til þessara manna, sem vinnulausir eru, — eitthvað í þessa átt: Þio veroíó íw eiga ykkur sjálfir. Þíð fáið engar atvinnubœtur. 28. september. S. Á. Ó. Om daginn og weginn. Naeturlæknir er í nótt Ölafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. Hirðuleysi yprður það að kallast, að engin ljós skuli vera höfð á Hauksbryggj- unni nú, þegar skammdegið er að byrja. Dæmi eru til, að slys hafa orðið hér á hafnarbakkanum, og ættu þau að vera yfirvöldunum nægileg viðvörun til þess, að ljós yrðu riú þegar sett upp á þessa ' bryggju. Togarinn „Kári“ fór í gær á veiðar og á að leggja upp aflann á Sólbakka; verður gert úr honum fiskmjöl þar í verksiriiðj- unni. „Eyjablaðið“. 1. tölublað þess er komið hingað. Blaðið er vikublað og kemur út á sunnudagsmorgnum. Útgefandi er verkamannafélagið „Drífandi", en ritstjórn skipa þeir Isleifur Högna- son, Haukur Björnsson og Jón Rafnsson. Blaðið er málgagn al- þýðu í Vestmannaeyjum og fylgir stefnuskrá Alþýðuflokksins. Veðrið. Híti 8 -3 stig. Átt suðlæg og suðvestlæg, hæg. Regn sunnanlands. Loftvægislægð fyrir norðvestan land. Útlit í clag og í nóttl Suðvesh læg og vestlæg átt, skúraveður á Suður- og Vestur-landi, þurt á Austurlandi og víðast hvar á Norð- urlandi. Skipafréttir. „Gullfoss“ fór vestur og norður í gærkveldi. „Bro“, aukaskip Eim- skipafélags íslands, kom um há- degið í dag. 130 ár eru í dag frá fæðingu Bólu- Hjálmars, að því er dr. Jón Þor- kelsson taldi sannast vera. Oengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 10Ó kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Doilar............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk . kr. 22,15 - 121,24 - 122,27 - 100,20 - 4,57 - 13,09 - 133,31 - 108,93 Dánarfregn. Látinn er í gær úr taugaveiki í sjúkrahúsinu á Eskifirði Marel Öl- afsson trésmiður, er undan farin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.