Alþýðublaðið - 30.09.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1926, Blaðsíða 4
30. september 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ég veit, hvað á bak við er. Ég er réttlaus maöur. Ég er svift- ur því dýrmætasta, sem ég á, orðinn sem skuggi, sem enginn tekur eftir og enginn vill vera nálægt. Ef ég á sveit annars staðar en þar, sem ég dvel, eru tii- skipaðir menn sendir til að tvístra hópnum og flytja grátandi konu og börn sitt í hverja áttina. Það eru hörð hjörtu, sem geta gefið sig að slíku starfi, og ekki ó- trúlegt, þótt einhver af hlutað- eigendum yrði bænheitur í þeirra garð. En ég spyr: Á ég að gjaida þess, að ég misti heilsuna? Á ég að gjalda þess, að ég notaði krafta rnína um of til að afla heimilinu bjargræðis og þar af leiðandi varð að falla í valinn fyrir tímann? Það lítur út fyrir það. Fyrir það að’ missa heils- una er ég geröur jafnréttarhár og hið auðvirðilegasta kvikindi jarðarinnar. Það er ekki nóg með það, að ég misti heilsuna, held- ur eru með þessum lögum eyði- lagðir sálarkraftar mínir. Þau eru sem smádrepandi eitur, er vinnur smátt og smátt að því, að ég verð andlegur og líkamlegur aumingi. Öðru máli er að gegna með þá, sem enga virðingu eða metnað bera fyrir sjálfum sér eða stöðu sinni í lífinu, — menn, sem hafa eyðilagt heimili sín af drykkju- skap, ieti eða öðrum ómensku- háttum. Þeir eru ánægðir, ef þeir komast „á bæinn“, og meta að iitlu, þótt þeir tapi réttindum sín- um og frelsi, því dýrmætasta, sem maðurinn á til í eigu sinni. Þeir menn ganga viljandi þurfamanna- veginn. En þeir, sem missa heilsuna af veikindum eða slysum, verða að gjalda þess að þurfa að leita hjálpar. Þeir eru rændir þeim fjársjóði, sem þeir hafa verndað og varðveitt gegn um strit og erfiðleika lífsins og þeir hefðu aldrei af hendi látið í neinum tilfellum.' En þegar svona er kom- iö, er ekki spurt að, hvort hjálpar- beiðandi vilji láta af hendi rétt- indi sín. Þeim er stolið þegjandi eftir ákvæði laganna. Verkamenn og verkakonur! StuöJið aó því af fremsta megni, að fá það atriði að minsta kosti felt úr lögunum, að sá, sem miss- ir heilsuna af veikindum eða slys- um, skuli tapa réttindum sínum fyrir þaö að verða aö leita hjálpar til meðbræðra sinna. Gætið þess, að þótt þið séuð núna hraust og heilbrigð og kennið einskis meins, þá er lífið á svo völtum fæti, að fyrr en varir getur svo farið, að þið verð- ið á hjálp að halda, og ég hugsa, að fæstir af verkalýðnum sé svo efnum búnir að geta framfleytt sér og sínum án styrks yfir lengri tírna, jafnvei svo árurn skiftir. Á meðan þessum ómannúðar- lögum er beitt í landinu, nær hin svo kallaða menning ekki lengra en í klæðaburðinn og útvortis- látbragð, en kemur ekki nálægt hjartanu. Burt með þrælalögin! A. Lifll athiipsemd. Um þriðju hljómleika Páls ís- ólfssonar í íríkirkjunni skrifar T. Á. í Alþbl. nýlega. Er umsögn hans, eins og annara urn þaú efni, á þann veg, að lítiö er á henni að græða. Þaö er t. d. engin skýring, þótt hann geti þess, að Páll eigi „flokk aðdáenda“, og" að hann sé „heilsteyptur lista- maður“, o. fl. o. fl. Það, sem hann segir urn Axel Wold, er einnig sömu tegundar, — mas út í bláinn. T. Á. fagnar yfir þvf, „að eiga von á framhaldi af þessum hljóm- leikum Páls í vetur“. Ef nokkuð felst í jressum hljóm- Jeikum, sem hefir gildi til að göfga o'g lyfta, þá þarf að túlka það. Páll ætti að skýra fyrir á- heyrendum sínum, hvað í hvérju „verki“ felst, um leið og hann leysir það af hendi. Án þess er mjög hætt við, að hljómarnir með samböndum þeirra fari bara „inn um annað eyrað og út um hitt“. Með því móti fær hugsunin ekki annað til geymslu og íhugunar. ’en tónana eina — án innihalds. Þá er eitt atriöi, sem ég vll leyfa mér að skjóta hér inn, þótt það komi hljómleikunum ekkert við: Aögöngumiðar voru seldir næsturn á þröskuldi kirkjunnar. Kirkjan er nógu mikill kunningi auranna, þótt inngangur í helgi- dóminn sé ekki keyptur á söimt mínútunni, sem hatturinn er tek- inri af höföinu og gengið inn. 7. J. Vestur-lslenzkar fréttir. FB„ 23. sept. Björgvin Guðinundsson, tónskáldið vestur-íslenzka, er nú korninn til Lundúna til náms í konunglega hljómlistarskólanum. Björgvin ku vera hinn mesti efnr ismaður á sínu sviði og líklegur til að vinna sér mikla frægð og þjóð sinni. Vert er það, að á lofti sé haldið, hve einhuga Vest- ur-íslendingar eru um að styrkjq þenna efnilega mann á náms- brautinni. Hafa þeir myndað sjóð í því skyni, Styrktarsjóð Björg- vins Guðmundssonar, og hafði safnast í hann 25. ágúst tæp 2 000 dollara. í „Heimskringlu" 25. ágúst stendur: „Ákveðið er, að Björgvin stundi nám við Royal College of Music eða Konung- Jega hljómlistarskólann í Lundún- um. Er það langmerkasti hljóm- listarskóli á Englandi og eirin af ágætustu og merkustu hljómlist- arskólum heimsins. Námstíminn er 3 ár, og er tiiætlunin, að Björg- vin verði þar þann tíma, svo að honum gefist kostur á að nema alt það, sem kent er í skólan- um. Fjársöfnunin hefir gengið vel, og alt útlit er á, að svo verði áfram, því að minsta kosti nrá gera ráð fyrir, að 2 500 dollara þurfi fyrir hver árslok, reiknað frá því söfnunin hófst. — Eng- inn ætti að þurfa að leggja fram. skerf í sjóðinn sér til baga, því að afdrif fyrirtækisins eru mest undir því komin, að sem flesíir leggi eitthvað af mörkum. ís- lendingar eru hér að vinna ágadt og dæmafátt verk í fullum skiln- ingi um heiður sinn vakanda viti.“ FB., 29. sept. Haraldur Sveinbjörnsson heitir ungur islendingur, sem stundaði leikfimi hjá Níels Buhk í Danmörku. Hefir hann dvalið um skeiö í íslendingabyggöum vestra, síðast í Dakota. Nú hefir Har- aldur verið ráðinn leikfimikenn- ari ríkisháskólans í South-Caro- lina-ríkinu í Bandaríkjunum, og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.