Alþýðublaðið - 01.10.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.10.1926, Blaðsíða 5
ALEÝÐUBLAÐIÐ S Rök jaf nað arstef iiumiar fást hjá bóksðlum. Þeir, sem vilja kynna sér jafnaðar- stefnuna, purfa nauðsynlega að lesa þessa bók með athygli. — Áskrifendur vitji bókarinnar hjá Sigurði Jóhaimessyui, Bergsstaðastræti 9 B. Oejjisla á reiðiijáluiti „Öinin“ Laugavegi 20 A, tekur reið- hjól til geymslu. Reiðhjól erugeymd í herbergi með miðstöðvarhita. Ath: Öll reiðhjól eru vátrygð gegn bruna þjófnaði og skemdum. Sími 1161. Sími 1161. fitsala. Hjðg mikill afsiáttur. Ullar millifatapeysur, áður 16—18 kr., nú 12 krónur. Manchettskyrtur frá kr. 4,50. Flibbar stífir og linir 0,25. Pyralin flibbar 0,25. Manchettur, stífar, 0,75. Enskar húfur, ágætar, 1,50. Hattar 20% og niður í hálfvirði. — Regnfrakkar 20%, sumir 30—40%. — Nokkuð af fatatauum, mjög mikill afsláttur. — Tilbúin föt, mjög rnikill afsláttur. — Égta gott peysufataklæði 13,50 metr. — Margt fleira, svo sem: Nærföt á drengi og fullorðna með tækifærisverði. Andrés Andrésson, Laugavegi 3. Einar ská'aglam: Húsið við Norðurá. Það tvent gladdi mig þó, að enginn vissi, að ég var á lífi, ne'ma Sally gamla og Mar- garet, svo og hitt, að ég hafði tekið upp nafn Maxwells. Majórinn hafði aldrei séð mig og þekti mig ekki nema að nafni, svo að undir nafni Maxwells hlaut ég að geta komist að majórnum án þess, að hann kipti sér upp við, og þá gat ég komið frarn hefnd minni. Við Margaret sagði ég: „Þú verður að iofa mér þvi fy-rir þína hönd og Sally gömlu aö segja engum, að ég sé á lífi! Gefðu mér hönd þína upp á þetta, og þá skal ég hefna alls á majórnum.“ Margaret rétti mér höndina og lofaði því. „Framvegis heiti ég Maxwell; mundu það,“ bætti ég við. Þá heyrðum við hljóð í barninu. Margaret hljóp til vöggunnar, leit á barnið og kastaði sér grátandi niður. Barnið var örent. Ég leit á þau bæði, barnið og Márgaret, um stund og gekk svo á burtu. Og ég hefi aldrei séð Margaret Cornish síðan. En majörnum hefi ég fyigt síðan, hyert sem hann hefir farið, og reynt aö ná á honum færi, og þó það hafi ekki tekist enn, mun ég haida áfram, unz alis er hefnt. Þessar línur hefi ég ritað til þess, að vinir mínir og vandamenn geti séð, ef þeir frétta tii mín verk, sem talið er ósamboöið heiðar- legurn manni, hver undirrót þess var, og hvaða réttar ég var að reka.“ Þegar Goodmann Johnson hafði lesið frá- sögu Owens, skildi hann, hvernig í öilu iá. Hann lagði aftur kverið og rétti Miss Cornish það. „Ég hefi mestu samúð með ykkur báðum,“ sagði hann. Miss Cornish tók við kverinu og rétti Joiin- son bréf. „Þér verðið að lesa þetta lika. Þá þekkið þér alt,“ sagði hún. Goodmann Johnson las: „Borgarnes. Kæra Margaret! Loksins hefi ég fengið færi á majórnum. Ég hefi ráðið mig sem þjón til hans og er nú kominn með honum hingað út til íslands. Hann læzt vera að veiða laxa í á hér. Hann er rnesta varmenni, sem ég hefi þekt. En þó að forsjónin hafi dags daglega iagt líí hans upp í hendurnar á mér, hefi ég kyn- okað mér við að vinna þetta verk, — að drepa, — að myrða mann. En nú á það að verða í nótt. Hérna í húsinu er skínandi falleg, íslenzk sveitastúlka. Hún er yndisfögur og góð og mirinir mig að ytra útliti svo mikið á þig, að mér finst ég sjá þig fyrir mér, þegar ég sé hana. Hún er trúlofuð góðum manni. En faðir hennar, eigingjarn, harðsvíraður manngarmur, er að ofurselja hana majórnum. En úr því skal ekki verða. Mér finst það vera þú, sem sért að lenda í kiónum á hon- um aftur. Majórinn er nú auðvitað dauðadrukkinn heima í húsi, eins og vant er. Þegar ég kem heim, fyrirfer ég honum, og geng svo í ána sjálfur. Þá er einu varmenni og einum óláns- manni færra. Ég iegg hér innan i frásögn af öllu þessu máli, til að þú getir hreinsað mannorð mi.t, ef vinum mínum og vandamönnum fihst faliinn á það blettur. Ég vona, að góð forsjón mildi raunir þínar. * Líði þér vel! / Þinn Owen.“ Goodmann Johnson lagði saman bréfið. Svona hafði það þá verið. „Ég skal sjá um, að enginn maður hér- lendur fái neitt um þetta að vita. En ég verð aö •biðja yður að afhenda mér þessi tvö skjöl og koma með mér til lögreglunnar og staðfesta alt þar, svo að ég geti notað það á íslandi til að leysa manninn úr fang- eisi, sem er ranglega grunaður,“ sagði John- son vingjarnlega. Miss Cornish hugsaði sig urn stundarkorn. Svo hringdi hún, og Sally gamla kom inn. „Náðu í bifreið og kom þú með yfirhöfn- ina mína. Ég fer sem snöggvast út með Mr. Johnson," sagði hún.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.