Alþýðublaðið - 02.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ nTlLÞÝÐUBLÁBIÐ j 3 ktíinu.r út á hverjum virkum degi. < 5 Aígreiðsla í Alpýðuhúsinu við < j Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. < J ti! kl. 7 síðd. < j Skrifstofa á sama stað opin kl. < ) 9!— 10! 3 árd. og kl. 8 — 9 siðd. J < Siinar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > ! (skrifstofan). ► < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► ! mánuöi. Atiglýsingaverð kr. 0,15 ► < hver mm. eindálka. | ! Prentsmiðja: AlJJýðuprentsmiðjan | J (í sama húsi, sömu símar). J < ! Handaflið. 1 mjög röksamlcgri og greina- góori grein um jafnaðarstefnuna, er Ólafur Friðriksson reit í síð- asta hefti „Eimreiðarinnar", gat hann þess, sem rétt er, að sumir jafnaðarmanna haía ekki trú á, að þingræðis- og löggjafar-byr- inn beri alþýðustéttina beint í lendingu á hinu fyrirheitna landi jafnaðarstefnunnar; það þurfi að gutla undir síðasta áfangann, nota „handaflið". Petta orð, „handaflið“, hafa nú blöð auðvaldsstéttarinnar rifið út úr öllu samhengi og glamra með það eins og páfagaukar meó' blótsyrði. Pau minnast ekki einu orði á það, að stétt þeirra hefir þegar gert tilraun til þess hér á landi að neyða alþýöu til að beita handafli sér til varnar, sem sé þegar nú verandi ríkisstjórn vildi fá alþingi til þess að samþykkja lög um stofnun hers til að berja niður með „tækjum" kaupkröfur verkafölks. Ef slík lög hefðu náð samþykki, var annaðhvort fyrir alþýðu að duga eða drepast, neyta handaflsins til að koma kröfurn sínum fram eða verða eila iiungurmorða. Slík tiltæki auövaldsins eru. það, sem þeir jafnaðarmenn hafa í huga„ sern áiíta, að handafls þurfi að neyta, áður ljúki, til þess að koma jafn- a'Carstefnunni í íramkvæmd. Peir skilja það, sem auðvaldið þykist nú ekki vilja muna, að auðvalds- stétlin varð að neyta handaflsins til að ná yfirráðunum í stjórn- arbyltingunni miklu 1792 í Frakk- landi, af því að þá verandi yfir- ráðastétt, sem var oröin minni- hluíastétt eins og auövaldsstéttin er nú, vildi ekki sieppa yfirráðun- um með góðu við meiri hluta þjóðarinnar. Dæmi þess, aö handafls þuríi að neyta til að koma viti fyrir þá, sem vilja ekki skilja kröfur tímans, er ekki heldur óþekt hér á landi, þótt i smærri stíl sé en í baráttu milljónastétta úti í heimi. Hannes Hafstein segir frá þ.ví um einhvern hinn gáfaðasta íslend- ing, er uppi hefir verið, Jónas Hallgrimsson skáld, í æfisögu hans, að eitt sinn, er hann lenti í deilu við einn af þessum þýkk- skinnungum, sem svo algengir eru nreðai verjenda úreltra þjóðfé- lagshátta, hafi hann að lokum tekið í axlir þessa náunga og hrist hann, og það hreif. Hefir Jónas þó sjálfsagt hvorki skort móð né snilli til þess að gera sannfærandi grein fyrir máli sínu, og nú mun enginn efast um, að hann hafi auk þess haft rétt betra málstaðar. Svona iiggur í þessu um hand- aflið. Þess er að gæta, að þess þarf því að eins að neyta, að auðvaldsstéttin sýni ranglátan og harðvítugan mótþróa gegn rétt- mætum kröfum alþýðu um bætt- an hag. Hitt er það, að það virðist ekki nein synd, þótt auð- valdsstéttinni sé kent að bera sæmilega virðingu fyrir handafli alþýðu, sem burgeisar hafa af alt sitt uppeldi og gróða, sem sennilega yrði býsna lítið úr, ef enginn fengist til að neyta hand- afls síns. Ádeilu-skáidrit. Gunnar Benecliktsson: Við {jjóöveginn, skáld- saga. Akureyri 1926. Skáldsaga þessi hefir þegar vakið mjög mikla athygli bæði norðanlands, þar sem hún er gef- in út, og hér syðra, og það er eðliiegt. Það er sitthvað nýstár- legt við hana. Menn hafa ekki átt von á skáldsögúm frá prest- um, síðan séra Jónas á Hrafna- giii Ieið, og enn síður, að hver sagan ræki aðra. í fyrra kom út sagan „Niður hjarnið" eftir séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ, en hún vakti ekki tiítakanléga eft- irtekt, enda var efni hennar frem- ur aimenns eðlis og munur á meðferð frá þvi, sem gerist hjá öðrum rithöfundum, ekki ýkja- greinilegur. Nú, árið eftir, kem- ur' þéssi, og hún er aö efni og meðferð þannig, að hjá éftirtekt verður ekki komist. Frásögnin er lögð í munn ungri bóndakonu í sveit fyrir austan fjall. Hún er dóttir bæjarfógetans í Reykjavík, hefir alist upp við auð og aJIs nægtir, glaum og gleði, en hún er þannig skapi far- in, að þetta fær ekki lokað augum hennar eins og flestra annara fyr- ir kjörum vinnustéttar þjóðfélags- ins. Hún lendir því hvað eftir annað á öndverðum meiði við Skyldfólk sitt og líferni þess. Peg- ar hún er upp komin, reynir hún að' bæta úr bágindum fátæklinga. með líknarstarfsemi og ætlar af landi burt til að undirbúa sig sem bezt unclir hana. Áður af því verði, dvelst hún um sumur hjá giftum systrum sínum. Önnur er prestskona í sveit og hefir ekki haft dáð í sér til að taka lífið þar þeim íökum, sem þarf, og hefir því fengið ógeð á því og manni sínuin, sem kaldur og ró- legur. gengur beint að viðfangs- efnunum. Viö komu og áhrif ó- giftu sysíurinnai; lagast þetta. Hin systirin er gift lækni á Siglufirði. Hjúskaparlíf þeirra er í bezta lagi, og þau hafa gríðartekjur, en ekki verður ógifta systirin þess vör, að hann hafi neinum verulega læknisstprfum að sinna. Fyrir líknarlund sína kemst hún inn á heimili drykkjumannskonu einnar, er kastar gjöfum til bágstaddra barna sinna í sorpið með beizk- um harðyrðum vegna þess, að þær séu fengnar fyrir fé frá lækn- inum. Pá kemst hún að því, að1 hann hefir feiknatekjur sínar aí áfengissölu. Hefir hann bygt sam- komuhús, er hann leigir til skemt- ana, og undir húsinu er kjallari með smáherbergjum með legu- bekkjum. Læknirinn er látinn i friði með áfengissöluna, af því að hann hefir lánað lögreglustjór- anum fé. Ot af þessum atvinnu- rekstri sinnast systrunum, og hin yngri rýkur suður í fússi. Pegar heim keipur, fær hún að vita, að faðir hennar er að svæfa morð- mál vegna auðugs og trúrækins útgerðarmanns, sem bæjarfógetinn er háður vegna skulda, sein hann hefir komist í fyrir býlífi sitt. Dótturinni feliur ailur ketill í eld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.