Alþýðublaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 3
A L Þ Ý Ð U B.L A Ð I Ð 3 góða, injúka og ríka“, til þess að !osa það alveg við slíkar saur- slettur. Viljið' þið ekki öll, hvert um sig? Sé svo þá er þessi slettan horfin innan skamms. 24/2 — 20. St. ' Ini daginn og Yoginn. 92 kr. lé aurár komu inn við samskotin á Dagsbrúnarfundinum á laugardagskvöldið. Verkamenn eru altaf fúsir að láta eitthvað af hendi rakna þegar veikur félags- maður á í hlut. Einar Joehumsson, hinn lands- þekti trúmálaspekingur, er kominn til bæjarins til þess að gera eina tilraun ennþá til þess að kristna Reykvikinga. Bráðum birtist hér í blaðinu grein eitir hann, sem Alþýðublaðið flytur þó það álíti kristniboð óviðkomandi stefnu sinni. Hallgrímur Hallgrímsson SÖgufræðingur héit fyrirlestur í gær í Iðnó (Alþýðufr. Stúdenta- félagsins) um enskan parlamentar* isma, Var fyrirlesturinn bæði skemtilegur og fróðlegur, en fá- sóttur mjög sökum illveðursins, og verður hann því endurtekinn næsta sunnudag. g. Kauphækkun. Eftir sarnningi þeim sem verkamenn hafa gegn- um félagsskap sinn gert við félag atvinnurekenda, á verkakaup að hækka hlutfallslega eftir því sem vöruverð stígur. Síðan samið var hefir vöruverð stigið um liðl. 14% °g á kaupið eftir því (lágmark) að hækka upp í 1,32, Var sam- þykt á fundi verkamanna á laug- ^rdagskvöldið, að gera kröfu til atvinnurekenda um þetta, og voru þeir Pétur G. Guðmundsson og Jón Baldvinsson kosnir til þess að semja við atvinnurekendur. lelðretting. í grein minni um verkakaup, sem kom í Alþbl. á ^ánudaginn, voru nokkrar prent- villur: 140 aurar um klukkutíman f staðinn fyrir 180, 14 kr. í stað 1440 aura, 46 kr. í stað 8740 a«ra og 5568 aurar sem átti að Vefa 5548 aurar. K. cZumannsfiluMan. Þann 20. þ. m. skrifar einhver, sexn þykist vera árvakur, og segir að xnenn muni spara olíu með því að klukkunni væri flýtt. Ef þessi maður væri árvakur, hlyti hann að sjá það, að það sem mundi sparast að kvöldinu, eyðist aftur að morgni, því myrkur er til hálf átta að morgni, en myndi verða til hálf níu. Hann segir, að það ætti að flýta klukkunni á laugardagskvöldi, svo menn ekki missi af hvíldartíma sínum. Hver sá maður, sem hefir vanið sig á að vakna á vissum tíma, á bágt með að vakna á öðrum tíma en þeim, er hann hefir vanið sig á. Alt virðist benda á, að sá, er það skrifar, sé kvöldvakur, en ekki árvakur. 25. febr. Guðm. Guðmundsson, verkamaður. Útlenðar fréttir. Japanar ráða til sín liðs- foringja. í Englandi eru nú eftir stríðið 20 þús. liðsforingjar, sem aru at- vinnulausir, og eru Japanar að reyna að ráöa þá til sín fyrir hátt kaup, gegn því að þeir skuldbindi sig til að berjast gegn hvaða landi sem er, nema sínu eigin. Hefir þetta verið gert að umræðuefni í þinginu brezka, án þess þó að Japan væri nefnt þar berum orð- um. Vilja Bretar ógjarnan að liðs- foringjar sínir ráði sig til Japana, þar eð þeir þá yrðu að berjast á móti Bandaríkjunum, ef til ófrið- ar drægi síðarmeir með þeim og Japan, sem margir álíta sennilegt, en Bretar líta svo á, sem að Bandaríkjamenn standi sér næst af öllum samherjunum úr heims- stríðinu. Ástandið í Austarríki. Dauskur blaðamaður ritar frá Vínarborg til blaðs síns um á- standið þar: Hámarksverð á brauði eftir seðlum) er þar 5 kr., án seðla 20 kr., kjöt kostar 140 kr. kílóið, og smjör 180 kr. Af kol- um fær hver fjölskylda úthlutað 2 pund á dag. Alfatnaður kostar 6000 kr. 97 af hverjum 100 börn- um á skólaaldri eru, svo sem læknaskoðun hefir leitt í Ijós, með einkenni þess, að hafa fengið of lítið að borða. Eiskirannsóknir í Miðjarðarhafi. A siðastliðnu hausti var haldinn í Madrid (höfuðborg Spanar) lund- ur luiltrúa þeirra ríkja sem lönd eiga að miðjarðarhafi tii þess að koma skipulagi á fiski- og haf. ranusóknir þessara þjóða, í Mið- jarðarhafinu. Verður sett á lagg- irnar miðstöð fyrir rannsóknír þessar, til þess að stjórna sam- vinnunni milíi hlutaðeigandi þjóða, og gefa út skýrslur um ársngur- inn á Frönsku, Spönsku, ítölsku og Ensku. Mið>töðin ræður yfir fjórum rannsóknarskipum: Hiron- della II sem er eign furstans af Monaco, ítölsku skipi, er smíðað hefir verið til þess að verða notað i þessum sérstaka tilgangi, og spönsku og frönsku skipi. Rannsóknin á emkum að snúa sér að þvf, að afla þeirrar vitn- eskju um líf og eðli fiska, sera nothæft gagn getur orðið að fyrir fiskveiðarnar, og aukið þær. Þetta og hitt. Bók sem er lesin. Margir íslendingar kannast við skáldsöguna Pelle Erobreren, eftir Martin Andersen Nexö; þab er sagan af dönskum verkamanna- foringja alt írá æsku. Af bók þess- ari eru nú komin út 77,500 ein- tök, og er það ekki lítiö, þar eð ekki er komið meira en dálítiS á annan áratug frá því hún kom út fyrst. Martin Andersen Nexö var farar- foringi á skemtiferð þeirri, er „Poli- tiken® stóð fyrir til íslands hér um árið. Hann starfaði í mörg ár mikið í danska jafnaðarmanna- flokknum, en hefir síðustu árin fylgt að málum bolsivíkaflokknHm í Khöfn, og er hinn eini þar, er getið hefir sér orðstír áður en sá flokkur myndaðist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.