Alþýðublaðið - 05.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.10.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4LÞÝÐUBLAÐIÐ j kemur út á hverjum virkum degi. J 1.— ,— < Afgreiðsla í Alpýðuhusinu við < Hverfisgötu 8 opin frá kl.ðárd. < J iil kl. 7 síðd. J j Skrifstofa á sama stað opin kl. ; J QVs— lOVa árd. og kl. 8 — 9 síðd. | j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► J (skrifstofan). J ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► l mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 { j hver mm. eindáika. ( í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í < (í sama húsi, sömu símar). [ Erlendir verkamenn. Á slíkum atvinnuleysistímum, sem nú eru, mætti ætla, að þvi væri fyrst og fremst fagnað, peg- ar tilrætt verður um auknar eða nýjar framkvæmdir, að par með greiddist um atvinnu fyrir ís- lenzku verkafólki. Það kemur því flatt upp á'menn — og jafnvel þá, sem af reynslu þykjast ekki hafa mikil tilefni til að vænta sérstakrar umhyggju fyrir alþýðu af hálfu yfirráðastéttarinnar —, þegar eínhver fyrsta hugsun henn- ar um áhrif 'slíkra framkvæmda á atvinnuskilyrði verkalýðsins er sú að flytja inn erlenda verkamenn, sem vitanlega hefir það í för með sér, að atvinnuaukningarinn- ar gætir ekki fyrir bragðið að ráði fyrir íslenzkan verkalýð. Það er ekki nema von, að verka- fólki og öðrum, sem bera hag alþýðu fyrir brjósti, sárni að sjá slíkt á þessum tímum. Aiþýðublaðið hlýtur því að víta það harðlega, að komið hafa al- veg nýlega fram tvenn ummæli opinberlega í þessa átt. Önnur eru í framhaldsskýrslu um járn- brautarmálið eftir Geir G. Zoega vegamálastjóra ríkisins, sem prent- Uð er í 2. hefti af Tímariti Verk- fræðingafélagsins þ. á. í lok skýrslunnar er það sagt eftir á- ætlun Möllers verkfræðings, að járnbrautin verði fullgerð á þrem árum, og hafi MöIIer gert ráð fyrir, að 300 verkamenn ynnu að verkinu jafnaðarlega. Siðan bætir vegamálastjóri ríkisins við: „Hins vegar eru ýmsar ástæður til þess, að liklegaværi heppilegra að hafa lengri tíma til verksins. Sérstak- lega mun verða örðugt að fá hér svo margt verkafólk eða nokkuð nálægt því án þess að taka fólk frá atvinnuvegunum eða skapa þeirn óeðlilega hátt Jraupgjakl. Hins vegar teldi ég mjög ráðlegt að fá hingað nokkuð stóran flokk, helzt norskra, verkamanna, sem vanir væru samningsvinnu við járnbrautarlagningar.“ Það er sannarlega hart, að emb- ættismaður þjóðar, sem að þrem fjórðu hlutum er verkamenn eða fólk, sem WÍlst til sömu þjóðfé- iagsstéttar og hefir því sams kon- ar hagsmuni, skuli fyrst og fremst taka tillit til eins fjórða hluta þjóðarinnar, atvinnurekendastétt- arinnar, — en það eru þeir, sem átt er við með orðinu „atvinnu- vegunum", — sérstaklega þegar þess er gætt, að það er vinnu- stéttin, sem beint og óbeint legg- ur fram alt það fé, sem varið er til stjórnar og framkvæmdár vegamálanna. Þá má og líta á hitt, að atvinnurekendur sjá ekki — að minsta kosti nú — svo vel fyrir hag þjóðarinnar um atvinnu, að ástæða~ sé fyrir fulltrúa þjóð- félagsins að teygja sig langt þeim til þægðar. Hitt væri miklu nær, að ýta undir þá að spæla sig dálítið við atvinnureksturinn með því að veita verkafólkim% kosí annarar atvinnu, ef þeir hafa ekki sæmileg kjör i boði. Hin ummælin eru líks eðlis, en þau eru í þeim stað, sem aldrei er von á góðu úr í garð alþýðu. , Morgunblaðið" spurði JÍIemenz Jónsson alþingismann, kominn úr utanför, um fyrirætl- anir fossafélagsins „Titans“ um virkjun Urriðafoss í Þ'jórsá. Það er auðséð, að innflutningur er- Iendra verkamanna er ofarlega í huga blaðstjórans, því að án til- efnis spyr hann: „Þarf ekki fé- lagið að flytja inn erlendan vinnu- kraft?" — rétt eins og ritstjór- inn væri fulltrúi einhvers, sem gerði sér að atvinnu að flytja inn erlendan verkalýð. Það virð- ist ekki heldur standa á þvi, að þeirri málaleitun sé vel tekið, því að af svarinu er að sjá, sem fé- lagið vilji helzt flytja inn alt að 600 verkamönnum til virkjunar- innar — væntanlega af umhyggju þessa félags um að þröngva ekki kosti „atvinnuveganna", þ. e. at- vinnurekenda. Það er vitanlega af alþýðu hálfu ekki út á það að setja, að erlendir verkamenn flytjist hing- að, ef veruíegur hörgull er hér á verkafólki, svo að bæði þeir og hinir innlendu, sem fyrir eru, geti átt kost sæmilegra kjara, en nú er ástæðulaust að gera ráð fyrir því. Tal um innflutning verkamanna nú er að eins móðg- un við atvinnulausa alþýðu, en hún ætti líka að vera brýning til hennar að vera á verði gegn til- raunum til þess að nota fátækt erlendra verkamanna til að spilla atvinnuskilyrðum alþýðu hér. Al- þýða þarf nú við kosningarnar að krefjast þess af frambjóðendum,, að þeir, sem kosnir verði, gæti hagsmuna hennar vandlega í þessu efni, sporni kröftulega gegn ráðagerðum um innflutning er- lendra verkamanna. Alþjóðasamband verkamanna við landbúnað hefir síðustu daga, 28.—30. septi, haldið fund í Genf. Á dagskrá var m. a. skipulagning launa- og vinnu-skilyrða verkamanna í sveit- um með samningum og löggjöf, félagsréttur verkamanna í sveit- um og réttarvernd þeirra. Ræður Brantlngs os rit. Bókaútgáfan „Tiden“ í Svíþjóð ætlar nú í haust að byrja að gefa út ræður og rit Hjalmars Brant- ings, hins látna foringja og for- sætisráðherra jafnaðarmanna í Sví- þjóð. Gert er ráð fyrir, að safnrit þetta verði 11 bindi og verði hálft’ þriðja ár að koma út. Ritstjórn þess á að annast Z. Höglund rit- •stjóri í samráði við nefnd, er í er m. a. Georg Branting. Hvert eitt bindi eða tvö saman eiga að vera sjálfstæð bók og sýna til- tekna hlið af starfsemi og skoð- unum Brantings. Af heitum bind- anna má nefna: „Samfélagsskoðun jafnaðarmanna", „Baráttan fyrir fólkstjórninni", „Föðurland, her- varnir og afvopnun", „Heimsstyrj- öldin og friðurinn'1, „Fjárhagsleg og félagsleg stjórnmálastarfsemi verkamanna", „Deilumál innan verkamannahreyfingarinnar" og „AIþjóðasambandið“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.