Alþýðublaðið - 06.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.10.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ELEPHANT CIGARETTES ItT Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ —III llllll I .. Nýkomln káputau í mörgum fallegum lit- um, sérlega ódýrt. Matíhilður Björnsðöítir, Laugavegi 23. Veggmyndir, íallegar og ódýrar, Freyjugötu 11. ínnrönimun á sama stað. Auka-niðnrjöfnnn. Skrá yfir niðurjöfnun útsvara, sem fram fór 30. f. m., liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjargjaldkera, Tjarnar- götu 12, til 15. p. m. að peim degi meðtöldum. Kærur yfir út- svörunum séu komnar til niður- jöfnunarnefndar á Laufásvegi 25 eigi síðar en 31. p. m. Borgarstjórinn í Reykjavik. 5. okt. 1926. Guðm. Ásbjörnsson settur. Allar vörnr iækfea, en alt af fyrst hjá Hannesi Jónssyni, Laugavegi 28. „Eðinbðrgu Silkikjólará kr. 17,00. Silkimillikjólar. Silkinærfatnaður. Nítízhu-náttkjölaeíni. Silkilaufaborðar (blúndur). Verzlið i ,EDINBORG4 Hafnarstræti 10 og 12. Kominn beim Guðm. Gnðfinnsson augnlæknir. Sveskjukassar 10 kr. Hveitipokar 23.50. Haframjöl 21 kr. Rúgmjöl 15.50. Sykur lækkar væntanlega bráðlega aftur. Hannes Jónsson, Laugav. 28. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. skikkju, hvíta og fjólubláa að lit, settan sem þrýði í þkrautglugga. En ef pér hugsið yður eitt augnablik um, pá áttið pér yður á, að pað voru ekki við Ameríkumenn, sem byrj- uðum á pessu!“ „Nei,“ sagði hann og hló líka, „en ég held, að pað hafi verið pið, sem að lokum gerðuð hann að ímynd viðhafnarinnar, guðdómi hins virðulega tómleysis." Við snerum fyrir hornið, meðan við vorum að rabba petta, og sáum Excelsíor-leikhúsið, sem við ætluðum í. Og par var skríllinn! II. Þegar ég sá fólksfjöldann i fyrstu, pá hélt ég, að petta væru venjulegir kvikmyndagest- ir. Ég brosti og mælti: „Skyldi það geta ver- ið, að ameríska pjóðin sé ekki, pegar til kemur, með öllu áhugalaus fyrir listum?“ En pá tók ég eftir pvi, að hópurinn virtist sveigjast ýmist til hægri eða vinstri; mér virtist líka, sern töluverður hópur manna í hermannabúningi væri parna. „Hvað er um að vera?“ kallaði ég upp. „Skyldi hér vera uppþot?" Menn hrópuðu hátt. Hermennirnir vtrtust ýmist toga í eða hrinda borgurunum. Þegar við komum nær, spurði ég mann, er þar stóð: „Hvað er að?" Mér var svarað: „Þeir vilja ekki hleypa peim inn til pess að horfa á myndina.“ „Hvers vegna ekki ?“ „Myndin er pýzk, pýzkur undirróður!" Nú verðið pér að minnast pess, að ég hafði hjálpað til pess að vinna sigur í ófriðnum, og enginn Josar sig við pess háttar reynslu í einni svipan. Tortryggnin vaknaði eitt augnablik, og ég leit framan í félaga minn, hinn mentaða bókmentafræðing frá Berlín. Var pað hugsanlegt, að pessi hæverski mað- ur væri að leika á mig, — ef til vill að reyna að koma einhverju inn í mitt heimska, amer- íska höfuð án pess, að ég tæki eftir, hvað væri að gerast? En ég rnundi eftir, hvað frá- sögn hans hafði verið nákvæm um myndina, pessi áherzla á „listina vegna listarinnar sjálfrar“. Ég mintist pess, að stríðinu hafði verið lokið fyrir. premur árum, og að ég var einfær um að hugsa fyrir sjálfan mig. Dr. Henner tók fyrr til máls: „Ég held,“ sagði hann, „að það kunni að vera hyggi- legra af mér að reyna ekki að komast ínn.“ „Vitleysa!" hrópaði ég. „Ég læt ekki hóp af bjánum segja mér fyrir.“ „Nei,“ sagði hann; „pér eruð Ameríkumað- ur og purfið pess ekki. En ég er Þjóðverji og verð að læra.“ Ég varð var beizkjunnar í orðunum, en skifti mér ekki af pví. „Þetta nær ekki nokk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.