Alþýðublaðið - 07.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ\’ÐUBLAÐIÐ í&LIsYSIIJBLA-SIIH ] | kemur út á hverjum virkum degi. < I Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við < | Hverhsgötu 8 opin írá kl. 9 árd. j j til kl. 7 síðd. J J Skrifstofa á sarna stað opin kl. t J 9! 10! o árd. og kl. 8—9 síðd. < | Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < j (skrifstofan). < r Verðlag: ÁskriftarverO kr. 1,00 á J ] mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 < t hver mm. eindálka. J Prentsmiðja: Aiþýöuprentsmiðjan < (í sama húsi, sömu símar). J ¥liniiitfniinn<. Eitt af því, sem getur verið verkafólki Uiugunarefni á at- vinnuleysistímum, er vinnutíminn. Svo framariega sem hver maður afkastar því meira, sent hann vinnur lengur, þá er auðsætt, að vinnan, sem er takmörkuð, skift- ist milli því færri manna, sem vinnutíminn er lengri. Langur vinnutími er því eitt af því, sem styður að atvinnuleysi. Vinnutími er í flestum alvinnu- greinum hér á Jandi 10—12 stund- ir og alt upp í 18 stundir á sólar- hring. 1 eitthvað tveimur iðnaðar- greinum, hjá prenturum og bók- bindurum, er hann 8 stundir. Það er nú orðið algengasti vinnutími í öðrum löndum, og hefir það aðallega áunnist 'fyrir baráttu verkaiýðsfélaganna fyrir bættum kjörum verkalýðsins. i ‘ ýmsum gréinum er hann styttri, á laugar- dögum að eins unninn hálfur dag- urinn, og nú er komin fregn um, að Ford bifreiðakóngur hafi á- kveðið að láta að eins vinna fimm (7—8 stunda) daga í verk- smiðjum sínunr og telji það arð- vænlegast. Það fylgir framförum í verk- legunr efnum, notkun vinnuvéla og bættum vinnuaðferðum, að framleiðsla á hverri vinnustund verður æ meiri. Það fækkar enn þeim verkamönnum, sem þarf til að fullnægja framleiðsluþörf fólksins, sem er takmörkuð af lít- illi kaupgetu alls þorra rnanna sakir lágs kaupgjalds og atvinnu- skorts. Svo nijög kveður að þess- ari breytingu sakir verklegra framfara, að skýrslur sýria, að samtímis því, sem framleiðsla í iandbúnaði í Ameríku hefir auk- ist um 22o/0, hefir verkafólki, sem að framleiðslunni vann, fækkað um 9%, af því að vinnutíminn hefir ekki verið styttur í samræmi við aukning framleiðslunnar á hvern vinnutíma. Fólkið, sem út undan verður, bætist í atvinnu- lausra-hóiiinn, því að líkt er á- statt í öörum atvinnugreinum. Vinnutíminn er þanníg aivar- legt umhugsunarefni, þegar fram- farir í verklegum efnum eru aó gerast, og þær eru nú á tím- um alt af að gerast, einnig hér á landi, og þær eiga að gerast, en þær eiga líka að verða tii þess að létta vinnunni af fóik- inu. Það er hin heilbrigða hugsun undir öllum verklegum framför- um. Það er mikið talað um „frelsj" hér á landi, en — sennilega af skiijanlegum ástæðum —rninna hirt um aö skýra fyrir fólki, hvað frelsi er. Úti urn löncl hefir hvar- vetna rutt sér til rúrns sú skýring á frelsi, sem G. Bernard Shaw gaf einu sinni, er hann var spurð- ur, hvað frelsi væri: „Frelsi er tómstundir". Þarna er það. Frelsi er tómstundir. Þræiar eiga sér engar tómstundir. Þeir fá að eins vinnuhlé til að hvíla sig til þess að vera ekki ónýtir til vinnu. Frjálst fólk getur ekki iátið sér nægja það hlutskifti. Það þarf auk hvíldartímanna tómstundir til að njóta lífsins, njóta fegurðar og yndis af náttúru, listum og sarnneyti við aðra menn. Það þarf tómstundir til þess að átta sig á aðstöðu sinni í samfélaginu við aðra menn og ráða ráðum sínum til að sjá sér farboróa í lífinu. Það þarf tómstundir til að taka þátt í stjórn og starfsemi þjóðfélagsins, sem það heyrir til, og til aö gæta þess, að réttur þess sé ekki fyrir' borð borinn af þeirn, sem hafa tömstundir. Frelsi er lífsskilyrði. Það er; Tómstundir eru lífsskilyrði. Það er ekkert líf aö vera bundinn í þrældómi frá íæðingu til grafar. Auk þess er það til skammar. Þess gerist ekki þörf. Það er ekk- ert vit í því, eins og góður rit- höfundur hefir sagt, að villimað- ur þurfi ekki að vinna fyrir sér iengur en svo sem tvær stundir á dag, en maöur af mentaþjóö, sem hefir yfir að ráða hundrað- falt betri tæki til að fullnægja lífsþörfunum, skuii vera látinn þurfa margfaít lengri tíma til þess. Það getur ,ekki stafað af öóru gn ólagi. Það ólag þarf að laga. Verka- lýðurinn þarf að taka vinnutímá- málið til umræðu og úrlausnar í félögum sínum og krefjast þess, að vinnutimi sé ekki til jafnaðar hafður lengri en í mentalöndum. Það má ekki þola, að þjóð' í „frjálsu landi" sé ófrjáls, -en það er hún, ef verkafólkið heíir litl- ar eða ekki aðrar tómstundir en þær, sem skapast af atvinnuleysi, enda eru það engar tómstundir, því að þær eru fullar af áhyggj- um og búksorg. Krafa þjóðar í „frjálsu landi“ verður að vera sú, að hún fái að vera frjáls .starfspjód, en það getur hún ekki verið, ef almenn- ur vinnutími er iengri en hjá mentaþjööum. íslenzik aiþýða verður því að leggja áherzlu á að ná því marki, sem alþýða annara landa hefir náð í frelsis- málum sínum, en það er átta stunda uinnudagur. Usis ffiaffisBsa ©g| vegiun. Næturlæknir er í nótt Ölafur Gunnarsson, Laugavegi 16, sírni 272. Bæjarstjórnarfundur er í dag. Á dagskrá eru 15 mál, þar á meðal skýrsla „atvinnuleys- isnefndarinnar", erindi viðvíkjandi tillögum Jóns Öfeigssonar kennara um framhaldsskóla í Reykjavík og krafa frá skólanefndinni um, að bæjarstjórnin geri nú þegar ráðstaf- anir til að losa barnaskólann við þann voða, sem stafar af nágrenni lians við Litla-Klepp, og ósk frá henni um, að borgarstjórinn geri ráðstafanir til, að sjúklingarnir, sem þar eru, verði fluttir þaðan sem alira fyrst. Óskólaskyld börn, sem sótt hefir vejið um kenslu fyrir i barnasjkólanmn hér að þessu sinni, eru 492, samkvæmt skýrslu skólastjórans frá 24. f. m. Hefir skólanefndin samþykt að veita þeim skólavist. Þar af fá 296 ókeypis kenslu, /samkvæmt því, sem um tief- ir verið sótt og fátækranefndin sam- þykt. Togari tekinn. „Þór“ tók þýzkan togara í Garð- Sjónum í gærmorgun og flutti hing- að. Er málið í rannsókn. Togarinm hafði lítinn afia.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.