Alþýðublaðið - 07.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.10.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 O gelhljómlellcar Fáls Isölfssonar, sem írestao var sökirn lasieika hans, verða ki. 9 annað kvölcl í frikirkjunni. Veðrið. Hiti 5—1 stig. Átt víðast vestiæg ng suðlæg, víðast hæg', nema stinii- ingskaldi í Vestmannaeyjum. Þurt veður. Loftvægislægð fyrir norð- austan land og önnur við Suðvestur- land, og er hún á leið til austurs. ÍJtlit: Gott veður norðaustanlands í dag ,og sennilega á Suðvestur- og Austur-landi i nótt. Annars víða skúrir. Maðurinn, sem fyrir högginu varð á hafnarbakkanum, var nokkru hressari í morgun heldur en yndan- farið. Alþýðublaðið hefir átt tal við félaga hans, þann, er eigi var ölvaður eða sem vitnum ber sam- an um að hafi verið stiltur, og býst hann við að hafa getað lokk- að þá félaga sína með sér til skips með góðu, ef honum hefði unnist tími til þess'áður en lögreglan var kölluð í kaffihúsið „Fiallkonuna“ til þess að koma þeim burtu. Forsprakkar rikishersfrmnvarp!» ins, — sem viðurkent var á alþingi að þeir ætluðu að láta setja upp her- inn til höfuðs verkamönnum, bú- inn „tækjum" til að lumbra á þeim í kaupdeilum, — þeir eru nú að spreyta sig á að skrifa um „of- beldisverk“, sem þeir vilja kalla svo, í ,,'Mgbl.“. Heyr á endemi! ;a a Mýkomln ullarkjólatau í sérlega fallegum lit- um frá 2,80 metrinn. Matthildur Björnsdóttir, Laugavegi 23. Bylta. Á mánudaginn var var ölvaður maður úr Hafnarfirði á gangi hér fyrir utan pósthúsið. Féil hann út af steinstéttinni á götuna og kom svo illa niður á hnakkann, að hann féll í óvit og var borinn burtu með- viíundarlaus. Raknaði hann loks við eftir langa stund. Þó mun hann hafa náð sér aftur til fulls, því að ekki er kunnugt um, að hann sé veikur nú. — Þau eru yfrið mörg dæmin um óhöpp og slys af völd- um áfengissölunnar, bæði til lengd- ar og í bráð. Fyrirspurn til „Morgunbiaðsins“. Hvort var heldur, að söguvan- þekkingu „Mgbl.“ var um að kenna, Herluf Clausen, Simi 39. að það steinþagði unr stórskáldið Benedikt Gröndal á aldarafmæli hans, eða var það af því, að að- standenclum þess >sé í nöp við hann, ellegar var hitt, aö „ritstjórarnir“ sæju einu sinni skörnin sína og þætti ekki við eiga að minnast skáldsins í svo saurugu blaði? Gengi eriendra mynta i dag: Sterlingspund..... kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,24 100 kr. sænskar .... — 122,15 100 kr. norskar .... — 100,14 Dollar..................— 4,57 100 frankar franskir. . . — 13,34 100 gyllini hollenzk . . — 183,25 100 gullmörk þýzk. . . — 108,87 Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. urri átt, dr. Henner!" sagði ég. „Pér eruð gestur minn, og ég vil ekki —“ „Hlustið þér á, vinur minn!“ mælti hann. „Þér getið vafalaust komist yðar leið án þess að lenda í vandræðum, en ég myndi áreið- anlega erta þá til reiði, og mig langar ekkert til að láta berja mig að ósekju. Ég hefi oft horft á myndina og get talað um hana við yður engu að síður.“ „Þé'r komið mér til þess að skammast mín,“ svaraði ég, „og fyrir land mitt!“ „Nei, nei! Þetta er það, sem búast má við. Þetta er það, sem ég átti við með, að skurð- læknirinn smitaöist af sjúkdóminum. Við, þýzkir mentamenn, vitum, hvað ófriður er. Við erum orðnir vanir öðru eins og þessu.“ Hann rétti mér alt í einu höndina. „Verið þér sælir!“ „Ég kem með yður,“ hrópaói ég, en hann mótmælti því; — honum myndi þykja mjög mikið fyrir því. Ég yrði að gera svo vel að verða eftir og horfa á myndina; honum myndi þykja mjög gaman að heyra síðar, hvernig mér hefði litist á hana, og hann snéri sér skyndilega við, gekk burt og skildi mig eftir, hikandi og reiðan. Ég gekk loksins áleiðis að leikhúsdyr- unum. Einn mannanna í hermannabúningn- um varnaði mér vegarins. „Hér fer eng- inn inn!“ • i -j j „Hvers vegna ekki?“ „Þetta er þýzk mynd, og við ætlum ekki að leyfa það.“ „Jæja, hlustið þér nú á,.náungi!“ svaraði ég með nokkurri þykkju. „Ég er ekki í ein- kennisbúningnum mínúm, en ég hefi eins mikinn rétt á honum eins og þér. Ég var með í öllum Argonne-bardaganunr.“ „Jæja, hvers vegna viljið þér þá vera að horfa á þýzkan undirróður?" „Ætli ég horfi ekki á það, sem mér sýn- ist?“ „En þér kornist nú samt ekki inn. Við erum hérna til þess að varna því, að þessi mynd ■ verði sýnd!“ Ég hafði vikið mér til hliðar, meðan ég var að tala, en hann tók í handlegginn á mér. Mér fanst við vera búnir að skrafa nóg, rykti mér snögglega til og kipti lausum handleggnum. „Náið í hann!“ hrópaði hann og reyndi að stöðva mig aftur, en ég hljóp í gegn um hópinn og í áttina til skrifstof- unnar, þar sem aðgöngumiðar voru seldir. i fordyrinu voru fleiri en hundrað borgarar, en ekki nema tuttugu til þrjátíu uppgjafa- hermenn, sem vörnuðu inngöngu. Nokkrir sluppu þess vegna fram hjá, og ég var einn þeirra. Ég keypti aðgöngumiða og gekk inn í leikhúsið. Ég spurði dyravörðinn; „Hver byrjaði á þessu?" „Ég veit það ekki, herra minn! Þetta hófst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.