Alþýðublaðið - 08.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.10.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ I ILÞÝÐUELABIB | í kcntur út á hverjum virkum degi.. < 3 ........ —1 - - < J Aigreiðsla í Alpýðuhúsinu við J j Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 ctrú. j j til kl. 7 siðd. J j Síirifstofa á sania stað opin kl. j j 91/2—IO' , árd. og kl. 8 — 9 siðd. j j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j 1 (skrifstofan). J ; VerðTag: Áskriftarverð kr. 1,00 á j ! mánuði. AugJýsingaverð kr. 0,15 1 ; hver mm. eindálka. < j Prentsiniðja: Alpýðuprentsiniðjan j Engiiiu kaim íveiimir herrum að hjóna. „Vðrður" Iháldsflokksmiðstjórn- arinnar heiir undanfarið verið að hampa því, að íhaldið hefði bind- indis- og bann-mann í kjöri við landskosningarnar í haust, þar sem er Jónas Kristjánsson iækn- ir. Við síðasta landskjör mintust íhaldsblöðin lítt á bannmáiið. Pá var Jón Þoíláksson líka á odd- inum. Hinu ætlast þau til að bind- indismenn og bannvinir vari sig ekki á, að Jón Þorláksson er enn á oddinum hjá íhaldsliðinu, og að um það stendur aðaldeilan nú við kosningarnar, hvort íhalds- * og Spánarvina-stjórn hans eigi að halda völdum áfram eða ekki. Þannig er því þó varið. Áður en kosningar fara fram nú, hafa í- haldsmtnn 18 þingmenn henni til stuðnings, en 19 eru taldir and- stæðingar hennar í þinginu. Með kosningum þeim, seni fram fara 1. vrtrardag i haust, verður skor- ið úr um [)að, Irvort hún fær að sitja áfram eða ekki. íhaidsstjórnin heíir jafnvel ekki mátt heyra það nefnt, að t. d. Siglíirðingum yrði leyft að losna við útsölu Spánarvínanna og það, sern flýtur í kjölfar hennar, þrátt fyrir ítrekaöa beiðni þeirra. Þeim mun síöur hefir stjórnin gert neina minstu tilraun til að losa þjóðina alla við Spánarpláguna. Varla fer jafnvel „Vörður“ eöa önnur íhaldsblöð aö predika það, að „!egáía“-vist Gunnars Egilssón- ar á Spáni sé ráðin í því skyni. Nú er það víst, aó Jónas Krist- jánsson ætlar fyrst og fremst að styðja núverandi íhaldsstjórn, ef sú slysni skyldi henda þjóðina að hleypa honum inn i þingið tii þess. Þar af leiöir, að þó að hann kunni að vera óánægður með gerðir hennar eða aðgerðaleysi í bannmálinu, þá er hann bundinn í báða skó og getur ekki þjónað tveimur herrum, sízt svo ólíkum sem vmbanmnu og Jóni Þorláks- syni. Og þó að verið geti, aó hann vilii ympra á áhugamálum bannmanna, þá er vist, að flokk- ur sá, sem hann hefir merlít sig, kveður slíka viðleitni niður þeg- ar í stað. Svo minnast víst líka rnargir þess, aö Magnús dósent þóttist ætla að verða vörður og vetndari bannlaganna, þegar hann bauð sig fram í fyrsta sinn. Það heit rækti hann með því að safnn sem allra flestum þingmönnum eins og skjaídborg utan um Spán- arvínin og fá þá til að greiða at- kvæði með undanþágunni. Þar kom i Ijós ósvikið íhaldshugar- far: Því fleiri, sem eru samsekir, því fremur verðum við látnir í friði á eftir. Svona reyndíst „í- haids-bannmaðurinn“ sá, þegar á þingið kom. Það er líka eins og brennivíns- saurblaðið „Störmur" sjái, hvað á spýtunni hangir. Magnús, fyrr verandi „Varðar“-ritstjóri, er ekki vanur a‘ð mæla með þeinr mönn- uin, sem iíklegir eru til að verða áfengisbanninu tii eflingarj en eft- ir að kunnugt var orðið, hver efstur yrði á landskjörslista í- haldsins, heldur hann áfram að óska honum inn í þingið. Magnús er sjáanlega í finjgum vafa um, að efling íhaldsins rnuni verða til að auka en ekki minka vínflóðið í landinu, og það skifti ekki svo miklu máli, þó að sá þingmaður, sem ljær Ihaldinu liö, kunni að vera óónægður með afskifti þess af bannmálinu. Með því að styðja Spánarvíriastjórnina slær hann sjálfur bannvopnin úr hendi sér. Hugur „Varðar" íhaldsflokks- miðstjórnarinnar til vínbannsins kom líka greinilega í Ijós á laug- ardaginn var. Auk allrar bölvun- arinnar, sem Spánarvínin hafa flutt yfir þjóðina, er nú alkunn- ugt orðið, hve gagnslaus Spánar- samningurinn er fyrir fisksöluna. Samt sem áður vill „Vöröur" þessi, sem svo er nákominn í- haldsstjórninni, halda dauðahaldi í Spánarsamninginn og Spánar- vínin, og útreikningum, sem reynslan hefir marghrakið, er ætl- að að sanna nauðsyn þeirra fyrir þjóðina(!). Frá bæjarstj órnarfundi í gær. Héðinn Valdimarsson skýrði nánara- það voðaástand, er at- atvinnuleysisskýrslurnar lýsa, og brýndi fyrir bæjarstjórninni nauð- syn þess að bæta úr atvinnu- leysinu. Benti hann á, að utan- sveitarfólkið, sem svo er neínt í skýrslunum, myndi yfirleitt vera gjaldskylt hér í bænum og hafa kosningarétt í bæjarmálum. Það væri því bæjarfólk, og bæjarfé- lagið hefði líka skyldur við það. Húgsun sú, er kæmi fráiri í lög- unum um styttingu sveitfestistím- ans, að menn hafi réttindi og skyldur þar, sem þeir eiga heipia, væri rétt að kæmi hér til greina. Einnig benti hann á, hve gríðar- mikið húsaleigan gleypir af hin- um litlu tekjum verkafóiksins. Óiafur Friðriksson benti á, að skifting bæjarmanna í sveitfasía menn í bænum og utansveitar- menn hefði engan rétt á sér. Ut- ansveitarmenn, búsettir í Reykja- vík, væru engir til, nema e. t. v. iþeir, sem fluzt haía í bæinn árið, sem yfir stendur. Meiri hlutinn í bæjarstjóniinni forðaðist að Ijúka upp munni sínum, á meðan at- vinnuleysismálið var á dagskrá, Bæjarstjórnin lagði samþykki sitt á, að borgarstjóra væri falið að láta gera kostnaðaráætlanir um þau verk, er skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Byggingarnelnd barnaskólans var samkvæmt tiliögu hennar fal- ið að gera fullnaöarsamningá við Sigurð Guðmundsson bygginga- meistara um, að hann veitti skóla- byggingunni forstöðu. Jafnframt lagði Héðinn Valdimarsson á- herzlu á, að verkið verði að byrja n ú í haust. Bæjarstjórnin samþykti, að skólanefndin ráði Guðbjörgu Árnadóttur hjúkrunarkönu við •barnaskólann. Skólanefndin hafði ekki séö sér fært að lána íþrótíafélögum, sem þess höfðu óskað, leikfimissal barnaskólans • til afnota, þar eð gólfið ef orðið mjög slitið. Skýrði settur borgarstjóri frá, að efni í nýtt gólf hefði veriö pantað í sumar, en reynst ónothæft, og liefði nú verið pantað á ný.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.