Alþýðublaðið - 08.10.1926, Side 3

Alþýðublaðið - 08.10.1926, Side 3
8. október 1938. ALÞ ÝÐUBLAÐIÐ 3 Út af kröfu skólanefndarinnar um að iosa barnaskólann við ná- grenni Litla-Klepps sýndi St. J. St. enn frekar fram á, hve illa Litla-Kleppi er í sveit köniið, — í miðjum bænum og rétt hjá barnaskólanum —, einnig, að Laufásvegurinn þarfnast viðgerð- ar, og til þess að lagfæra hann þarf að taka Litia-Klepps-húsið burtu. Þá spurðist hann fyrir um, hver hefði starfrækslu Litla-Klepps og eftirlit með honum, hvert væri daggjald fyrir sjúklinga þar, og hve þeir væru margir. Því svaraði Þ. Sv. læknir þannig, að hann hefði umsjónina, en annar maður, er það hefði tekið að sér, ann- aðist starfræksluna. Daggreiðsla fyrir dvöl sjúklinga þar væri 7 til 10 kr. á mann. Væru þeir oftast 8—9, en flestir heiðu þeir orðið 10. Þeir/bæjarfulltrúar, sem til máls tóku þar um, virtust sam- mála um, að brýna nauðsyn beri til að flytja geðveikragæzluna út úr aðaibænum. Haraldur Guð- mundsson spurðist fyrir um, hvort Litla-Klepps þyrfti með áfram, þegar viðbótarbygging geðveikra- hælisins á Kleppi sjálfum yrði fullger. Neitaði Þ. Sv. því; þá myndi aðalhælið nægja. En G. Ás. kvað það geta dregist í 1—2 ár enn þá, að verkinu yrði lokið. Hallbjörn Halidórsson beindi því þá til borgarstjóra og Þ. Sv., hvort þeir vildu ekki reka á eftir því við íhaldsstjörnina, að Klepps- byggingunni sé flýtt sem allra mest. Þ. Sv. væri nú orðið í svo miklu áliti hjá Ihaldsflokknum, að líklegt væri, að hann gæti haft þhrif í þessu efni. Gefst Þ. Sv. nú tækifæri til að reyna, hve mikils hann má sín þar í sveit. í sambandivið fundargerð hafn- arnefndarinnar hreyfði. Hallbjörn Halldórsson því, hve iþipskipun- argjöld hér i Reykjavík eru há, mikiu hærri en í sámræmi við dýrtíðina. Það mál hefði áður leg- ið fyrir hafnarnefndinni, og ósk- aði H. H. þess, aö borgarstjór- inn athugaði, hvar því væri kom- ið, og lofaði G. Ásbj. því. Ól. Fr. benti á, að togararnir greiði að eins 12—14 kr. á sólarhring fyrir að liggja við bólvirki, hafnarinn- ar, og myndi það ekki, sagði hann, nema sliti bólvirkisins, livað þá sanngjarnri leigu. Það gjald stæðist engan samanburð við sams konar greiðslur vöruflutn- ingaskipanna. Þetta ætti að jafna, og .væru 25 kr. á sólarhring fyrir legu togara við bólvirki hafnar- innar ekki of hátt né heldur til- finnanlegt gjald útgerðarfélögun- um. Hins vegar væru uppskip- unargjöld þau, er eimskipafélög- in hér taka, alt of há. Jón út- gerðarmaður reyndi að verja lág- greiðsiu togaranna, en tókst ves- allega vörnin og ósannaði hann mál sitt í misgripum. Hallgr. Ben. þakkaði þeim H. H. og Ól. Fr. sem kaupmaður fyrir að hafa hreyft því í bæjarstjórninni, hve há uppskipunargjöldin eru. Har- aldur Guðmundsson benti á, að 'bezta lausn þess rnáls er sú, að bæjarfélagið sjálft láti byggja vörugeymsluhús og taki uppskip- unina í sínar hendur. Samþykt var, að skifta kjós- endum í Reykjavík i 16 kjör- deildir við alþingiskosningarnar í haust, og einnig lagði bæjar- stjórnin samþykki sitt á skipun undirkjörstjórna. Lesið vaf upp erindi frá fundi, sem rætt hafði um stofnun fram- haldsskóla fyrir Reykjavík og samband milli nokkurra sérskóla samkvæmt tillögúm Jóns Ófeigs- sonar kennara og áður hefir ver- ið getið hér í blaðinu. Af hálfu bæjarstjórnarinnar voru kosnir tveir rnenn í nefnd, sem ætlað er að undirbúa þetta mál: Hallbjörn Halldórsson (af lista jafnaðar- manna) og Pétur Halldórsson (af iista hinna). Loks var lesið upp erindi frá Finni Ólafssyni, þar sem hann býðst til að útvega bæjarfélaginu efna eða tvær almenningsbifreiðar til kaups, og sé hver með 25—30 sætum, en verð bifreiðar 1200 til 1400 sterlingspund. Að öðrum kosti óskar hann, að bæjarstjórnin veiti honum einkaleyfi í 25 ár til að starfrækja hér almenningsbif- reiðar. Erindinu var vísað til veganefndarinnar. E spera ní o jil n gið. Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. 9. Edinborgar-kastali. í Edinborg miðri gnæfir hamra- hæð ein mikil. Hún er snarbrött á þrjá vegu og lítt eða ekki kleif og var auk þess í fornöld því nær algirt vötnum, en þau hafa nú verið þurkuð upp. Þarna var því vígi gott, enda var þar virki reist löngu áður en sannar sögur hóf- ust og kallað Meyjaborg, því að höfðingjunum mun hafa þótt þar hæli gott fyrir dætur sínar. En það vita menn fyrst um virki þetta með sanni, að Auðun (Ed- win) Norðymbrakonungur vann það árið 626. Reisti hann þar kastaia mikinn, og halda sumir, að þaðan dragi Edinborg naftr sitt, en aðrir telja það miklu eldra. Var nú kastalinn um langt skeið í höndum Norðymbra, sem og héraðið alt og reyndar fleiri sveit- ir á Suður-Skotlandi. Er t. d. al- kunn vísa Sighvats skálds um konungana, sem höfðu „færð af Fífi norðan“ höfuð sín til Knúts konungs ríka. Fif er fyrir norðan Forth-fjörð. En 1020 misti Auð- ólfur Norðymbrajarl Edinborg í hendur Skota. Seinna komst kast- alinníhendur Englendinga (1296), en Skotar unnu hann aftur 1312. Klifuðu þeir neðan hæðina um miðja nótt, og var það hin mesta glæfraför, og er af henni merki- leg saga. Urðu síðan oft harðar orrustur við kastalann, því að þá var agasamt mjög í suðurhluta Skotlands, því að Englendingar gerðu þangað herhlaup öðru hvoru, en þegar á milli varð, þá börðust höfðingjar Skoía sín á meðal. Voru þar unnin ótalmörg afreksverk, en einna frægust mun þó vörn Kirkaldys frá Grange. Hann var einn af köppurn Maríu Stúart og héit tryggð við hana eftir að hún var flúin til Eng- lands og allur almenningur á Skotlandi hafði sagt henni upp holiustu. Kirkaldy varði kastal- ann gegn ofurefli liðs í þrjú ár (1570—73) og gafst loks upp, þeg- ar kastalinn var nærri allur skot- inn í rústir, menn flestir fallnir og vistir þrotnar. Var honum og mönnurn hans heitið griðum, en það var svikið og Kirkaldy sjálf- ur lrengdur, en hermenn hans sett- ir í varðhald. Margt er merkilegt að sjá i kastalanum, enda munu fáir ferða- rnenn koma svo til Edinborgar, að eigi leggi þeir leið sína þangað. Skal nú með fáum orðum minst á það helzta, sem þar er mark- vert. Fram undan kastalanum er flöt

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.