Alþýðublaðið - 11.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.10.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Falleg Frösisk Alkiæöi á 11,50—12,90 og 15,75 meterinn. Blá Chevioí i drenglaföt á 8,50—9,50 og 14,50 meterinn. Blá Chevlot indigolituð ikarlmanna- iöt á 16,50 —18,50 og 21,00 mtr. Verð og vörugæði stenzt alla samkeppni, því jafngóðar vörur svona ódýrar munu varla fástannars staðar á íslandi. allhvöss á Norður- og Austur-landi. Dálítil snjókoma á Norðausturlandi. Vaxandi norðanátt og senni'ega þurt á Suðvesturlandi. geiurn við nú af öllum kápuefnum, Drengjafata- efnum og nokkru af kjóla- efnum. Alfa, Bankastræti 14. „Paris“ selur ávalt bezlu hjúkrunartækin með vægasta verði. Nýkomin uliarkjólatau i sérlega fallegum lit- um frá 2,80 metrinn. Matthildttr Bjornsdóttir, Laugavegi 23. I Jiessum mánuði fáum við Ígætí Spaðkjot £rá Kópaskeri og Húsavík og úr öðrum beztu sauðfjárhéruð- um landsins. Kjötið verður flutt heim til kaupenda. Pöntunum veitt móttaka í sima 496. Samband ísl. samvinnníélaga. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. n^umast fyrr kreppt hnefann og lyft upp handlegg mínum, pegar ég fékk ofsalegt högg á kjálkann. Ég hefi aldrei fengið að vita, með hverju ég var laminn, hnefa eða vopni. Ég fann einungis höggið, fékk svima, og nú dundu höggin og fótasparkið á mér eins og haglél. Mig iangar til þess að biðja lesandann að trúa því, að ég lagði ekki á flótta í orr- ustunni við Argonne. Ég gerði það, sem mér bar að gera, særðist og gat mér heiðar- legan orðstír. En þar átti ég kost á að berj- ast, en hér engan. Ef til vill hefi ég líka verið orðinn ruglaður, og það hefir verið sjálfsbjargarhvöt míns þjáða líkama, — en ég flýði. Ég brauzt áfram, og höggin og sparkið rak á eftir. Þá sá ég nokkur breið þrep fram undan og víðar opnar dyr. Eg flýði í áttina þangað og var staddur í dimm- um, köldum stað, reikandi eins og drukkinn maður, en nú var enginn að berja mig, og ég varð ekki var við, að neinn væri að elta mig. Ég ætlaði að detta, sá eitthvað rétt hjá mér, náði í það og féll niður í einhvers konar trébekk. IV. Ég hafði flúið Snn í Sankti-Bartólómeus- kirkjuna. Og þegar ég nankaðí við mér — ég veit, að- ég hefi litið aumlega út, en ég verð að segjá sannleikann —, þá var ég að gráta. Ég held ekki, að sársaukinn í höfð- inu og andlitinu hafi valdið neinu um það. Það var reiðin og lægingin. Þaö var sví- virðan, að ég, sem hafði hjálpað til þess að vinna sigur í stríði, skyldi hafa orðið að flýja undan hóp af huglausum þorpurum. Hér var ég að minsta kosti, hálfliggjandi í kirkjustól, með ekka, eins og hjarta mitt væri brostið. Ég lyfti að lokum upp höfðinu, studdist við stólinn fyrir framan mig og leit um- hverfis mig. Kirkjan virtist vera mannlaus .með öllu. Skuggar féliu af bekkjunum, og beint fyrir framan mig skínandi altari og hátt uppi yfir því. gluggi með lituðu gleri, sem sólin skein í gegn um. Þér þekkið vita- skuld myndirnar, sém hafðar eru í þessum giuggum, 1— maður í síðri skikkju, hvítri, alsettri purpura og gulli. Hann er með brún- leitt skegg, blítt, raunamætt andlit, og ijós- baugur yfir höfði hans. Ég starði á mynd- ina, en var þrútinn af bræði og sársauka. Ég krepti hnefana og var staðráðinn í að fara út og elta fantana, ná i þann stóra afsíðis og lemja andlit hans í mauk. Og hér hefst furðulegi hlutinn af æfintýri mínu. Hin skínandi mynd rétti alt i einu báðar hendumar í áttina til mín, eins og hún væri að biðja mig að hugsa ekki þessar hefndarhugsanir!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.