Alþýðublaðið - 14.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ j Á L1» ÝBIJB L AIIIB [ í kérnur út á hverjum virfcuni degi. I i ■ ====== ===== [ í Afgreiðslá i Aibýðuhúsiriu við t j Hverfisgötu 8 opin frá k!.9árd. > í til kl. 7 síðd'. í J Skrifsíofa á sama stað opin ki. ► < 91 2—10’/-2 árd. og k'i. 8 — 9 siöd. f í Simar: 988 (afgreiöslan) og 1294 ► í (skrifstofan). í Verðíag: Áskriftarverð kr. 1,00 á f 1 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 l J hver mm. eindálka. [ i Prentsmiðja: Aiþýðuprentsmiðjan í | (í sama húsi, sömu sírnar). ; Mesía menningarmálið. Efling alpýðusamtakanna. Ef gætt er vel að, í hverju skilur mest á milli menningar- auðugra og menningarsnauðra þjóba nú á tímum, kemur í ljós, að pað er ekki, þótt ýmsir haldi svo, munui' á sogulegum rnenj- um né á því, hversu yfirráða- stéttin sé auðug og aðgreind frá undirokuðu stéttinni, heldur hitt, ab hjá menningarauðugum þjóð- um eru alþýðusamtök, uerkalýds- samtök, á miklu hærra stigi en hjá hinum. Nú á íímum eru al- þýðusamtök menningarskiSyrði. Pau eru sá kraítur, sem lyftir þjóðunum meira en nokkuð annað andlega og efnalega. Petía er auöskilið. Eins og nú er lögum háttað, er enginn einn maður þess megnugur að koma nokkru verulegu til leiðar án til- styrks annara, jafnvel ekki, þótt hann hafi yfir talsverðum aubi að ráða, sem þó er nú ahnent talinn „afl þeirra hluía, sem gera skal.“ Meira að segja auðmenn- irair og auðfélögin sjá sér voða búinn og niðurdrep án samtaka. Má þá nærri geja, hvernig þeir eru staddir, sem ekkert hafa ann- að sér til styrktar i lífsbaráttunni en eigin líkamsþrótt. Bót þeirra er sú ein, að til er máttlir samtak- anna, og ef harrs er neytt til hins ítrasta, er hann öflugasta stig mannlegs máttar. Samtökum bundin heild tiltölulega fárra ein- staklinga er margfalí máttugri en þúsund einstaklingar hver út af fyrir sig. Það eru dýrmæt menn- ingársannindi, sem skáldið (E. Bén.) segir: „Svo magnast einn strengur við seinasta þáttinn, að tækt verður þúsund þáttanna tak.“ Þab er þess vegna inikill vóði, sem yfir þgirn vofir, sem annað- hvort fyrir eigið hirðuleysi eða vanþekkingu eða utanaðkomandi blekkingar lendír ufan við þau verklýðssamtök, sem hann heyrir ti). Slíkur maður verður sem „reyr, af vindi skekinn". Alls staðar og ávalt verður hann að lúta í lægra hakli. Þess vegna má enginn verkámaður, sem ekki vill fyrir- íara sér í þjóðfélagslegu tilliti, Ieggjast undir höfuð að ganga í aiþýðusamtök, það verkalýðsfélag, sem honum stendur næst eftir at- vinnu hans. Enn er því miður svo ástatí hér á landi, að margt fólk stendur ut- an alþýðusamtakanna, og það er að eins því.sjálfu verst. Af því leiðir, að það eru aðrir, sem hafa andstæða hagsmuni, sem ráða öilu um hag þeirra, kaupi, vinnutírna, atvinnutækifærum o. s. frv. Öllu þessu eiga verkamenn sjálfir að ráða. I verklýðsfélögum má rann- saka þessi atriÖi og ákveða um þau, og ef ekki er kostur manna útan félaganna, verða andstæð- ingar verkamanna, atvinnurekend- ur, að beygja sig, og þeir hafa gott af þvi. Þar sem öflug verk- lýðsfélög eru, sem komið hafa fram háu kaupi og stuttum vinnu- ííma, hafa verklegar framfarir orðið mestar, því að atvinnurek- endur hafa neyðst til að bæta vinnuskipulagiö til að auka ágóða sinn, þegar ekki hefir Iengur ver- ið unt að taka hann af því, sem verkamönnunum bar að réttu lagi, verðmætunum, sem þeir hafa skapað méð vinnu sinni. Á slíkum spora ó atvinnurekendur er /ik þörf hér á landi. Einnig frá þessu sjónarmiði er þjóðinni þörf á öfl- ugum alþýðusamtökum sér til menningarauka. Efling alþýðusamtakanna er mesta menningarmá! þjóðarinnar nú á tímum. Án hánnar er öll viðleitni tii aukinnar menningar og sjálfstæðis fálm út í loftið. Pað er sjálfstæðismál þjóðarinn- ar í insta eðli sinu nú á tímum. Með sundraðri alþýðu og mátt- vana af samtakaleysi getur hver ribbaldinn ráðið niðurlögum þjóð- arinnar, hvað staffírugir sem burgeisar hennar kunna að vera. Þess vegna eiga állir menn að neyía fyrsta tækifærisins, sem býðst ti! þess að ganga í verk- lýðsféiag. Eitt tækifærið er í kvöld á „Dagsbrúnar“-íundi. Neyt- ið þess sjálfra vkkar vegna, þjób- ar ykkar vegna, menningar ykkar og lífskjara vegna, verkamenn, sem enn standið utan . samíak- anna! Það er bezta og mesta verkið, sem þið gelið unnið í dag. AlðýðitflokfesfuBdnilBB í gærltveMi. íhaldið á undanhaldi. Alþýðuflokksfundurinn í gær- kveldi var afarfjölmennur. Þar töluðu frambjóðendur á landkjörs- listunum og kjörlistunum hér í bænum aðrir en Jónas Kristjáns- son, sern er fyrir norðan, og Þórður á Kleppi, sem var veikur. Auk frambjóðendanna töluðu Jón Baldvinsson, Jón Þorláksson, Jón- as Jónsson, Sigmður Jónasson og Haraldur Guðmundsson o. fl. 1- haidið var á undanhaldi Jón Öl- afsson taldi sig „nánast íhalds- mann“, en lézt fylla flokk þeiira sakir ,frjálslyndis" þeirra(l). Jón Þorláksson varð uppvís að því að fara rangt með tölur til vmrnar áfnámi tóbakseinkasölunnar, og skakkaði milljónarfjórðungi. Jón frá Yzta-Felli upplýsíi, að.J- ÞorL sagði og rangt frá, er hann kvað Tryggva Þórhallsson hafa afneit- að í Döium vestur bandalagi við Alþýðuflokkinn; hann hefði að eins neitað skoðanaafslætti af hálfu flokkanna hvors gagnvart öðrum. Jón frá Yzta-Felli kvað Jónas Kristjánsson hafa neitað að koma suður vegna þess, að hann jþyrfti hð! \ ^eia nyrðra til að merkja kjöt. Um gengismálið var nokkuð rætt, og játaði J. ÞorL, að nú væri svo komið (vegna ó- stjórnar ihaldsins), að í nánustu framtíjð yrði ekki annað gert en verja krónuna falli. Um afstöðu sína til þess máls lýsti Jón frá Yzta-Felli yfir því, að hann vildi láta gera öflugar ráðstafanir til vamar því, að krónan félli. Margt fleira bar á góma, og verður nán- ara vikið að því í næstu blöðum. Spanskflugan verður leikin i .kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.