Alþýðublaðið - 14.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.10.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Giíímpr efia heilbrisði. Ókvæntír karimenn vieyja fyrr en kvæntir. Eins er ástandið um konur. G. M. Robertsson prófessor helclur því fram í skýrslu til „Royai Meclical Association“, aö ókvæntir karlménn og konur, sem ekki eignast börn, verði fremur sjúkdómum að bráð en aðrir, rit- ar sænsk-ameríska fréttastofan eftir „Science Service“. Robertsson prófessor hefir komist að raun um, að nærri þrisvar sinnum fleiri einhjeypir karlar og konur verði fyrir veikindum en gift fólk á sama aldri. Nýjustu skýrslur sýna, að einhleypir karlmenn á 25—35 ára aldri hafa að meðaltali dáið fjórum árum fyrr en þeir, sem giftust, og að sjúkdómshætta slíkra manna er þrisvar sinnum meiri en kvæntra. Hjúskapur með- al skyldmenna er þá að eins slæmur, ef kynið er ekki gott. Kleopatra, sem fegurð hennar og gáfur töfruðu slík heljarmenni sem Julius Cæsar og Marcus An- tonius, var afkvæmi hálfsystkina, er ázt höfðu kynslóðum saman. Sjálfboðaliðar við undirbúning kosninganna gefi sig fram við skrifsiofu A-listans. Um tiagiitiK on veginn. Næturlæknir er í nótt Katrin Thorocldsen, Von- arstræti 12, simi 1561. 860 ár eru í dag, að því er talið er, síðan Vilhjálmur basiarður Iagði Englancl undif sig. Togararnir. „Gyllir“ kom af veiðum í gær ineð 700 kassa. í morgun fór hann út aftur, fyrst til að veiða eitthvað til viðbótar, en síðan á hann að fara til Englands. „Dagsbrúnar“-fandur verður í kvöld kl. 8 í G.-T.- húsinu. Þar flytur Hallgrímur Jóns- son kennari erindi, en síðan verður rætt um Iandskjörið. Jón Sigurðs- son frá Yztafelli mætir á fund- inum. Félagar eru beðnir áð mæta vel og stundvíslega. Hjónavigsla á Esperanío fór fram 9. þ. m. í Bloomsbury á Englandi. Brúðguminn var enskur, en brúðurin austurrísk.' Þetta er í fyrsta skifti, sem brezkur biskup leyfir hjónavígslu á Esperawío. Ágætt heilsufar er nú á Austurlandi, eins og ann- ars staðar á landinu. (Eftir símtaii við landlækninn.)' Landhelgissekt. Nýlega tök varðskipiö „Óðinn“ enskan togara i landhelgi og flutti iil Siglufjarðar. Var togarinn sekt- aour um 16 þúsund kr., auk afla og veiðarfæra. Varðskipin dönsku. I fyrri nótt fór „Fylla“ héðan og hæiti strandgæzlu hér, en „Islands Faík“ kom í hennar stað. Veðrið. Hiti mestúr 2 stig, minstur 3 stig frost. Átt víöast norðlæg, nema suð- vestlæg i Reykjavík og Vestmanna- eyjum. Snarpur vindur í Hornafirði. Annars staðar lygnara. Töluverð snjókoma sums staðar norðan lands og austan. Loftvog laegst fyrir suð- auslan land, en hæst yfir Grænlandi. Otlit þenna sólarhring: Norðaustlæg átt og þurt veður á Suður- og Vest- ur-landi. Allbvöss norðaustanátt og snjókoma á Suðaustur- og Norð- austur-landi. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingsþund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,44 100 kr. sænskar .... — 122,23 100 kr. norskar.........— 99,88 Dollar..................— 4,57V4 100 frankar franskir. . . — 13,24 100 gyllini hoilenzk . . — 183,19 100 gullmörk þýzk. . . — 108,81 Fyrirspurn til „Morgunblaðsins“. „Mgbl.“ leggur út af þvi i dag, hve íogari framfleyti mörgum fjöl- skyldum. En hvað hyggur Valtýr, að togari, sem látinn er liggja bundinn inni i sundum, fæði margt fólk? Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. „Jæja,“ svaraði ég, „en eitt er víst.“ Ég benti á gluggann. „Þetta gat er nokkuð áberandi." „Já, það er satt.“ „Og ef rigning kæmi, þá myndi altarið skemmast. Séra dr. Lettuce-Spray mundi taka sér það afarnærri. Þetta altarisklæði var gefið kirkjunni með erfðaskrá frú Elvina de Wiggs, og guð einn veit, hve mörg þústíhd doilara það hefir kostað.“ „Ég býst við því, að það sé ótækt,“ svar- aði gesturinn. „Við skulum sjá til, hvort við getum ekki fundið neitt tii þess að setja þarna upp.“ Hann lagði af stað inn kirkjugöngin og í gegn um kórinn. Ég gekk á eftir, og við komum inn í skrúðhúsið, og þar sá ég á veggnum mynd í fullri líkamsstærð aí gamlo Algernon de Wiggs, forseta Alríkisbankans og kaupmannaráðs Vesturborgar. „Við skul- um sjá, hvort hann getur ekki fylt upp i staðinn,“ sagði gesturinn, og mér til mik- illar furðu sá ég hann taka stól, ná ofan þessari stóru mynd og bera hana án þess, að séð yrði, að honum veittist það neitt erfitt, inn í kirkjuna. Hann steig upp á altarið og lyfti mynd- inni upp í giuggann. Hvernig hann fór að J)ví að festa hana þar, veit ég ekki; — ég var of agndofa af þessum aðförum til þéss að taka eftir slíkum smámunum. En þarna saí myndin. Hún virtist vera nákvæmlega mátulega stór fyrir gluggann, og áhrifin voru biátt áfram stórkostleg. Það þurfti að þekkja gamia de Wiggs til þess að kunna að meta þetta, — þessar ávölu, þrýstnu kinnar með kvöldsólina að baki, sem lét þær skína eins og tvö stóreflis epli! Þessi aðalbankastjóri borgarinnar var klæddur í virðuleg, svört föt, eins og hann var ávralt búinn á sunnu- dagsmorgna. En á einum stað skein sólin í gegn um mynd hans — öðrum megin á brjóstinu. Ég réð ekki við forvitni mína. Ég gat ekki varist spurningunni: „Hvað er þetta gullna ljós ?“ Gésturinn svaraði: „Ég held, að það sé hjarta hans.“ „En það getur ekki verið!" svaraði ég. „Ljósið er hægra megin, og það er aflangt í iaginu — nákvæmlega eins og það væri peningaveski hans.“ Hann svaraði: „Þar sem fjársjóöur þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ VI. Við gengum út um bogagöngin, og Breið- gata var fram undan okkur. Nú fékk ég geig í brjóstið aftur; — ég sá sjálfan mig á gangi eftir fjölförnu strætinu með þessari ■furðúlegu persónu. Fólkið myndi glápa á ekkur, götustrákarnir þyrpást umhv'eríis ókk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.