Alþýðublaðið - 16.10.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 16.10.1926, Side 1
©efsll át af AlpýHaiflskkiiMim 1926. Laugardaginn 16 október. 241. tölublaö. fóosnintKariiar. Laugardaginn næsta, hinn fyrsta dag vetrar, á að kjósa 2 þing- menn til eins árs fyrir Reykja- vík. Um tvo lista er að velja, lista Ihaldsflokksins og lista Al- þýðuflokksins. Héðinn Valdimarsson, 1. frambjóðandi á lista Aipýðu- flokksins. Ekki verður annað sagt, en að íhaldsflokkurinn hafi valið vel við sitt hæfi, er hann selti á iista sinn þá: Jón Óiafsson og Þórð Svejns- son. Báðir eru þeir íhaldinu sanr- boðnir og flokkurinn þeim. Jón er í útgerðarstjórninni og ’Þórð- ‘ur í geðveikrastjórninni, og báð- ar eiga þær ítök í ihaldinu, eins og hnyttinn náungi orðaði það fyrir skömmu. Útgerðin hefst ekki að, en geðveikrahælin, bæði það stóra og litla, eru íroðfull. Svona ástand er ástæða til að halda í sem lengst og fastast. Auk þess hefir Þórður það sér- staklega til síns ágætis, að liann hefir áður talist andstæðingur í- haldsins og er því eins konar afrakstursköggull af úthögum Al- þýðuflokksins, en slíkir eru jafn- an taldir mestu hnoss og kjör- gripir í garði íhaldsins. Á lista Alþýðuflokksins eru þeir Héðinn Valdimarsson og Sigur- jón Ólafsson. Fáir, ef nokkrir hér í bæ, eru Sigurjón A. Ölafsson, 2. frambjóðandi á lista Alþýðu- flokksins. verr þokkaðir af sanntrúuðum í- haldssálum en einmitt þessir tveir menn. Þeir hafa jafnan verið í íylkingarbrjösti, þegar barist hef- ir verið fyrir hagsmunum alþýðu- stéttarinnar, og engir hafa ötul- legar unnið að eflingu og þroska íélagsskapar og samtaka verka- manna en einmitt þeir tveir. Héðinn Valdimarsson er ungur rnaður enn; hann hefir ekki einu sinni rétt til að kjósa við lands- kjörið næsta. (Sést þar bezt vit og samræmi kosningalaganna, að manni, sem trúað er til að fara með umboð stærsta kjördæmis landsins á alþingi, skuli rneinað að kjósa tii efri deildar.) Hann lagði stund á hagfræði við há- skólann í Kaupmannahöfn og lauk þar ágætu prófi, en hag- fræðinám er hinn allra bezti und- irbúningur undir stjórnmálastarf- semi, sem skólar fá veitt, því að hagfræðin er einmitt sú fræðir grein, sem fjallar um fjárhag og efnalega afkoniu þjóðarinnar og lögmál viðskiftalífsins. Þegar Héðinn, kom heim að loknu nárni, mátti segja, að hon- um stæðu allar dyr opnar til vegs og frama og að allir fiokk- ar hefðu fegnir tekið honum opn- um örmum. En hagfræðinámið hafði sann- fært Héðin um, að eina lausnin á stærsta vandamáli nútímans væri jafnaðarstefnan, aö eina íeið- in til að útrýma fátæktinrii óg fýlgiíiskum lvennar væri að tryggja yerkatnörinunum sjálium urnráð yfir starfstækjrim s.mmi og afrákstri vinnu sinnar. Þess . vegna gekk hann þá þegar í þann flokkinn, sem fámennastur var og minst áhrif háiði á hærri stöðum, Alþýðufiokkinn. Hann kaus frern- ur að fylgja réttu máli, en að trygggja sér náð og velþóknun valdhafanna í stjórnmálum og fjármálum. Héðinn hefir verið mikils ráð- andi starfsmaður Landsverzlunar svo að segja frá upphafi henn- ar til þess, er einkasálan var af numin um áramótin síðustu. íiér á árunum fullyrtu íhaldsmenn, að Landsverzlun yrði stærsta þrota- bú landsins, og áreiðanlega hefði fátt verið þeim kærkomnara. En nú á þessi stofnun hátt á aðra milljón króna í varasjóði, og hér um árið hafði Jón Þoriáksson f jármálaráðherra við orð, að taka eina milljön af þessum varasjóði hennar til að borga með lausar skuldir ríkissjóðs. Þannig hafa ræzt iilspár íhalds- manna um Landsverzlunina. Eng- inn efar, að Héðinn á drjúgan þátt í því, að þessi opinberi rekstur, sein sífelt var rógborinn . og um langt skeið rekinn í, beinni óþökk valdhafanna, hefir gengið ■ svo vel. Verkamönnum hér er Héðinn þó

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.