Alþýðublaðið - 16.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.10.1926, Blaðsíða 2
. .<r.r+ kunnastur af starfi sínu sentl for- ma'öur „Dagsbrúnar". Er þab starf i:ans verkamönnúm enn í fersku minni, svo og kaupdeilan vorið 1924 og úrslit hennar. Mátti þar segja, að saman færi ótrauður foringi og örugt fylgi. Eins og nærri má geta, var lléðinn útgerðarmönnum slæmur þyrnir í augum. Hann átti ekki atvinnu sína undir þeim beinlín- is, og gátu þeir því ekki unr- svifalaust rekið hann úr vinnu, þótt hann beitti sér fyrir f um- bótum á kjörurn og kaupi verka- manna. En eitthvað varð aþ gera; ráðherrann Magnús Guðmundsson sá og skildi þetta; hann reyndi að koma Héðni í skilning um, að það væri ósamrýmanlegt að vera í þjónustu ríkisins (Landsverzlun- ar) og formaður í verkamanna- félagi og styðja verkamenn í kaupdeilum, og að hann yrði að láta af öðru hvoru starfinu. En Héðinn var tornæmur mjög; hann gat ekki skilið rökfærslu ráðherr- ans og sagði ekki af sér for- inenskú »Dagsbrúnar«. og þegar til korn, brast inanninn, sem mesta hugprýði og skörungskap sýndi í JKrossanesi, kjark til að reka hann frá starfinu, vissi, sem var, að með því myndi hann vinna sér til fullrar óhelgi. Sigurjón Ólafsson hefir um langt skeið verið formaður stærsta verkiýðsfélagsins á landinu, Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Bezta sönnun þess, hversu vel hon- um hefir farið sú stjórn úr hendi, er hinn öri vöxtur félagsins og þ:ð, að hann hefir verið endur- kosinn formaður ár eftir ár. í mörg ár hefir hann og verið fá- tækrafulltrúi, og er því ekki ein- asta þaulkunnugur högum sjó- manna, heldur og alls almenn- ings hér í bæ. Má uin Sigurjón segja hið sama og Héðinn, að fátt myndi útgerð- armönnúm meira fagnaðarefni en það, ef þeir ættu umráð yfir at- vinnu hans og gætu því sett hon- um tvo kosti, að verða af at- vinnunni eða láta af formensku Sjómannafélagsins. En útgerðarinönnum hefir verið þar óhægt um vik. Sigurjón hefir um langt skeið verið starfsmaður Alþýðublaösins og eigi þurft að leita til þeirra um atvinnu. En auk starfs síns við blaðið hefir ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sigurjón jafnan þótt sjálfkjörinn maður til flestra starfa innan flokksins í nefndum, félögunum, fulltrúaráði og sambandsstjórn. .Tæplega mun nokkur einn maður innan flokksins hafa gegnt svo mörgum og margháttuðum störf- um i hans þágu sem eimnití Sigurjón Ólafsson. Alþýðuflokkurinn kýs ekki full- trúa á þing til að launa þeim eða urnbuna fyrir unnin störf. Hann sendir þá þangað til að vinna enn betur og meira en þeir nú hafa tækifæri til að hagsmunamálum alþýðu. Héðinn og Sigurjón hafa báðir sýnt og sannað með starfi sínu, að þeim er vel trúandi og ágæt- lega til að beita sér fyrír mál- stað allrar alþýðu á alþingi, hvort heldur er til varnar gegn á- rásum íhaldsins eða til sóknar. Við landkjörið síðasta lagði al- þjóð dóm á íhaldið og stjórn þess. Þrír fimtu hlutar þjóðar- innar fordæmdu það með öllu. Engin ástæða er til að ætla, að dómur alþjóðar um íhaldið í haust verði vægari. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að hann verði enn þyngri. Nú gefst einnig Reykvíkingum færi á að leggja sinn sérstaka dóm á íhaldið, að þakka því gefn- ar gjafir, sýndan vilja og við- leitni, svo sem ríkislögreglu, skattaálögur o. fl. Landskjörið síðasta sýndi, að atkvæðatala Alþýðuflokksins hafði aukist um 50»/o frá næsta land- kjöri á undan. Alþýðuflokksmenn og konur í Reykjavík eiga að sýna á laugardaginn kemur, að þeir eru ekki eftirbátar floklcs- bræðra sinna og systra úti um land, að atkvæðatala þeirra hefir aukist hlutfallslega. Enginn má sitja heirna. Ailir kjósa A-listann. Flestir telja úrslit kosninganna hér vís. Enginn skyldi þó draga sig í hlé af þeim sökum. Kosningin á laugardaginn á að færa fhaldinu heim sanninn um það, að næsta . kosning, haustið 1927, er líka viss, að þá fær Ai- þýðuflokkurinn 2 fulltrúa. H. G. Næturvöröur er næstu viku í lyfjabúð Reykja- víkur. Máfiverkasýnlng Freyméðs Jlóhannssonar frá Aknreyri. Þökk sé Freymóði fyrir að hafa íærst í íang að sýna málverk sín hé- í bæ. Hann er ungur má:a i af fátæku fólki kominn og hefir fyrir fjölskyldu að sjá, en unnið heíir hann fyrir sér með húsmálningu og er listfengur í þsirri iðn. List- málningin er að því leyti hjáverk, að hann hefir síður en svo getað gefið sig óskiftur við henni, en lisfeðlið er ríkt í Freyinóði, og fyrir því ha'a örðugleikarnir orðið að víkja. Nú er hann gestur Reykjavíkurbúa og býður þeim að líta nýjustu verk sín, 57 að tölu, flest landslagsmyndir frá ýmsum fögrunr stöðum úr byggð og óbyggðum landsins, 7 andlits- myndir og þrjár landslagsmyndir frá italíu. Sýning þessi er fjölb.-eytt og skemtileg. Flestar fyrirmyn i eru ágætlega valdar, og þess vegna fá málverkin fagra byggingu, en litir eru svo skýrir og lifandi, að líkast er því, sem maður standi frammi fyrir lifandi náttúrunni. Máiverkin eru svo jafnfalleg, að ekki er auðgert að velja eitt öðru fremur. Verðið er sett lágt, og gefst því mörgum kostur á að eignast málverk eftir Freymóð. í andlitsinálningarlistinni er Freymóður viðvaningur. Fyrsta myndin, sem kom á sýningu, var af Benedikt Jónssyni frá Auðnum sitjandi við skrifborð sitt. Þessi hiynd vakti svo mikla eftirtekt á Akureyri, að margir komu á eítir til að biðja Freymóð að mála sig. Sé spurt um það, hvaða stefnu Freymóður fylgi í list, er því auðsvarað. Hann fylgir þeirri stefnu að gefa lifandi og sanna mynd af því, sem hann dregur á léreftið. Náttúran hefir verið hans skóli, og af henni heíir honum lærst að sýna festu, þrótt og formfegurð í verkum sínum. Að þessu leyti má segja, að Frey- móður sé af „gamla skólanum". Þó veiður því ekki neitað, að tals- vert nýrri blaír hvílir yfir verk- um hans. Eins og nærri má geta, á Freymóður mikið óunnið enn. Mér finst, að það vanti sakleysi og sinfeldni í sumar myndir hans, t. d. í myndina „Þrjár systur“. Blöðin hafa verið furðu sagnafá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.