Alþýðublaðið - 16.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.10.1926, Blaðsíða 3
16. sept. 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 um sýningu þsssa, eiga sjálfsagt erfiít me'ð að taka afstöðu til Freymóðs, þvi hann er meira en miðlungsmálari. Þó hefir Jóhann- es Sveinsson Kjarva! riðið drengi- lega á vaðið, og farast honum orð á þá leið: „. . . Með sama áframhaldi, viðkynning íslenzkr- ar náttúru, fæst smám saman trygg undirstaða fyrir íslenzka málara til þess að byggja upp stóran stíl, sem veitir sterk'um og holium áhrifum málaralistar- innar til áhorfandans.“ Þetta eru eftirtektarverð orð og þess verð, að þeim sé gaumur gefinn. Það væri ekki lítils virði fyrir íslenzka málara, ef þeir gætu komið sér sarnan um grundvöllinn fyrir mál- aralistinni, leitað aftur ti! móð- ur vorrar, náttúrunnar, og fund- ið sjálfa sig. Persónueinkennin konia fram í verkunum engu að síður. Jóhann Fr. Kristjánsson. Greinarstúf þennan var „Morg- unblaðið“ beðið að birta, en að athuguðu máli gat ritstjórnin ekki orðið við þeirri bón. J. K. I sumarleyfi* (Nl.) III. Ferðinni er í dag heitið til Stevnskiint í Stevnshéraði. Kaup- maðurinn, Chr. Jacobsen, hefir boðið okkúr með sér í bifreiö. Hann var í herþjónustu sinni í lífverði konungs, en þeir menn hafa með sér félagsskap. Félögin á Mið- og Suður-Sjálandi efna til sumarfagnaðar nú í fyrsta sinni og hafa ákveðið að mætast í Storehedinge, bæ á Mið-Sjálandi. Við ökum um frjósöm héruð. Þar er býli við býli svo langt, sem augað eygir. Sum liggja við veginn. Kringum alla þessa bú- garða liggja stærri og minni blómgarðar með ótal ávaxtatrjám. Víða hagar svo til, að býlin eru byrgð inni af skógi, svo aö naum- ast sést nema rétt ofan á þakið. Umhverfis húsið liggur svo túnið eða réttara kornakurinn eða rófu- og karföflu-garðarnir. Því er vanalega haldið fram, að Dan- mörk sé fiatt land. Við Islending- ar líkjum því stundum við pönnti- köku, en það er fjarri því, að samlíldngin sé rétt. Landið er ekki grýtt; það sést naumast steinn neins staðar, en hæöir og lautir skiftast á, og inn á milli koma lauffagrir skógar, — fögur sjón og fagrir litir. Húsin eru flest byggð af rauð- um múrsteini með rauðum, kúpt- um þakflísum. Önnur eru bind- ingshús með lágum veggjum og háu stráþaki. Klest eru þessi hús einlyft, sunr þó með gafl- eða kvist-herbergjunr. Þau fara betur *rið landslagið, að mér finst, eins og torfbæirnir í sveitum á íslandi. Hin nýrri eru þó vitanlega heil- næmari. Víða eru skepnuhús á- föst við íbúðarhúsið og sums staðar innangengt í þau. — Það er lítil urnferð á vegunum um þetta leyti dags. Öðru hvoru mætum við þó hestvagni; það eru helzt nrjólkurkerrur, er nú er ek- ið heim að loknu dagsverki, og stöku bifreiðar þjóta f-ram hjá. Á stöku stað skýtur upp krakka við veginn. Þeir liggja hér og gleypa sólskinið eins og kötturinn, og ekki er að sjá, að þeim oregði neitt sérstaklega við hvininn í bif- reiðinni. Við ökunr um þéttbyggð kaup- tún. Þar er hver sölubúðin við aðra, enda liggja þéttbyggðar sveitir til beggja handa, svo að kaupmenn lifa sæmilega þolan- legu lífi. Húsin eru flest einlyft, sum þó tví- og þrí-lyft, en fá voru þó svo há. Engin þörf virt- ist á að villast í þessum bæjum, því að vegurinn var að eins einn. Við höfum ekið 3—4 mílur og erum nú í Storehedinge. Við stöðvum bifreiðina á torgi einu í miðjum bænum. Þar eru margar bifreiðar fyrir. Tala þeirra er sjálfsagt 100—150, Hér er nokk- urra mínútna dvöl, og svo er ekið af stað, — ferðinni heitið að Stevnsklint, og þangaö er aö eins 15 mínútna akstur. Það er á þessum stöðvum, að „ÁlfhóH“ á að gerast. En tím- ans tönn hefir breytt miklu á þessum svæðum. Landið liefir smám saman horfið í sjó. Stórir skógar og frjósamar ekrur hafa orðið sjónum að bráð, og sjór- inn brýtur árfega af landinu. Strandlengjan er hart krítariag, en inn á milli er líka meyr krít. Hér er þverhnípt niður í sjó, og verður að gæta allrar varúðar að fara ekki á höfuðið í sjóinn. Hér þykir gott að baðast, en sjór- inn er hvítur af krít. Brött þrep liggja niður að sjónum, og þótti mér hin mesta glæfraför að fara þetta upp og ofan. Slúta bakk- arnir langt út, þegar niður kemur, og hanga eins og skútar yfir höfði manns. Um miðbik 15. aldar var byggð hér kirkja. Þá stóð hún langt frá sjó. Nú stendur hún frammi við sjó, svo að garðurinn kringum hana og kirkjugarðinn umhverfis stendur nú á sjávarbarmi, og heíir sjórinn étið sig inn undir austur- enda kirkjunnar, og er því ekki messað þar lengur, en kirkjan er látin standa sem minjagripur á þessum, stöðvum, en vel má vera, að sjórinn taki hana, áður langir tímar líða. Lengra frá sjónum er byggð ný og fögur kirkja, og umhverfis hana er hinn fegursti kirkjugarður, — hreinasta lista- verk, — en lítið tekin til notkúnar enn þá. Þorf. Kr. fiófi greiiSa 1 „Vísi“ nýlega var vakið rnáls á þvi, að gefa þyrfti út bók urn sögustaði á íslandi með uppdrátt- um sem viðauka við islendinga- sögurnar, og býst ég við, að allir, sem enn þá hafa ánægju af lestri þeirra, taki undir þessa uppá- stungu með þakklæti til uppá- stungumanns. Greinarhöf. leggur til, að út- gáfa þessi sé falin kennurum þeim við háskólann, sem kenna íslenzk fræði, og felst ég á þá tillögu líka, en út af því leyfi ég nrér að bæta við annari tillögu, og hún er sú, að þeim verði sam- tímis falið að sjá um nýja útgáfu allra ísiendingasagna og Edd- anna. Ekki af þvi, að ég sé ekki ánægður rneð texta þeirra, held- ur af þvi, að útgáfa Sig. Krist- jánssonar er svo lítilmótleg að brotinu til, aö engin þjóö í heimi myndi hafa svo lítið við sínar dýrmætustu bókmentir. Danir lrafa gefið út Heinrs- kringlu Snorra í myndarlegu broti, prentaða á góðan pappír með skýru letri, og ætti þessi nýja útgáfa að vera í líku sniði, og myndi þá verða eftirsótt heim- ilisprýði allra góðra íslendinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.