Alþýðublaðið - 18.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ | kemur út á hverjum virkum degi. < < Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við J ; Hverfisgötu 8 opin frá ki, 9 árd. j ► til kl. 7 síðd. « Skrifstofa á sama stað opin kl. t j 9V2—10 V2 árd. og ki. 8 —9 síðd. | j Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 ► í (skriistofan). ► j Verðlag: Áskriítarverð kr, 1,00 á ► j raánuði. Auglýsingaverö kr. 0,15 ( j hver mm. eindálka. J < Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ► J (i sama húsi, sömu símar). J Blekklng prófsteinn. Ein biekking burgeisa við al- pýðu til að. aftra henni frá sam- tökum um atvinnukjör og í stjórn- málum er su, að verkamenn og sjómenn eigi ekki að ganga í verklýðsfélpg og bæta kjör sín á þann hátt að knýja fram kaup- hækkanir með slíkum samtökum. Þeir eigi að stofna til samvinnu um atvinnurekstur, stofna sam- vinnufélög til togara- og vélbáta- útgerðar eða annars atvinnureksír- ar eða gerast sjálfir atvinnurek- endur. Jón Bergsveinsson truir því, að fátækir menn ge:i orðið atvinnurekenclur og haft sömu tekjur og togaraskipstjórar, sem ýmsir haíi verið fátækir menn. Meðal annars, sem Jóni fram- kvæmdarstjóra óiafssyni datt í hug að bera frarn sér til meðmæla á Aiþýðuflokksfundinum síðasta, var ofan rituð blekkingartilraun burgeisa. Þetta væri það, sem verkamenn og sjómenn ættu að gera. Sigurjón Á. Ó'afsson, annar frambjóðandi á Alþýðuflokks- listanum, skýrði þá frá því, að sjómenn hefðu ætlað að reyna þetta. Þeir hefðu treyst sér til að gera út, þótt útgerðarmennirnir hér, sem þykjast hæfastir, treystu sér ekki. Nokkrir sjómenn hefðu t. d. ætlað að stofna samvinnu- félag til togaraútgerðar og lagt fram fé, svo sem þeir gátu. Síð- an hefðu þeir farið til þess banka, sem ætlaðvg er til stuðnings út- gerðinni, og beiðst láns til fyrir- tækisins, en svarið hefði verið: Engir peningar ti!. Þá hefðu þeir minst þess, að útgerðarmenn hefðu talið sjg mjög hlynta þess- ari aðferð fyrir sjómenn til að tryggja sér atvinnu og bæfia kjör sín og þózt vilja styðja slífea við- leitni. Þessir sjómenn hefðu því leitað til nokkurra útgerðarmanna og beðið þá stuðnings, en þeir hefðu neitað allir og borið ýmsu við. Meðal viðbáranna hefði ein verið sú, sem einn útgerðarmaður- •inn, er líklega hefir orðið önugur af þessu nauði á sér og því orðið opinskárri en hann vildi, hefði sagí: „Þaö geta ekki allir orðið útgerðarmenn!“ Þarna kom það, að þessi til- laga er ekki annað en blekking til að telja verkalýðinn af sam- tökum um atvinnukjör og stjórn- mál. Það geta ekki allir orðið útgerðar'menn eða annars háttar atvinnurekendur. Að minsta kosti yrði þá ekki mikið um verka- menn, nenia hver atvinnurekandi yrði sinn verkamaður, en þá yrðu atvinnufyrirtækin ekki stór. At- vinnurekstri með sameign \og sámvinnu verkamanna vita burg- eisarnir hins vegar að þeir geta varnað með því að láta bankana, sem þeir hafa tök á með yfir- ráðurn stéttar sinnar yfir þjóðfé* laginu, ríkinu, synja um peninga- lán og sjálfir geta þei' neiíað um persónulegan stuðning, og þeir vita líka, að verkalýðurinn hefir ekki heldur nóg peningaráð til atvinnurekstrar af eigin rammleik. Þess vegna m. a. „geta ekki allir orðið atvinnurekendur". Burgeisar vilja það vitanlega ekki heldur. Hverjir ættu að vinna hjá þeim og láta þá græða á sér, þegar allir verkamenn væru komnir í stöðuga vinnu hjá samvinnufyrir- tækjum þeirra sjálfra eða ættu sjálfir framleiðslutæki sín ? Burgeisar vita þannig, að þessi tillaga þeirra til bóta á kjörum verkalýðsins er ekkert annað en blekking, borin fram til þess eins að trufla samtakahugsun alþýðu, og alþýða má því ekki unna þeim þeirrar skemtunar, að hún gini við flugu, sem burgeisunum dett- |ur ekki i lifandi hug að trúa sjálf- um, þótt- þeir „dikti“ hana Iíklega ekki upp sér til gamans éins. Hún getur líka orðið þeim að gagni. Hvernig alþýða svarar henni, er þeim eins konar próf- steinn á það, hvað þeir megi bjóða sér í hinni óhjákvæmilegu stéttarbaráttu sinni við hana. öm dagism angj vegistn. Næturlæknir er i nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. B-lista-menn (Ihaldið) héldu fund í Nýja Bíó í gær, en ekki treystust þeir að bjóða þangað forsvarsmönnum and- stæðinganna. Þar töluðu auk fram- bjóðendanna Jóns og Þórðar Quðm. Ásbj., Jón Þorl., Ól. Thórs og Magn- ús dós. Sitthvað af fundinum er sagt í smágreinum hér á eftir. Bíndindisáhugi íhaldsins, sem blöð þess hafa reynt að, skreyta það með nú undan farið, lýsir sér bezt í Spánarvínamálinu og framboði Einars á Geldingalæk. 75 ár , eru í dag, siðan „Fjölnis“-maður- inn Brynjólfur Pétursson andaðist. Skipafréttir. „Quðrún“, aukaskip Eimskipafé- Iagsins, kom í gær með steinolíu, benzín, kol o. fl. vörur. Togarinn „Draupnir“ kom í morgun frá Eng- landi. Fyrirlesíur Ólafs Friðrikssonar um Qrænland' verður kl. 8V2 í kvöld í Iðnó. Esperantó-námskeið Ólafs Þ. Kristjánssonar liefst ann- að kvöld, svo nú er hver síðastur að gefa sig fram til þátttöku. Óþol og eirðarleysi gerði mjög vart við sig, þegar fór að líða á siðasta fund íhalds- ins í Nýja Bíó. Kvað svo ramt að því, aö Magnús dósent kvartaði um, að fáir hlýddu á sig, enda var þá nálægt því hehningur fundar- manna genginn burt, og sá fundar- stjórnin sér þann kost vænstan að slíta fundi, áður en hún yrði ein eftir í salnum. Fyríríestra við háskólann heldur sænskur málfræðingur, Strömbáck að nafnj, sem hingað er kominn þeirra erinda. Verður hinn fyrsti í kvöld kl. 6—7, og síðan verða fyrirlestrar hans á mánudögum og þriðjudögum á sama tíma. Talar hann um sænskar bók- mentir, m. a. um Gustav Fröding. Jóni framkvæmdastjóra Ólafssyni efra manninum á lista Ihaldsins við kosningarnar í Reykjavík, var lýst þanpig á stjórnmálafundi I-. haldsflokksins í Nýja Bíó í gær*, Þórður á Klpppi kallaði hann „láðs' og lagar dýr“. Jón Þorláksson sagði, að hann væri „atorkumaður", en gat ekki úm í hverju. Ólafur Thórs fullyrtí, að hann yrði „ekki þing- skörungur“, og Magnús dósent hélt,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.