Alþýðublaðið - 03.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.03.1920, Blaðsíða 1
aðið €reíid tit al ^Llþýdufloklcmuii. 1920 Miðvikudaginn 3. mavz 49. tölubl. Slarípr 09 sltasíríi. Verkalgðurínn vill fá eins mik- *ð- kaup og hann geíur fengið, ^S mun engum þykja það óeðli- *egt, því, þvi hœrra kaup sem Qann fær, þess meir getur verkam. "veitt sér og fjölskyldu sinni af Þaegindum lífsins. Atvinnurekendumir vilja helzt borga það minsta kaup, sem hœgt er, og mun engum heldur frykja það óeðlilegt, því þeir reka ^tvinnuna til þess að græða á «enni, og peningarnir eru með öúverandi þjóðfélagsfyrirkomulagi ^iuasti mælikvarðinn á það, hvort atvinnufyrirtæki hepnast eða ekki. *ví meiri sem gróðinn er, því ^etur hefir fyrirtækið hepnast. En í>vi hærra, sem kaup verkalýðsins "er, því minni er gróðinn; þetta ^r reglan, þó undantekningar séu ^il (sbr. gróða af prentun og bók- ^andi hér í Reykjavík, sem hefir ^rðið því meiri, sem verkakaupið ^efir stigið). •En af þessu, sem sagt var að ^seri reglan, skapast andstœða ^illi verkalýðsins annars vegar, 8em vill hækka kaupið sem mest, °S atvinnurekenda hins vegar, sem aí jafn skiljanlegum ástæðum vill kalda kaupinu niðri. Þessi eðlilega ^ndstaða, sem á þennan hátt skapast milli verkamannsins og atvinnurekandans, leiðir af sér sí- íelaan reipdrátt milli verkalýðsins °8 atvinnurekendanna, en sá reiþ- ^áttur er öðru nafni kallaður stéttarigur eða stéttastrið. Sumstaðar ber mjög lítið á þessu stéttastriði, og reipdrátturinn hér ^ö bil ekki til, af því að önnur téttin — atvinnurekendurnir — hefi; >«Sa f bæði töglin og hagldírnar. að h er það t. d. svo út um land, atvinnurekendurnir (sem vana- J,8a jafnframt eru kaupmenn) ráða ,ftlr hvað verkakaupið er. Verka- eön eru svo bældir og uppburð- llöir a þessum stöðum, að þeir máske spyrja alls ekki um hvað kaupið sé, heldur taka þegjandi við því, sem að þeim er rétt. Þegar svo verkamennirnir þrosk- ast og mynda félagsskap til þess að geta einhverju ráðið um þetta sjálfir, þá er strax hrópað upp um stéttaríg og stéttaæsingu. Og það er rétt, að það bar ekki mikið á stéttastríðinu meðan atvinnurek- endurnir réðu öllu svo gersam- lega, að engum datt, í hug svo mikið sem að ympra á því, að verkalýðurinn ætti nokkru að ráða. En alt um það var andstæðan þarna, annar flokkurinn hafði hag af því að kaupið væri hátt, hinn af því að það væri lágt, „Hér er ekki deigur dropi, hvað þá straum- ur", sagði kerlingin, sem kom að frosnum bæjarlæknum. Og þegar karlinn hjó vök á ísinn, hélt hún að það væii hann, sem hefði búið til vatnið og framkallað straum- inn í vökinni, datt ekki í hug að vatnið hefði streymt óðfluga undir köldum og óhreyfanlegum ísnum. En þeim sem hrópa að okkur jafnaðarmönnum að við sköpum stéttaríg og stéttaæsingu, þeim er varið eins og kerlingunni. f»eir sjá ekki það, sem dýpra liggur, ekki strauminn, sem rennur undir, og halda að þeír, sem vakirnar höggva á vonleysis- og samtakaleysis-ísinn, skapi hinn sterka straum, er þeir al.t í einu verða varir við. En við skulum í annari grein athuga, hverjir hafa hag af því, að það sé breitt sem mest yfir stéttastríðið, og hverjir hafa hag af því, að það sé leitt sem greini- legast fram í dagsljósið. Ö. Leitaðn að því málefni, sem mestn varðar, gaktn úr skugga um að þú haflr fnnðið það, og starfaðu svo að þTÍ af ollnm mætti þínnm. H. G. Wells. , Útleníar frcttir. Rafmagnsrekstnr járnbrauta f Englanði. Englendingar hafa reiknað út að ef þeir breyta rekstri járn- brauta sinna þannig að það verði raforka sem reki þær, þurfl eigí að eyða nema 40% þeirra kols sem nú eru brend í eimreiðuni járnbrautanrta. Alls megi spara 7 tii S milj. smálesta af kolum (70 til 80 sinnum það ,sem Is- lendingar nota til skipa og heima- notkunar), En það kostar 300 milj. sterlingspunda að breyta rekstrinum: reisa orkustöðvar (er framleiði . raforkuna með kolum) og búa til raforku-mótorvagna til þess að draga járnbrautarlestirnar í stað eimreiðanna. Eimreiðir kosta nú að meðaltaii 7 þús. stpd. (140,000 kr.) en raforku-mótorvagnarnir fimmfalt það. Síbería. Að því er bezt verður séð af útlendum blöðum er hingað hafa borist, er nú öll Síbería á valdi Bolsivíka, nema Vladivostok og nokkuð svæði þar um kring. Ef þetta er rétt, mega Japanar naga sig í handarbökin fyrir það hvað seinir þeir hafa verið á sér.. Þeir ætluðu, eins og sagt hefir verið frá hér í blaðinu, að taka austur- hluta Síberíu (vestur að Baikal- vatni) undir þv£ yfirskini að þeir gerðu það til þess, að halda þar uppi lögum og reglu. Skilnaðarmennirnir írsku, þ. e. Sinn-Fein flokksmenn, sigruðu við bæjarstjórnarkosningar í ýmsum helztu borgum írlands,. svo sem Cork, Waterford og Du"- blin og kusu borgarstjóra af sín- um flokki; í þ'essum borgum. t Dublin kusu þeir mann í borgar- stjóraembættið sem er í varðhaldi. Englendinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.