Alþýðublaðið - 20.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐiÐ 3- því með slíkah markað aö láía togarana liggja? Togararnir. ,,ÞóróIfur“ og' „Skallagrímur" eru á leið til Englands. Þjóðmáiafundir eru þessa dagana haldnir í Árnes- sýslu vegna landkjörsins. í fyrra dag var fundur á Minni-Borg. Voru þar fluttar 13 ræður gegn Ihaldinu, en 4 með. 6 innanhéraðsmenn töl- uðu á móti stjórninni, þar á meðal séra Ingimar á Mosfelli. í gær var fundur á Húsatóftum, og var Jón Þorláksson þar. Réðst hann meö skömmum á Magnús Torfason al- þingismann, en varð síðar að af- saka það. Þar voru allir á móti 1- haldinu. í dag er fundur við ölfus- árbrú, en á morgun á Eyrarbak/ra og annar á Stokkseyri. Ferskeytlurnar og „Mgbl.“ Fyrra sunnudag boðaði „Mgbl.“ til verðlaunasamkeppni uni botna í ferskeytlur. Fyrsta upphafið, sem botna skyldi, var þetta: „Ætti ég mér ósk í kvöld, eins ég mundi biðja." Það lætur að likum, að hagyrðing- ar borgarinnar hafi ekki Iátið á sér standa að fella heitustu óskir sínar nú í kosningastriðinu í botn- inn, enda segir „Mgbl.“ í dag, að á laugardag hafi verið komnir 1000 botnar, svo að þeir hafa úr nógu að „moða'*. Þeir segjast þá hafa hætt að taka við fleirum og muni birta verðlaunabotninn og nokkra fleiri bráðlega, en geta þess ekki, sem þó er vitað, að i allmörgum botnanna óskuðu höfundar sjálfu „Mgbl." og íhaldinu og öllu'm þess verkum og öllu þess athæfi veg allrar veraldar. Einn botninn er t. d. svona: „að tregi „Moggi" töpuð völd 23," þ. e. á kosningadaginn, en anriar svo: „að moðhausarnir mistu völd meðal landsins niðja." Alþýðublaðið vonar að geta skemt lesendum sinum með fleiri botn- um af líku tagi. Þenna dag árið 1827 lauk frelsisstriði Grikkja með ósigri Tyrkja og Egypta í orr- ustunni á Navarióhöfn, þegar þrjú stórveldi létu herja sína eyða að mestu flotum þeirra. i : ■ •" Sóknarnefndafundurinn. I sambandi við hann flytja í kvöld kl. 8V2 erindi i fríkirkjunni fyrir almenning þeir séra Eiríkur Alberts- son á Hesti og Sigurbjörn Á. Gísla- son guðfræðingur um kristindóm og Btjóromál. Stjatkar og vasm* úr posíulíni nýkomið. K. Eiiarsson & Biðrnsson. Gagnfræðakeiisfia. Nokkrir nemendur geta enn komistí jngpl delid(l.bekk.) Gnðbp, .lónsson, Sigfns Sigurkjartarsosi, Lindargatu 2$B. Freyiagetn 10, siml 1117. Fult tungl verður í nótt kl. 4 og' 15 mín. Kannes Jónsson kaupmaður, Laugavegi 28, hefir verið veikur um fjögurra mánaða skeið, en er nú að komast til fullr- ar heilsu, svo að viðskiftamenn geta hitt hann sjálfan í búðinni. Veturnæíur byrja í nótt. Séra Ingimar Jónsson á Mosfelli er staddur hér í borg- inni. Veðrið. Hiti mestur 1 stig, minstur 4 sfiga frost. Átt norðlæg, nema suðvest- læg í Reykjavik, hæg. Þurt veður. Loftvægislægð fyrir suðaustan land. Útlit: í dag norðlæg átt og dálítil snjókoma á Austurlandi. Annars kyrt veður og bjart um alt land. í nótt hæg suðvestanátt og skýjað íofi á Vesturlandi. Kyrt og þurt veður á Norðurlandi. Norðaustlæg átt og þurt á Suðausturlandi. „Erfðaskrá Bínu frænku“ er sýnd í kvöld og verðið lækkað. Landhelgisbrot. „Þór“ kom um hádegi með ítalsk- an togara tekiim uppi við land- steina í Garðsjó. Almenni kvennafun durinn Alþýðuflokksins í gær var all- fjöhuennur. Auk frambjóðendanna, Héðins Valdimarssonar og Sigurjöns Á. Ólafssonar, fluttu þar ræður Jón Baldvinsson, Laufey Valdimarsdótt- ir, Ingibjörg Sigurðardóttir, María Pétursdóttir, Jónína Jónatansdóttirj Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Sigurborg Jónsdóttir og Sigurbjörg Þorláks- dóttir. Taiaði hin síöast nefnda þar máli lhaldsmanna. Kjósenúafundurinn i Bárusalnum í kvöld kl. 8 er al- mennur, og alþýðumenn munu fjöl- sækja hann. Frambjóðendum íhalds- ins er sérstaklega boðið þangað. fer héðan á föstudag 22. okt., kl. 7 að kvöldi, austur og norður um land. Vörur afhendist í dag eðaámorgun. Farseðlar sækist á fimtudag. (sírandferðaskip) fer héðan eftir næstu helgi vestur og norður um land í hringfer^. Kemur við á venjulegum viðkomu- stöðum „Esju“. Vörur afhendist á mánudag 25. okt. Betri en Haones. Haframjöl 25 aura 72 kg., Hveiti 25 aura. Strausykur 35 aur. Melís 40 aur. Sveskjur 60 au. Dösamjólk 60 aur. Spaðkjöt 75 aur. Kart- öflur 15 aur. Gulrófur 15 aur. Riklingur 1 kr.ýjSölt skata 25 aur. Steinolia.^bezta [tegund, 32 aura. Margt^lfleira með_ |góðu^|verði. Lasigawegi 164. Ti,i,« w.. -..wjc-SHais.- ata-.'e; Sími 1403.1 Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,50 100 kr. sænskar .... — 122,23 100 kr. norskar .... — *"l 12,39 Dollar 4,57 i/s 100 frankar franskir. . . — 13,61 100 gyllini hollenzk . . — 183,04 100 gullmörk þýzk... — 108,81 Gengi sterlingspunds hefir mis- prentasíb I 2 blöðum, „22,17“ í stað: 22,15.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.