Alþýðublaðið - 21.10.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.10.1926, Blaðsíða 5
ALKÝÐUBLAÐIÐ B dag. Adalœfingin er á föstudags- kvöldið (annað kvöld) kl. 7,15, eins og auglýst er hér í bfaðinu. Miðar að henni eru seldir á afgreiðslu Al- þýðublaðsins og kosta 1 krónu. Hljómsveitin hefir stækkað mikið frá því í fyrra og bætt við sig nýjum hljóðfærum. Eru nú hljóð- færaleikararnir orðnir 23 _auk stjórn- andans, Sigfúsar Einarssonar. Ein- leikari á fyrstu hijómleikunum er Georg Takács, Hann er fæddur í Buda-Pest á Ungverjalandi, stund- aði nám í mörg á'r við tónlista- skólann þar í borginni, enda vel mentaður og snjall listamaður. „Á nú Jón Björnsson að yrkja?“ spurði einn af lesendum „Mgbl.“ í morgun, þegar hann las, að ,„vegna rúmleysis“ yrðu vísubotnar „um þá félaga, Héðinn og hann“ (þ. e. rit- sijóra Alþýðublaðsins) að bíða. Einn af vísubotnunum er lýsa óskmn les- enda „Mgbl.“ er þessi: „að makleg fái málagjöld „Morgunblaðsins“ iðja.“ Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði er í sjömannafélagsskrifstofunni. „Vor“, er Stefán B. Jónsson gefúr út, er nýlega komið út, 3. tbl. 1. árgangs. Afar-leiðinlegí er fyrir jafnaðarmenn að heyra andstæðinga sína vera gersneydda allri þekkingu á jafnaðárstefnunni og hafa ekkert annað um hana að segja en hártoganir snápa, sem leigja sig til að fetta iingur út í hana. Jafnaðarmenu vorkenna manni -eins og Jóni Ólafssyni, se:n er að ýmsu gegn maður, þegar hann „diskar upp“ með þvaður úr „Morg- unblaðinu“, sem ekkert. veit né -vill vita rétt um jafnaðarstefnuna, og verður sér svo til skammar fyrir vanþekkinguna, þegar þetta er al- veg óþarft, þar sem „Rök jafnaðar- stefnunnar" voru komin út í bók nógu löngu áður en kosningafund- ir hófust. til þess, að hann fengi tóm að lesa hana, svo að hann gæti nú ráðist eftir vild og getu á jafn- aðarstefnuna, eins og hún er, en ekki eftir þvaðri úr blaði, sem ekki getur sagt rétt frá hnefaleik. „Tímarit Verkfræðingafélags is« lands.“ 1 nýútkonmu hefti þess er m. a. fyrirlestur um afstæðiskenninguna og tilraun Michelsons eftir Þorkel Þorkelsson. s ' . Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,50 100 kr. sænskar .... — 122,35 100 kr. norskar .... — 112,51 Dollar..................• — 4,57V2 100 frankar franskir. . . — 13,79 100 gyllini hollenzk . . — 183,17 100 gullmörk þýzk... — 108,93 Allir hafa heyrt, þeir, er á almenna kjósendafund- inum voru í gærkveldi, hversu ger- samlega fánýt til gagns almenningi og beint skaðleg meira að segja er stefna íhalds og auðvalds og hversu örðugt er að rökstyðja hana, og eins, hversu mjög jafnaðarstefnan ber af henni um miðun til þjóð- heilla og skynsamleg rök. Þetta er gott, cn ekki nóg. Þeir, sem á fundinum voru, verða að segja öðr- Herluf Clausen, Sími 39. um sem þar gátu ekki verið, frá þessu, svo að þekkingin um mál- efni réttar og sannleika nái að breiðast út meðal fölksins. \ Frjálslyndi(!). Á kjósendafundi Alþýðuflokksins sagði Jón Ólafsson Þórði á Kleppi til hróss, að hann væri svo frjáls- lyndur, að það nálgaðist stefnu- leysi. „Dýraverndarinn“, 5. tölublað, er nýkominn. Á fremstu blaðsíðu er mynd eftir Björn Bjömsson dráttlistarmann, og i blaðinu er meðal margs annars kvæði efiir Sig. Kristófer Pétursson, „Litla kisa“, er fanst meðal eftir lálinna kvæða hans. Alþýðublaðið er sex síður í dag. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. ursystur íninnar; víst var um það, að hann hafði skringilega sögu af mér að segja og var staðráðinn í a.0 no'ta hana út í æsár! Eg gerði ömurlega tilraun til þess að vernda sæmd mína. „Herra Smiður er rétt nýkominn," byrjaði ég. — „Rétt nýkominn, ha?“ sagði kvikmynda- dómarinn, — „nýkominn eins og unginn úr egginu?“ Hann rétti upp höndina og ætlaði að kJappa á öxiina á ókunna manniniun í ánægjunni af fyndni sinni. En höndin komst ekki alia leið. Hún stað- næmdist af svipnum á andliti Smiðs! „Þey!“ skipaði hann; „þögn!“ Og hann bætti við; „Allir vilja taka þátt í hlátrinum, en hver vill taka þátt í sjúkdómi?“ „Hvað?“ sagði Rosythe, og nú var það ég, sem gat brosað. „Herra Smiður var rétt áðan að gera mér mikinn greiða,“ sagði ég til skýringar. „Mér var misþyrmt illilega af skrílshópi." „Jæja!“ hrópaði Rosythe. „Við Exeisior- leikhúsið!" Þarna var nokkuð, sem hægt var að tala um og dylja með því fumiö, sem á hann var kornið. „Og þú varst þar! Ég var einmitt að horfa á það rétt áðan.“ „Eru þeir enn þá að þessu?“ „Þetta eru laglegir óþokkar," sagði ég og ætlaði að halda áfram. — „Já, ég held nú það!“ „Óþokkar! Nei, ég held siður,“ tók hann fram í. „Hvað haldið þér að þeir séu aö gera ?“ „Bjarga okkur frá þýzkum undirróðri, sögðu þeir mér.“ „Þeim er. fjandans sama um þýzkan undir- róður! Þeir eru að vinna sér inn fimm doll- ará á mann.“ „Hvað segið þér?“ „Já, þér getið reitt yður á þetta!“ „Nú, þér vitið jiað þá með vissu?" „Veit það? Pétur Dailey var á fundi hjá forstjórum kvikmyndafélagsins í gærkveldi, og þá var samþykt að leggja til fé og leigja þá. Þetta er ruslaralýður úr kvikmynda- tökuhúsunum og eru að leika reglulegt skríl- uppþot á réttum staðl" „Jæja, fari það alt fjandans til!“ sagði ég. „Og hvað er um lögregluna?“ „Lögregluna?" svaraði kvikmyndadómarinn hlæjandi. „Getið þér búist við, að lögreglu- þjónarnir vinni fyrir ekkert, þegar hermönn- unum er borgað? Jesús minn góður —“ „Afsakið þér. Hvað sögðuð þér?“ sagði Smiður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.