Alþýðublaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 1
VÖIMDUR tímarit iðnverkamanna er nýkomið út. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON XVI. ÁRGANGUR. ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN FIMTUDAGINN 18. APRIL 1935. 107. TÖLUBLAÐ iLÞVBUBUBIB kemur nœst út á páskadags- morgun. Augljjslngum sé skiláö fyrtr kl. 7 á laugardag. EFTIR BRUNAhN / GÆR: 37manns ern heimiiislansir, 6 hiís eru meira og minna skemd fiífarleo út af samþykt nm alt Þýzkaland. Þjóðabandalagsins. Einangrua Þýzklands meiri en nokkru sinni áður. Frakkar keyptu Pólland ttl fylgls vltt slg. og fjðidl fólks hefir mist aleigu sína. Brnnasímfnn í hverflnu er ónýtn'r. ELDSVOÐINN I GÆR er hinn mesti, sem orðið hefir hér í Reykjavík síðan bruninn mikli varð í jmiðbænum árið 1915. Var sagt á skrifstofu brunamála- stjóra í viðtali við Alþýðublaðið í gærkveldi, að ef skaðinn væri metinn til fjár, þá myndi hann vera álíka mikill og við brunann hjá Jónatan Þorsteinssyni fyrir um 12 árum síðan, er verzlun- arhús hans brann á Laugavegi 33. En það, sem gerir brunann í gær miklu stórkostlegri, er það, að hann hefir eyðilagt eignir svo fjölda margra og iað svo margir standa nú uppi húsnæðislausir og allslausir af völdum brunans. Upptök eldsins voru í lokuðu herbergi á ann- ari hæð. Uppi á 2. hæð hússins bjó Jó- hanna Einarsdóttir og Guðjón Guðjónsson. Hjá Jóhönnu dvaldi sonur hetmar, Leifur Erlendsson, sem er þjónn frá Akureyri, kona hans og börn. Jóhanna var um klukkan 10 i gærmorgun farin niður í þvotta- SLÖKKVILIÐSMAÐUR FELLIR REYKHÁFINN 1 ROSTUNUM. þús í kjallara hússins til að þvo þvott. Ibúð Jóhönnu var þrjú herbergi og lá svefnherbergi hennar við hlið austasta herbergisins út að Grettisgötu, en í því bjó Jakob Sigurðsson bifreiðarstjóri og son- ur hans. Konu Leifs Erlendssonar varð kl. um 11 gengið inn í svefnher- bergið og sá hún þá að reyk lagði undan rúmunum, en þau stóðu við hurð, sem var milli svefnherbergisins og herbergis Jakobs. Konan hljóp inn til manns síns, en hann lá óklæddur á legubekk í herberginu, og sagði honum af reyknum. Leifur hljóp þegar á fætur og fór inn í svefnherbergið. Dró hann rúmin fram á mitt gólf og HÚSIÐ ALELDA. SLÖKKVILIÐIÐ AÐ VERKI. sá þá, að reykurinn kom úr hinu herberginu. Hljóp hann þá fram á ganginn og að dyrunum á her- bergi Jakobs, en hurðin var af- læst. Kallaði Leifur þá til konu sinnar að fara út og kalla á brunaliðið og hljóp hún niður stigann. Leifur hljóp nú á hurð- ina, en er hún brotnaði og hann þaut inn í herbergið, gaus eld- blossi á móti svo að hann brend- ^st í andlitinu og hár hans sviðn- aði. Ibúarnir aðvaraðir. Leifur hljóp nú aftur út úr herberginu og upp bakdyragang- inn. Hitti hann þá konu, sem bjó uppi á efri hæðinni og sagði henni af eldinum, en hún kallaði til hinna íbúanna á loftinu. Kona Leifs, sem fór niður, hljóp til Jóhönnu, sem var í þvottahúsinu, og sagði henni af eldinum. Jóhanna hljóp þá út og að brunaboða, sem var á horni hússins, og braut hann. Þessi kvaðning hafði ekki áhrif, af ein- hverjum ástæðum. Brunaliðið kom ekki. Getur vel verið að Jóhanna hafi ekki þrýst nógu vel á hnappinn. Þegar hún hafði gert þetta, hljóp hún upp í íbúð sína og ætlaði að reyna að bjarga einhverju, en þá var eldurinn orð- inn svo magnaður, að hún gat svo að segja engu bjargað. Ætl- aði hún þá aftur, ásamt Leifi syni sínum, að fara niður for- stofustigann, en komst ekki vegna eldsins, og fóru þau þá út um bakdyrnar. Lögreglan var allan daginn í gær að yfirheyra íbúana í hús- : inu, og telur hún sannað, að eld- urinn hafi komið upp í herbergi Jakobs bifreiðarstjóra. Jakob hef- ir borið, að hann hafi farið út úr herberginu kl. 8V2 í gærmorgun og sonur hans, Sigurður, fór úr því kl. 9. Hvorugur þeirra getur gefið nokkra skýringu á upptök- um eldsins. Sigurður kvaðst hafa þá venju að kveikja sér í pípu áður en hann færi út, en hvort hann hafi gert það í gærmorgun kveðst hann ekki geta munað með vissu. Það er sannað við réttarhöld- in, að 2. hæð hússins varð alelda, á 5 mínútum, en húsið stóð alt í björtu báli áður en 15 mínútur voru liðnar frá því að eldsins varð vart. EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS KAUPMANNAHÖFN í gærkveldi. RÁÐ Þjóðabandalagsins hef- ir nú kveðið upp dóm sinn. Ályktunin út af samningsrofi Nazistastjórnarinnar, sem Lav- al íagði fram fyrir Frakklands hönd á priðjudaginn, eftir sam- komulagi við fulltrúa Englands og fíaliu, var sampykt £tf öll- um ineðlimum ráðsins, fjórtán að tölu, að undanteknum íull- trúa Danmerkur, Dr. Munch, sem ekki greiddi atkvæði. Laval gerði alt, sem hugsast gat, til þess að vinna alla með- limina í ráðinu til fylgis við Frakkland í þessu máli. Hver einkafundurinn rak annan alla miðvikudagsnóttina, þannig að varla nokkrum fulltrúanna kom dúr á auga. Frakkar óánægðir með lilutleysi danska full trúans. En þrátt fyrir alla áreynslu Hjálpið fjölskyldunum,sem mistu aleigu sína! JIÆARG/R fjölskyldur hafa IVl ekki að eins orðið heim- ilislausar við brunan.i i gœr, heldur og mist aleigu sína. Þvi að fæstir peirra, sem bjuggu í húsinti höfða vátrygt innan- stokksmuni sína. Þetta fólk stendur nú uppi allslaust. Það er knýjandi pörf að pví sé hjálpað bœði fljótt og vel. Alpýðublaðið skorar á alla pá lesendur sína, sem pess eru megnugir, að skjóta sarn .n til pess að hjálpa peim af pess- um ,jjölskyldum, sem verst hafa orðið úti. Gjöfum í pess- um tilgangi verður veitt mót- taka frá pví á laugrrdags- morgun á afgreiðslu blaðsins. Alþýðublaðið átti í gærkveldi tal við Kristófer Sigurðsson vara- slökkviliðsstjóra. Hvernig stóð á því, að slökkvi- liðið kom ekki á vettvang fyr en svona seint? „Við brugðum við þegar í stað, er við fengum tilkynningu um brunann," sagði Kristófer. Hvernig var sú tilkynning? „Tilkynningin kom í síma og var hún þannig, að húsið Grettis- gata 46 væri orðið alelda. Við fengum enga aðra tilkynningu en þessa, er við fengum kl. 11,20.“ Brunaboðinn, sem var á hús- inu, var þó brotinn um 15 mín- útum áður? „Já, en það mál er enn ekki Brunasimisin í hverfinu er algerlega ónýtur. Viðtal við Kristófer Sigurðsson varaslökkviliðsstjóra. upplýst. Við vitum ekki til að sú tilkynning hafi komið til okk- ar. Rétt eftir að ég kom á veít- vang talaði ég við mann, sem sagði, að brunaboðinn hefði ver- ið brotinn, en að líkindum hefði ekki verið þrýst á boðann sjálf- an. Hvort þetta er rétt veit ég ekki, en hitt veit ég,* að gamli brunasíminn, sem er i pessu hverfi, er orðinn ónýtur, alger- lega ór.ýtur. Hefir hann verið það lengi? „Ja, um það er ekki gott að segja, en vio komumst í vand- rœði með hann, pegar símastcur- arnir voru teknir niður og tal- síminn var lagðjir i götuna.“ (Frh. á 4. síðu.) HÖLL ÞJÓÐABAND ALAGSINS 1 GENF. tókst honum ekki að fá Dr. Munch til þess að greiða ályktuninni at- kvæði sitt. Það mátti merkja það strax eftir atkvæðagreiðsluna, að Laval líkaði það stórum miður. Hann og aðrir franskir stjórn- málamenn lita svo á, að það hafi rírt gildi þessa áfellisdóms, að ekki tókst að fá hann samþykt- an með öllum atkvæðum undan- tekningarlaust. Hins vegar er það viðurkent af öllum, að framkoma Dr. Munchs hafi verið ólastanleg. Meira að segja frönsku blöðin varast að láta nokkur bituryrði falla út af afstöðu hans. Gífurleg gremja í Þýzka- landi. Þjóðverjar eru ákaflega sárir út af því, a ð ájyktunin skyldi vera samþykt. Ummæli blaðsins „Berliner Börsenzeitung", sem raunverulega er málgagn þýzku stjórnarinnar, enda þótt það sé það ekki opinberlega, sýna sér- staklega vel, hvernig áfellisdóm- urinn í Genf hefir verkað á menn í Þýzkalandi. Blaðið segir, að ályktun Þjóða- bandalagsráðsins sé eins konax sektardómur yfir Þýzkalandi. Það sé óhugsandi annað en að slíkt skjal, „sem er svo fult af móðgunum, rangsnúningum, hreinum og beinum ósannindum, sögufölsunum og hræsni, að þess eru engin dæmi“, hljóti að vekja geysilega gremju á meðal hinnar þýzku þjóðar. Ályktunin á að hindra það, að Þýzkaland geti aftur gengið í Þjóða- bandalagið, segja Þjóð- verjd . Blaðið endar grein sína á eftir- farandi orðum: „Ráðið hefir gert samþykt á móti okkur, sem er vegna orða- lagsins og tilraunanna til þess að móðga okkur og lítillækka, svo óþolandi fyrir Þýzkaland, að það verður ekki komist hjá þeirri hugsun, að ályktunin hafi verið stíluð þannig af ásettu ráði til þess að eyðileggja fyrirfram alla sáttamöguleika milli Þýzkalands og Þjóðabandalagsins. Það getur ekki farið hjá því, að Þýzkaland svari þessu skjali á ótvíræðan og hispurslausan hátt.“ Pólland seldi sig Frökkum. Þessi aukafundur í ráði Þjóða- bandalagsins var 85. fundurinn, sem það hefir haldið. Engar umræður, sem farið hafa fram í Þjóðabandalaginu síðan það var stofnað, hafa verið eins alvarlegar og þessar. Það er al- gerlega ókunnugt enn, hvaða bak- tjaldasamningar hafa orðið því valdandi, að Pólland breytti um afstöðu og greiddi atkvæði með ályktuninni. Hins vegar getur aldrei liðið langur tími áður en það kemur á daginn. Því að þeir tímar eru liðnir, að hægt sé að halda stórpólitískum samningum leyndum. SfAMPEN Litvinoff mmnir Þjóða- bandalagið á yíirgang Japana. LONDON í gærkveldi. Á ráðsfundinum í morgun voru aðalræðumennirnir Litvinoff og Bruoe, frá Ástralíu. Litvinoff gaf í skyn, að Þjóða- bandalagið hefði mátt láta ávít- ur sínar ná engu síður til Japanaj en til Þjóðverja. Tyrkneski fulltrúinn olli einnig nokkrum óróleika á fundinum, er hann gaf það í sltyn, að Tyrkir hefðu ástæðu til þess að fara fram á aukningu herafla síns við Dardanella-sund. Sir John Simon gat eytt þessu hvorutveggju, svo aö engin vand- ræði hlutust af því á fundinum., 12 manna nefnd til að ákveða þvingunarráð- stafanir gegn alþjóðleg- um samningsiofum. Nefndin, sem ráð Þjóðabanda* lagsins ákvað að kjósa til að rann- saka það, hvaða ráðstöfunum hægt sé að beita við þær þjóðir,' sem brjóta samninga, hefir þeg- ar verið skipuð. í henni eiga sæti 12 fulltrúar frá þessum ríkjum: Stóra-Bret- landi, Kanada, Chile, Spáni, Frakklandi, Ungverjalandi, Italíu, Hollandi, Portúgal, Tyrklandi, Sovét-Rússlandi og Júgóslavíu. (FO.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.