Alþýðublaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 18. APRIL’ 1935. ALÞÝÐUBí.AÐIf) ÚTGEFANDI: ALÞÝLUFLOKKURINN R 1 T S T J Ö R I : F. R. V/. LDEM ARSSON Ritstjóm og afgreiðsla : Hvi ifisgötu 8—10. S 1 M A R : 4900-4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Rítstjcin (innlendar fréttir). 4902 Ritstjó. ri 4903: Vilhj. S. Vihjálaiss [ (heinia). 4904: F. R. Valdemarsson (heinia) 4905: Prent miðjan. 4906: Afgreiðsl»n. Engin samlylkino viö vikapilta ihaldsins! Q ÖFNUÐUR Þriðja Internatio- O nale hér, hinn svo nefndi Kommúnistaflokkur íslands, sendi fyrir nokkru síðan fulltrúaráði verkalýðsfélaganna „samfylking- artilboð" um sameiginlegan úti- fund og kröfugöngu 1. maí. Þetta „samfylkingartilboð“ hafði ekki fyrr verið sent, en blað línu- danzaranna básúnaði J>að út, að „bróðurhönd K. F. 1. væri þeg- ar útrétt.“(!) Verkalýðurinn í Reykjavík þekkir pessi • „samfylkingartil- boð“ og þessa „bróðurhönd“. Fyrir ári síðan kom ekki út eitt einasta tölublað af blaði línu- danzaranna án þess að Alþýðu- flokkurinn, flokkur verkalýðsins í landinu, væri stimplaður sem „þjóðfélagsleg höfuðstoð auð- valdsins,“ og „höfuöóvinurinn", sem þyrfti að uppræta. Og þeir sem ekki vildu skrifa undir það, voru umsvifalaust reknir úr flokknum. En þegar það kom í ljós, að línudanzaráflokkurinn var með þessum stöðuga rógi um verka- lýðssamtökin á góðum vegi með að uppræta sjálfan sig, viar í flýti breytt um bardagaaðferðirnar til þess að skaða Alþýðuflokkinn. — „Bróðurhöndin“ var alt í einu „rétt út“ og „samfylkingartilboð- unum“ rigndi ofan úr Bröttugötu við öll hugsanleg tækifæri. Þessi „samfylkingarpólitík" hef- ir að visu litið dálítið öðru vísi út á borði heldur en í orði. Því að línudanzararnir hafa eftir sem áð- ur, leynt og ljóst, stutt flokk auð- valdsins, íhaldsflokkinn, með því stilla upp sínum klofningslist- um, hve nær sem kosningar hafa farið fram, og barist á móti því, að einstök verkalýðsfélög, sem fyrir áhrif þeirra, hafa klofið sig út úr allsherjarsamtökum verka- lýðsins, Alþýðusambandinu, eða aldrei farið í það, sköpuðu þá einu raunverulegu samfylkingu verkalýðsins, sem hugsast getur en það er skipulagsleg eining verkalýðsfélaganna. Öll samfylkingartilboð sem ekki fela í sér einlægan vilja á því að sameina aftur verkalýðsfélögin í Alþýðusambandi Islands, eru ekkert annað en lævís aðferð til þess að halda uppi og auka ó- einingu í verkalýðshreyfingunni og styrkja kaupkúgarana í 1- haldsflokknum. Og verkalýðurinn hér á landi getur hvorki 1. maí né endranær átt nokkra samleið með þeim mönnum, sem hræsna samfylkingarvilja við hann, en raunverulega eru í samfylkingu við Ólaf Thors, Eyjólf Jóhannsson og Eggert Claessen. Þetta nýjasta „samfylkingartil- boð“ línudanzaranna var lagt fyr- ir 1. maí nefndir verkalýðsfélag- anna á fundi, sem þær áttu með sér síðast liðinn sunnudag. — Nefndirnar samþyktu i tilefni af því, eftirfarandi ályktun: „Þar sem K. F. I. hefir við ó- ALPÝÐUBLAÐIÐ „ LEIKDOMAR ALP ÝÐUBLAÐSINS. „Varið ykkor á málningsnni" Leikur þessi er eftir franska leikritahöfundinn Réne Fauchais, og gerist hann á Frakklandi. Að- aluppistaða leiksins er samsett úr þráðum gleðileiksins, þó að at- vikum með nokkrum alvörublæ sé ofið inn í, og sem verða all- verulegur þáttur í atvikaröðinni. Gefa þau leiknum talsverðan þunga og nokkurt dramatiskt gildi, ef vel er áhaldið af leik- stjóra og leikendum. Efnið er í stuttu máli þessi gamla saga, sem þó alt af er ný. — Listmálari deyr, óþektur, og í eymd og volæði. Að honum látn- um eru verk hans fyrst metin að verðleikum, og komast til vegs og virðingar í sjálfri borg borg- anna, París. Málverkaprangarar frá París gera sér ítrekaðar ferðir út til fátæka, fákæna og um of forpokaða sveitalæknisins, sem hefir stundað hinn látna lista- mann, og þar sem allmörg af málverkum hans hafa dagað uppi. Fólkið á læknissetrinu, — lækn- ishjónin og tvær giftingarsjúkar dætur, hafa ekki kunnað skil á að meta þau. Þjónustustúlkan Úr- súla hefir aftur á móti varðveitt þau frá glötun, ekki af því, að hún hafi kunnað að meía lista- gildi þeirra, heldur af því að hún elskaði málarann og hafði gifzt honumí í kyrþey, svo að þrátt fyr- ír ítrekaðar og harla bjánalegar tilraunir þessarar næsta kynlegu fjölskyldu til að auðgast af sölu þeirra, situr þjónustustúlkan þó uppi með öll listaverkin sem lög- legur erfingi síns ektamanns. Aðalhlutverkið, lækninn Ga- darin, lék hr. Bnjnjólfur Jóhann- esson. Víða var gaman að hon- um, en hann virtist gera persón- una að óþarflega miklum aula, og allmikið vanta af þeim spaugi- lega virðuleika, sem svona per- sóna ósjálfrátt reynir að hafa í fasi sínu og framkomu gagnvart fjölskyldu sinni, og kaupahéðnum Parísar. 1 þessu hlutverki minti Brynjólfur allmikið á Friðmund Friðar í skopleiknum „Karl í kreppu“ og blaðamanninn í „Við, sem vinnum eldhússtörfin". Tekstakunnátta hans virtist held- ur ekki í sem beztu lagi. Konu hans, frú Gadarin, lék frú *Marta Indridadóttir af mikl- um fínleik og næmum skilningi. Hún verður minnisstæð áhorfand- anum, þessi velbúna, gráhærða og hægláta kona, í sinni vand- ræðalegu og vanmáttugu græðgf í peningana, og nærri óskiljan- teljandi tækifæri sýnt að hann vill enga einlæga samvinnu eiga við verkalýðshreyfinguna en hefir þvert á móti alt af sett kliku- hagsmuni forystumanna sinna yfir hagsmuni verkalýðsins; þar sem Kommúnistafl. Islands hefir ekki látið neitt tækifæri ónotað til þess, að rógbera Alþýðuflokkinn, flokk hins vinnandi fjölda, og sá óeininguámeðal verkalýðsins; þar sem K. F. í. hefir hvað eftir annað hreint og beint tekið hönd- um saman við fjandmenn verka- lýðshreyfingarinnar, íhaldsmenn, og myndað raunverulega samfylk- ingu við þá, álykta 1. maí nefndir verkalýðsfélaganna, að vísa hinu svonefndu „samfylkingartilboði“ hans, í tilefni af 1. maí, til baka. Hins vegar vænta þær þess, að þeir verkamenn, sem undanfarin ár hafa verið með á l.-maí-fund- um þessa klofningsflokks, fylki sér nú, eftir fengna reynslu, aft- ur undir fána verkalýðsfélaganna og Alþýðuflokksins, þess eina flokks, sem berst fyrir hagsmun- um þeirra í bráð og lengd á þeim eina grundvelli, sem fyrir hendi er hér á landi.“ legu einfeldni, sem setti svo á- kjósanlega fastan og ákveðinn blæ og sannan svip smáborgar- ans á leik frúarinnar, að áhorf- andinn trúði á hana frá upphafi til enda. í þetta skifti skemdi hún heldur ekki góðan leik með slæmri kunnáttu. Það er engin ástæða fyrir frú Mörtu að gera það nokkurn tíma. Dóttirin, Sylvia, var leikin af ungfrú Arndísi Björnsdóttur, létt og fjörlega með köflum, en hlut- verkið er í rauninni miklu skemti- legra en ungfrúnni tökst að sýna það, þó að víða væri gaman að henni. En meðal annara orða, hefði það verið svo fjarri lagi að láta nú ungfrú Þóru Borg einu sinni fá gott hlutverk að spneita pig á á þessu sviði leiklistarinnar, í stað þess að láta hana ennþá einu sinni í lítið og lélegt hlut- verk, semi í þetta sinn var vand- ræðaleikpersónan Amalie systir Sylviu, sem var rnjög örðugt að gera nokkuð verulegt úr, enda tókst henni það ekki nema að litlu leyti. En hvað um það, hér skal ekki rætt um hlutverkanið- urröðun L. R., þó að ástæða gæti verið til þess, og fyrst góðar leikkonur geta unað við slikt, þá þær um það. Þjónustustúlkan Ursule, sem er veigamesti persónuleiki leiks- ins, var leikin af frk. Gunnpór- unni Halldórsdóttur. Sannur og lifandi var leikur hennar frá upp- hafi til enda. Þó gat maður ekki 'varist þeirri hugsun, að þetta hlutverk ekki h.æfði henni að öllu leyti, — og betur hefir hún oft leikið áður. Alfred, Andrésson átti ekki heima í hlutverki Parísarmálar- ans Cotillard. Það verður tæpast skilið sem skophlutverk. Þorsteinn Ö. Stephensen var nokkuð bóndalega þunglamaleg- ,ur í sínum leik sem einn aðal- listdómari við hið fræga blað Fi- garo í París. Annars mintu leik- ararnir yfirleitt hvergi á franskt fólk eða franska leikara. Sýn- inguna vantaði því þann blæ, sem skaplyndi rómanskra þjóða setur á framkomu þeirra og alt hátta- lag til orðs og æðis, svo að þess vegna hefði leikurinn eins vel getað gerst hér norður á Islandi. Samt sem áður var gaman að sýningunni, þó að sumir kaflar hennar væru alllangdregnir og lít- ið skemtilegir. Þýðing leikritsins á íslenzka tungu var yfirleitt mjög góð, og; þegar svo göðir þýðendur eru til hér, má undarlegt virðast að L. R. skuli nokkurn tíma nota þá lélegu. Sýningunni var tekið með miklu klappi, og var það skiljanlegt. X—Y. Laxarækt i Onunðafirðl. FLATEYRI, 16. apríl. FÚ. Fiskiræktarfélag Önfirðinga var stofnað í Holti síðast líðinn sunnudag. Tilgangur þess er laxarækt — næsta vor með laxa- seiðum og síðar með hrognum. — Stjórn félagsins skipa: Kristján Jóhannesson oddviti, Jón ólafsson prestur og Magtiús Guðmundsson kaupfélagsstjóri. Um 20 jarðir standa að félagsskapnum. Vélbátar frá Flateyri hafa i þremur sjóferðum aflað um 25 þús. steinbíta. Þorskafli er mjög Útangunarege Kalkún. Ljós Sussex. Arngr. Ólafsson, Langa-Hvarf við Langholtsveg. Leyfist skáldum að hafa skoðanir? Eftir Arnulf Ouerland. Á öllum tímum hafa „verndanar þjóðskipulagsins" óttast boðbera nýrra stefna eins og sjálfa pest- ina. Þeir hafa krafist þess af rit- höfundunum, að þeir fjölluðu einkum í ritum sínum um fagur- fræði, göfugar tilfinningar, draumsýnir, rósir, liljur og ann- að grænmeti. Að launum hlýðni sinnar hafa hin huglausari og ósjálfstæðari skáld fengið að snæða molana af borðum hinna ríku. Þeir fá heiðursmerki, lárveiðarsveiga og Nobelsverðlaun. Það er farið með þá eins og herbergisþjóna, eins og þeir eru líka. Annars ætti það að vera ljóst, að bók án miðs og án hugsjónar er gersamlega snauð að verð- mætum, og að rithöfundur, sem ekki hefir neinar skoðanir, gæti alveg eins látið vera að skrifa bækur. Ef út kemur bók, sem flytur einhver verðmæti, kemur fljótt í Ijós, að fólkið upphefur Ramavein umhverfis hinn ógæfusama rit- höfund. Hann er stimplaður sem illviljaður og ósiðlátur maður; hann er sviftur stöðu sinni og fær ekki að láta skoðanir sínar ,í ljós á 'Opinberum vettvangi. Þetta er dýrmætasta viður- kenningin, sem nokkrum rithöf- undi getur hlotnast. I Noregi má nefna nöfn eins og: Wergeland, Vinje, Björnsson, Ibsen, Kielland, Garborg, Heiberg. Og þeir verða fleiri. HeimilisiðnaðarámskeiðJ á Akurevri. AKUREYRI í gær. Heimilisiðnaðarfélag Norður- lands hafði síðast liðinn sunnu- dag sýningu í Iðnaðarmannahús- inu á Akureyri á handavinnu frá þremur námsskeiðum, er. félagið hefir starfrækt í vetur. Stóðu öll námsskeiðin frá 15. jan. til 14. þ. m. Fyrsta var fatasaumanám- skeið. Kennari var frú Magnúsína Kristinsdóttir og nemendur 16. Annað var hannyrðanámskeið. Kennari var frú Elísabet Friðriks- dóttir og nemendur 16. Þriðja vefnaðarnámskeið. Kennari var ungfrú Erna Ryel og nemendur 4. Sýningin var mjög vel sótt og vakti athygli. (FÚ.) Skiðafélag Reykjavíkur efnir til skíðafarar upp á Hell- isheiði nú um hátíðarnar, föstu- daginn langa og annan páskadag, og verður lagt af stað úr bænum kl. 9 f. h. alla dagana. Áskriftar- listar liggja frammi hjá L. H. Miiller kaupmanni í dag og næstu daga hjá B. S. R. : Arhur Cook og Sæmundur Jóhanneson halda þessar samkomur á Pásk- unum: Skírdag, „Brúðkaup lambs- ins“. Föstud. langa, „Kristur ætti að líða“. Laugard. „Sáttartilboð- ið“. Páskad. „Heimsóknir Krists". Kl. 8,30 í Varðarhúsinu hvert kvöld. Allir velkomnir. Messa í Hafnarfirði. Z Messað verður í fríkirkjunni í Hafnarfirði á föstudaginn langa kl. 8V2 siðdegis (sálmabókin) og á páskadag kl. 2. Séra Jón Auð- uns. OTTO B. ARNAR, löggilturútvarpsvirki, Uppsetning og viðgerðir á út- varpstækjum. Hafnarstræti 9. Sími 2799. ' 'JIOTA—ÆÍ MkllDA'Q'UTMl^ Málaflutningyr. Samnin^agerðir Stefán Jóh. Stefánsson, hæstar éttar málaflm. Ásgeir Guðmundsson, v >. ícand. jur.J Austurstræti ]L]gg§g Innheimta. . Fasteignasala. Framköllun, Kopiering, Góð vinna, lægst verð. Sporívðmhús Reykjaví&nr, Bankastræti 11. Dagheimili If. K. F. Framtiðiii, Hjfoarfirði tekur til starfa 1. maí. Þær konur, sem hafa hugsað sér að koma börnum sinum til dvalar þar gjöri svo vel og leiti upplýsinga í Lækjar- götu 18. Bðfum tekið upp: Fyrir fermingarstúlkur: Undirföt, saufur ofl. Fyrir fermingadrengi: Skyrtur, flibba slaufur ofl. Einnig sumari'jólaefni: Höfum fyrirliggjandi enskar húfur úrval. Ferm- ingar- og sumar-gjafirnar þýðir ekki að telja upp, pær verður hver einstakur að skoða. Gerið svo vel að líta inn. Ve zluo Va'd ma s Long. Kaupið Alþýðuhiaðið. - • ajimgi Utvarpsnoíendum hefir, síðan Útvarpsstöð íslands tók tll starfa, fjölgað mun örar hér á landi, en nokkru öðru landi álfunnar. Einkum hefir fjölgunin verið ör nú að undanförnu. Island hefir nú þegar náð mjög hárri hlutfallstölu útvarpsnotenda og mui , eftir því sem nú horfir, bráðlega ná hæstu tölu út- varpsnolenda miðað við fólksfjölda. W Verð viðtækja er lægra hér á landi en í öðrum löndum áifunnar. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meÍTi tryggingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, pegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Agóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt eingöngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar útbreiðslu pess og'til hagsbóta útvarpsnotendum. lakmarkíð er: Viðtæki inn á hvf,it heimili. Viðtækjaverzlun ríkisins, Lækjargötu 10 B. — Sími 3823.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.